Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Samfylkingar-
gleði í Sjallanum
S AMFYLKIN GARGLEÐI verður
haldin í Sjallanum á Akureyri i
kvöld, miðvikudagskvöldið 5.
maí, kl. 20.30 undir yfírskriftinni
Nýtt vor!
Margrét Frímannsdóttir, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Rannveig
Guðmundsdóttir og Svanfríður
Jónasdóttir ávarpa samkomuna.
Á dagskrá verður hæfileg
blanda léttra og líflegra atriða
og alvöru kosningabaráttunnar.
Meðal skemmtiatriða má nefna
Tónleikar
Kórs MA
KOR Menntaskólans á Akur-
eyri heldur tónleika í Akur-
eyrarkirkju föstudagskvöldið
7. maí kl. 20. Á efnisskránni
eru íslensk söng- og þjóðlög
ásamt léttum stuðlögum.
Stjómandi er Guðmundur Oli
Gunnarsson. Aðgangseyrir er
1.000 krónur fyrir fuÚorðna
og 500 fyrir böm. Allur ágóði
rennur í ferðasjóð kórsins, en
hann heldur í söngfór til
Færeyja í næstu viku.
Skákmót
SIÐASTA skákmót vetrarins
á vegum Skákfélags Akureyr-
ar verður haldið á fimmtu-
dagskvöld, 6. maí, og hefst
það kl. 20. en það er
Fischerklukkumót. Upp-
skeruhátíð verður haldin á
sunnudag, 9. maí, kl. 14. Þar
verða veitt verðlaun íyrir
skákmót á vormánuðum.
Bamakór Glerárkirkju, Tjamar-
kvartettinn, Kabarett Leikfélags
Menntaskólans á Akureyri,
Hundur í óskilum og Karlakór
Akureyrar-Geysir.
Samfylkingargleðin er haldin
undir einkunnarorðunum: „Sam-
fylkingin er málstaður fólksins"
en þau eru sótt til Halldórs Lax-
ness, sem árið 1936 ritaði grein
undir þessu heiti. Greinina er að
fínna í bókinni Dagleið á fjöll-
um.
Félagsfundur
Skautafélags
Akureyrar
Staða
bygging-
ar skauta-
húss kynnt
SKAUTAFÉLAG Akureyrar boðar
til félagsfundar fimmtudaginn 6.
maí nk. kl. 20 í kaffistofu Umhverf-
isdeildar við Krókeyri, þar sem
staða byggingar skautahúss verður
kynnt.
Fjögur aðaltilboð og eitt frá-
vikstilboð bárast í smíði yfirbygg-
ingar yfir skautasvellið á Akureyri
og era þau öll yfir þeim viðmiðunar-
mörkum sem bæjarstjórn setti þeg-
ar ákveðið var að ráðast í bygging-
una. Framkvæmdanefnd Akureyr-
arbæjar fjallaði um málið á fundi
sínum sl. mánudag og stefnir að því
að taka ákvörðun um framhaldið á
næsta fundi sínum.
Auglýsing frá yfirkjörstjóm
Norðurlandskjördæmis eystra
vegna alþingiskosninga 1999
Talning atkvaeða úr Norðurlandskjördæmi eystra í alþingis-
kosningunum 8. maí 1999 fer fram í KA-heimilinu á Akureyri.
Aðsetur yfirkjörstjómar á kjördag verður í Oddeyrarskólanum á
Akureyri. Sími yfirkjörstjórnar í Oddeyrarskólanum er 462 4999
en í KA-heimilinu 462 3482.
Akureyri, 28. apríl 1999.
Yfirstjóm Norðurlandskjördæmis eystra,
Ólafur Birgir Ámason, formaður,
Inga Þöll Þórgnýsdóttir,
Jóhann Sigurjónsson,
Guðmundur Þór Benediktsson,
Þórunn Bergsdóttir.
1 1
Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is /KLLTAf= e/TTH\SAÐ AIÝTJ
Morgunblaðið/Hörður Geirsson
FRÁ undirritun samnings um stofnun Flugsafnsins á Akureyri. F.v.
Halldór Blöndal samgönguráðherra, Valdimar Jónsson frá Svifflugfé-
lagi Akureyrar, Bergþór Erlingsson, fulltrúi Flugleiða og Flugfélags
Islands, og Smári Árnason frá Vélflugfélagi Akureyrar.
Flugsafnið á
Akureyri stofnað
SKRIFAÐ var undir samning um
stofnun Flugsafns á Akureyri í flug-
skýli númer 7 á Akureyrarflugvelli
sl. laugardag. Flugsafnið á að verða
lifandi safn með flughæfum flugvél-
um sem m.a. verður flogið á hátíðis-
dögum. Stefnt er að því að safnið fái
inni í flugskýli 7 en sú ákvörðun
liggur ekki fyrir.
Flugsagan er merkur þáttur í
sögu Islendinga á þessari öld og sá
hluti flugsögunnar sem tengist
Akureyri og Eyjafirði er veralegur.
Svanbjörn Sigurðsson, rafveitustjóri
á Akureyri og flugáhugamaður,
rakti nokkra merka þætti úr flug-
sögu Akureyrar í erindi sínu við
stofnun safnsins.
Farsæll rekstur flugfélaga
Fyrsta atvinnuflug til Akureyrar
var flogið með farþega 6. júní 1928.
