Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Arlegt fjölumdæmisþing Lions-hreyfíngarinnar Morgunblaðið/Jón Svavarsson HIÐ árlega fjölumdæmisþing Lions-hreyfingarinnar var lialdið á Hótel Loftleiðum um helgina og þar var m.a. kjörin ný stjórn. Frá vinstri: Þór Steinarsson fjölumdæmisstjóri, Elías Gunnarsson og Halldór Kristjánsson fráfarandi, stjórnarmeðlimir, Hrund Hjaltadóttii’ umdæmisstjóri og Kristinn Kristjánsson umdæmisstjóri. Stuðningur við Eystrasaltsríkin eykst MS vill ákvörðun um húsnæðismál skólans I Horfa til svæðis í Laugardal NÆSTA alþjóðaverkefni Lions- hreyfingarinnar á íslandi verður að endurnýja hreinlætisaðstöðu í mið- borgargeðsjúkrahúsinu Daugavpils í Lettlandi. Þetta kom fram á hinu árlega fjölumdæmisþingi Lions, sem haldið var á Hótel Loftleiðum um síðustu helgi, en um 240 Lions- félagar tóku þátt í þinginu. Verkefnið, sem er samvinnuverk- efni Norðurlandanna, mun kosta um 5 milljónir króna. Daugavpils er í héraðinu Lategale, sem er fátæk- asti hluti Lettlands, þar sem meiri- hluti íbúa eru Rússar, en aðeins um 13% eru Lettar. Sjúki-ahúsið í borg- inni, sem er önnur stærsta borg landsins með um 180.000 íbúa, var byggt árið 1870 og vistar um 3.500 manns á ári, en hreinlætisaðstaðan hefur ekki verið endumýjuð frá því 1934 vegna fjárskorts. 25 milljónir í söfnuninni Rauð fjöður Jón Gröndal, félagi í Lionsklúbbi Grindavíkur, sagði að stuðningur íslendinga við Eystrasaltsríkin hefði aukist mjög síðustu misserin. Hann sagði að á þriggja til fjögurra mánaða fresti væri sendur 40 feta gámur, fullur af gömlum sjúkra- rúmum og hjálpartækjum eins og hjólastólum o.þ.h., til þessara landa. A þinginu kom einnig fram að um 25 milljónir hefðu safnast í hinni svokölluðu Rauðu fjaðra söfnun, en sú söfnun er samstarfsverkefni nor- rænna Lionsklúbba. Söfnunin hófst þann 10. apríl og stendur til ára- móta, en ætlunin er að safna um 30 milljónum. Söfnunarfénu verður vai-ið til þess að bæta líf eldri borg- ara. Lions-hreyfingin samþykkti á þinginu að taka við fjármögnun á útgáfu foreldrahandbókar, sem gef- in er út í tengslum við lífsleikni- kennslu í grunnskólum, en samtök- in Vímulaus æska sáu sér ekki fært að halda útgáfunni áfram. Hand- bókin, sem unnin er í samvinnu við Námsgagnastofnun, er gefin út einu sinni á ári og er dreift til foreldra allra barna sem stunda nám í lífs- leikni. Islendingar eignast mann í alþjóðastjórn Ný forysta var kjörin á þinginu og voru þau Hrund Hjaltadóttir, kennari og meðlimur í Lionsklúbbn- um Fold í Reykjavík, og Kristinn G. Kristjánsson, bæjargjaldkeri hjá Hveragerðisbæ og meðlimur í Lionsklúbbi Hveragerðis, kjörnir umdæmisstjórar, en það eru æðstu fulltrúar Lions á Islandi. Fjölumdæmisstjóri, sem er nokk- urs konar framkvæmdastjóri, var kjörinn Þór Steinarsson, deildar- stjóri í Tækniskólanum. Þá liggur fyrir að íslendingar munu eignast mann í alþjóðastjórn Lions, en þann 1. júlí mun Jón Bjarni Þorsteinsson taka við því hlutverki á þingi, sem haldið verður í San Diego í Banda- ríkjunum. Síðasti fulltrúi Islands í alþjóðastjóm hreyfingarinnar var Svavar heitinn Gests, en síðan eru liðin 11 ár. EIRÍKUR G. Guðmundsson, rekt- or Menntaskólans við Sund, kveðst