Flugfélag Akureyrar var stofnað
1937, sem síðar varð Flugfélag ís-
lands. Á Melgerðismelum hefur
svifflug verið stundað frá árinu 1937
og er fyrsta svigflugan enn flughæf.
A Akureyri var rekinn flugskóli á
áram áður og í bænum hefur verið
farsæll rekstur flugfélaganna Norð-
urflugs og síðar Flugfélags Norður-
lands. Svanbjöm benti einnig á að á
Akureyri væri mikið af flugvélum
sem hægt er að sýna og fljúga og
era sumar þeirra á hrakhólum og í
þörf íyrir aðhlynningu. „Af öðram
ólöstuðum má nefna Akureyringinn
Arngrím Jóhannsson, sem nú rekur
flugfélagið Atlanta og nýtir til þess
reynslu sem hann öðlaðist á Melun-
um fyrr á áram hjá Svifflugfélagi
Akureyrar."
Góðar viðtökur
hjá samgönguráðherra
Svanbjörn sagði ekki síður mikil-
vægt að áhugamenn um stofnun
safnsins fengu mjög góðar viðtökur
hjá Halldóri Blöndal samgönguráð-
herra, þegar þeir leituðu til hans
með þetta áhugamál sitt. „Halldór
sýndi málinu strax mikinn áhuga og
velvild og áhuginn hefur frekar
færst í aukana."
Aðiiar að samningi um stofnun
Flugsafnsins á Akureyri eru; sam-
gönguráðuneytið, Svifflugfélag
Akureyrar, Flugleiðir og Flugfélag
íslands, Vélflugfélag Akm-eyrar, Is-
lenska flugsögufélagið, Islandsflug
og flugfélagið Atlanta.
Akureyrarbær
Samkeppni
um úti-
listaverk
AKUREYRARBÆR hefur
ákveðið að efna til samkeppni
um gerð útilistaverks á Akur-
eyri. Samkeppnin er í tengsl-
um við að 1000 ár era frá
kristnitöku á Islandi og landa-
fundum í Norður-Ameríku.
Verkinu er ætlaður staður í
miðbæ eða nágrenni við miðbæ
Akureyrar. Gert er ráð fyrir
að verkið taki mið af upphafi
nýrrar aldar og nýs árþúsunds
og hugsanlega með skírskotun
til sögu og sérkenna héraðsins.
Samkeppnin verður tvískipt,
annars vegar almenn hug-
myndasamkeppni sem lýkur í
næstu viku, 14. maí. Seinni
hlutinn verður lokuð verksam-
keppni milli þeirra sem dóm-
nefnd velur til þátttöku úr al-
mennu hugmyndasamkeppn-
inni. Tillögurnar verða al-
menningi til sýnis þegar úrslit
liggja fyrir.
Þess er vænst að afrakstur
samkeppninnar verði veglegt
útilistaverk sem verði staðar-
prýði á Akureyri í framtíðinni.
Mörg verkefni
undirbúin
Samhliða undirbúningi að
útilistaverki er einnig unnið að
ýmsum öðram verkefnum sem
vonast er til að verði að vera-
leika á árinu 2000. Þar má
nefna að áætlað er að hefja
framkvæmdir við viðbyggingu
við Amtsbókasafnið, sérstök
aldamótasýning verður opnuð í
Minjasafninu, gefin verður út
bók með fjölbreyttu efni um
Eyjafjarðarsvæðið, tengsl milli
vinabæja Akureyrar í vestri,
Gilmi í Kanada og Narsaq í
Grænlandi, efnt verður til
„Listahátíðar skólanna“ þai’
sem meginviðfangsefnið tengj-
ast kristnitöku og landafundum
og þá er stefnt að því að Lista-
sumar árið 2000 verði viðameiri
og fjölbreyttari en áður.
Fiskmarkaður í Grímsey
FISKMARKAÐUR Grímseyjar tók
til starfa fyrr á þessu ári. Að honum
standa tvennir feðgar, þeir Henning
Jóhannesson og Jóhannes Henn-
ingsson og Oli Bjami Olason og Oli
Hjálmar Olason. Keyptu þeir hús-
næði af Kaupfélagi Eyfirðinga þar
sem áður hafði verið rekin saltfisk-
verkun og raunar seinna útbú Fisk-
markaðs Norðurlands. Hefur rekst-
urinn gengið vonum framar það
sem af er og horfa þeir félagar
björtum augum fram á veginn. Þeir
eiga von á að trillusjómenn frá
fastalandinu nýti sér markaðinn í
sumar, því eins og alkunna er er af-
ar stutt á miðin frá eyjunni og gott
að stunda sjósókn þaðan.
Morgunblaðið/Viktor Pétursson
OLI Hjálmar Ólason, Henning Jóhannesson, Henning Henningsson og
Jóhann Henningsson í húsakynnum Fiskmarkaðar Grímseyjar.
Ný framsókn til nýrrar aldar
Eflum Norðurland eystra
Valgerður Sverrisdóttir
leiðir lista framsóknarmanna á NorSurlandi eystra. ValgerSur hefur veriS
farsæll þingflokksformaSur og unniS aS mörgum framfaramálum fyrir
NorSurland eystra. Hún hefur barist ötullega fyrir málefnum kvenna.