gera sér vonir um að niðurstaða um húsnæðismál skólans liggi fyr- ir á þessu ári, en samkvæmt samn- ingi milli skólans og menntamála- ráðuneytisins frá seinasta ári á að taka ákvörðun um þetta mál í ár. Eiríkur kveðst telja Laugardalinn mjög heppilegt svæði fyrir fram- haldsskóla og hafi skólanefnd MS hvatt menntamálaráðuneytið og borgarstjórn Reykjavíkur til þess að byggja yfir skólann þar. Ingibjörg Sólrún Gísladótth- borgarstjóri segir málið ekki hafa verið rætt við borgaryfirvöld en bréf hafi borist bæði frá ráðuneyt- inu og skólanum. Hún benti á að samstarfsnefnd menntamálaráðu- neytis og borgar hefði starfað og fjallað um framhaldsskólamálin í borginni almennt. Þar hefði ekki komið fram ósk um að taka frá lóð fyrir MS og hún hefði talið að fremur væri forgangsmál að leysa húsnæðismál Kvennaskólans en að byggja stærra húsnæði fyrir MS. Borgarstjóri benti einnig á að lóð- in í Laugardalnum leyfði ekki svo stóra byggingu sem skólinn hefði áhuga á eða alls um 8.500 fer- metra, þar væri vart gert ráð fyrir stærra húsi en um 7.000 fermetr- ar. „Húsnæði skólans er orðið of lít- ið og hentar illa. Sennilega vantar okkur um 2.000 fermetra til viðbót- ar til að svara núverandi þörfum skólans. Upp úr 1970 var talinn vænlegm- kostur að byggja yfir MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað samráðsnefnd um leikskóla en sams konar nefnd um grunnskólastigið hefur starfað um nokkun'a ái'a skeið. „Samráðsnefnd um leikskóla er ætlað að vera umræðu- og sam- starfsvettvangur aðila um ýmis fagleg málefni leikskóla, vettvang- ur fyrir samráð og umræður þar sem hægt er að taka fyrir einstök mál, skiptast á skoðunum og veita upplýsingar, skýra mismunandi sjónarmið, vekja athygli á málum skólann í eystri hluta Laugardals, fyrir neðan Suðurlandsbraut, og þar höfðum við frátekna lóð áður en fram komu hugmyndir um tón- listarhús á þeim stað. í tengslum við almenna umræðu um húsnæðis- mál skólans og þrjátíu ára afmæli hans á þessu ári, er þessi umræða tekin upp að nýju,“ segir Eiríkur. Ráðherra óskar eftir lóð Hann segir að menntamálaráðu- neytið hafi samþykkt að ganga frá hugmyndum um framtíðarhúsnæði skólans á þessu ári og því verði að taka til hendinni, eigi það markmið að nást. Nýlega hafi menntamála- ráðherra óskað eftir því við borg- arstjórn að tekin verði frá lóð í Laugardal fyrir skóla, án þess að tiltekið sé um hvaða skóla gæti verið að ræða. „Möguleikinn er að minnsta kosti fyrir hendi, á meðan tekin er ákvörðun vegna húsnæð- isvanda MS og Vogaskóla," segir hann. „Frá okkar sjónarhóli er það góður kostur til íhugunar að byggja í Laugardal og nú þegar verið er að ræða um flutning Landssímans þangað og byggingu kvikmyndahúss í dalinn, hlýtur að vera enn brýnna að skoða þessi mál öll.“ Hann segir greinilega þörf fyrir framhaldsskóla á þessu svæði og frá upphafi hafi MS verið í hús- næði sem hentar illa fyrir starf- semina. Þá hafi menntamálaráð- herra lýst sig reiðubúinn til við- ræðna um húsnæðismál skólanna tveggja. og finna ýmsum úrlausnarefnum réttan farveg. í nefndinni eiga sæti: Svandís Skúladóttir, skipuð af menntamála- ráðherra, foi-maður nefndarinnar, Björg Bjarnadóttir, tilnefnd af Fé- lagi íslenskra leikskólakennara, Bergur Felixson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, til- nefnd af Eflingu - stéttarfélagi- Nefndin er skipuð til tveggja ára,“ segir í fréttatilkynningu fi'á menntamálaráðuneytinu. Skipun samráðsnefnd- ar um leikskóla Borgarskjalasafn í nýju húsnæði á Tryggvagötu 15 Hafsjór upp- lýsinga um Reykjavík og Reykvíkinga Morgunblaðið/Golli SVANHILDUR Bogadóttir borgarskjalavörður tekur við blómvendi úr hendi Ingibjargar Sólrdnar Gísladóttur borgarstjóra við opnunina. BORGARSKJALASAFN Reykja- víkur hefur fengið afhent nýtt hús- næði undir starfsemi sína á 3. og 4. hæð hússins að Tryggvagötu 15. Að- staða til skjalageymslu og upplýs- ingamiðlunar skánar þar með til muna og verður skjalasafnið eitt það fullkomnasta á landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, opn- aði safnið og óskaði borgarskjala- verði, Svanhildi Bogadóttur, til hamingju með nýja húsnæðið sem hýsti „mikinn fróðleik um sögu og mannlíf í Reykjavík og er hafsjór upplýsinga um Reykjavík og Reykvíkinga". Skjalasafnið var stofnað 1954, þá sem minjasafn og jafnframt héraðs- safn en 1967 var starfseminni skipt upp í tvennt, upp í núverandi minja- safn, Árbæjarsafn, og Bæjarskjala- safn Reykjavíkur. Borgarstjóri kvað safnið hafa lengst af búið við þröng- an og erfiðan húsakost. Þannig hafi geymslupláss safnsins ekki verið á einum stað heldur víða um borgina og oft ótryggt. Ákvörðun um að flytja safnið í nýja húsnæðið var tekin í borgar- stjórn árið 1988 en framkvæmdir hófust í ársbyrjun 1993. í fyrsta áfanga var þá innréttuð aðalgeymsla safnsins á 3. hæð og var hún tekin í notkun 1994. Hugmynd um Tryggvagötu 15 sem „Safnahús“ sem hýsti aðal- bækistöð Borgarbókasafnsins, Borgarskjalasafnið og Ljósmynda- safnið var kynnt 1996 og samþykkt var að ráðast í framkvæmdir 1997. Þriggja manna byggingarnefnd var skipuð til að hafa umsjón með forsögn, hönnun og byggingar- framkvæmdum en hana skipa Guð- rún Jónsdóttir formaður, Árni Þór Sigurðsson og Ingimundur Sveins- son. í máli Guðrúnar Jónsdóttur kom fram að áætlaður heildarkostnaður við breytingar og frágang á Tryggvagötu 15 nemi 460 millj. kr. á verðlagi í febrúar 1998, þar af séu 75 millj. kr. vegna nýs búnaðar, um 3/4 hlutar af heildarbúnaði. Ætlað er að Borgarbókasafni og Ljósmyndasafni verði afhent sitt húsnæði um mitt sumar árið 2000 og húsið verði formlega opnað á Menn- ingarnótt í ágúst sama ár. Eftir að Bjarni Þórðarson hafði fært hamingjuóskh’ og gjöf frá emb- ætti Þjóðskjalavarðar, þakkaði Svan- hildur borgarskjalavörður fyrir sig- Hún sagði það vel við hæfi að Borg- arskjalasafnið flytti í framtíðarhús- næði, sérstaklega sniðið að þörfum skjalasafns, 50 árum eftir að borgin hafi byrjað að varðveita skjöl sm sjálf. Hún lýsti jafnframt jtfir ánægju sinni með að flytja safnið í hjarta borgarinnar, sem næst annarn stjómsýslu og iðandi mannlífi. Arkitekt að húsinu er Helgi Hjálm- arsson, Teiknistofunni Óðinstorgi sf. Heildarflatarmál hússins er 5.630 m2 en auk hlutdeildar í sameign hefur Borgarskjalasafnið 1.431 m2 undir starfsemi sína. Safnið er opið öllum og að því er ókeypis aðgangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.