Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Igrunduð sjávar- útvegsstefna KÆRU samborgar- Þið eruð kannski eins og ég hef verið lengi, hundleið á öOum kosningaloforðunum og langtölum þing- manna um eigið ágæti og hvað allt hafí verið gott og vel gert hjá þeim síðasta kjörtíma- bil, hvort sem menn eru í stjóm eða stjóm- araðstöðu. Svo fer maður á kjörstað og kýs einhvem líklegan og uppgötvar að ekk- ert hefur breyst. Þetta er í fyrsta skipti sem mér finnst raunverulega að við getum breytt einhverju. Eg er ekki að segja að sá flokkur sem ég ákvað að helga krafta mína rísi upp, geri hallarbyltingu og geti ráðið öllu eftir kosningar. Nei al- deilis ekki. En ég segi: Við getum samt breytt heilmiklu, og bara það að þessi flokkur kom fram með vel ígrundaða sjávarútvegsstefnu hef- ur nú þegar breytt hinu pólitíska landslagi. Nú segjast allir stjórn- málaflokkar vilja gera breytingar á sjávarútvegsstefnunni kannski meira í orði en á borði. Það var sko aldeilis ekki á dagskrá hjá Fram- sóknarflokknum eða Sjálfstæðis- flokknum bara fyrir stuttu. En það kom nú reyndar í ljós á framboðs- fundi í Norðurlandskjördæmi eystra að tvíhöfði ætlar í raun og vem ekki að breyta neinu svo sem. Enda kannski ekki von í kjördæmi Samherja og UA. Ef þið ákveðið að kjósa Frjáls- lynda flokkinn - og því fleiri sem ákveða að gera það því betra - emð þið að senda skýr skilaboð um að þið viljið raunvemlega breyta þessari helstefnu í sjávarútvegs- málum. Þá fer það ekkert á milli mála að þið viljið breytingar. Þessi flokkur stendur nefnilega fyrst og fremst fyrir því mjög svo brýna máli. En það er ekki bara það, þama em líka mörg önnur góð mál sem þarf að huga að. Mig langar að tæpa á nokkrum sem mér þykja vel þess virði að gefa gaum. Það fyrsta sem ég nefni er: Skýr fjöl- skyldustefna, ganga út frá að grunneining samfélagsins sé kjamafjölskyldan, og hlú að þeirri einingu. Jafnréttisfræðsla verði tekin upp í gmnnskólum, ég get ekki annað en tekið undir það sem kona. Að í staðinn fyrir atvinnu- leysistryggingasjóð komi verkefna- trygging, þ.e. það verði ekki greiddar atvinnuleysisbætur ein- göngu, heldur verði menn látnir gera eitthvað vitlegt, fara í skóla, námskeið, eða annað uppbyggilegt, læra betur að takast á við sjálfa sig þegar færi gefst. Aukin áhersla á heilbrigðismál, færa heilsugæsluna til sveitarfélaganna, og styrkja sjálfstæði sjúkrahúsanna. Sterkari sveitarfélög, sem geta tekið sín eig- in mál fastari tökum, ekki veitir af. Síðast en ekki síst: samþykkja Kyoto-sáttmálann og endurskoða áætlanir um stórfelldar virkjanir á hálendinu, og umfram allt virkari náttúmvemd. Þetta er allt skyn- samlegt og raunhæft. Umhverfís- mál og eyðing úrgangs, bæði líf- ræns og ólífræns, verður brátt mál málanna, ef við ætlum ekki að kafna í rusli. Eg hef líka persónulega áhuga á að endurskoða fangelsismál, og hverju við viljum ná með innilokun einstaklingsins, ég held að þessi mál séu í miklum molum, og þurfí að skoða þau mjög vel. Það er til dæmis fullvissa mín að fíkniefna- neytendur eiga ekki heima í fangelsi, þeir eiga heima í lokuðum meðferðarstoftiunum, þar sem þeir fá um- önnun og hjálp til að takast á við lífið að nýju. Það þarf að átta sig á því að þeir em sjúkhngar en ekki glæpamenn. En fyrst og fremst er það sjávarútvegur- inn, lifibrauð okkar flestra hér, það sem tilvera okkar er Ásthildur Cesil grandvölluð á, sem Þórðardóttir þarf að kippa í lag til að stöðva fólksflóttann suður. Þessi ungi flokkur er ekki bund- inn neinum gömlum loforðum eða kvöðum og ef við náum inn á þing mun rödd okkar heyrast og það er Stjórnmál Sameinaðir stöndum -----------3--------- vér, segir Asthildur Cesil Þórðardóttir, sundraðir föllum vér. mikilvægt. Þið þekkið kannski sög- una um maurinn Emil, hann hékk á nokkmm háram á hálsinum á stór- um fíl. Allir hinir maurarnir stóðu íýrir neðan og kölluðu kyi-kt’ann Emil, kyrkt’ann Emil! Allir vita að maurinn heitir Emil, en það eina sem menn vita um fílinn er að hann var með hár á hálsinum. Þannig getur sá litli orðið aðalatriðið þótt hann virðist ekki merkilegur í byrj- un% Ég gæti aldrei beðið nokkum mann að gera neitt gegn eigin sannfæringu, þess vegna segi ég: Skoðið málefnin og trúverðugleik- ann og ákveðið út frá því hvort þið viljið leggja málefninu lið. Erað þið kannski tilbúin að ieggja í smáæv- intýri með okkur, og sjá hvað ger- ist? Vegna þess einfaldlega að: Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem vill taka á kvóta- málunum NIJNA. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þið þekkið sjálf óör- yggið og óttann í fólkinu í kringum ykkur. Menn halda að sér höndum. Er ekki betra að gera eitthvað? Jafnvel eitthvað jafn hrikalegt og að setja x við Frjálslynda? Það yrðu ágætis skilaboð inn á næsta Alþingi Islendinga. Skilaboð sem segðu: Vestfirðingar vilja sjá að- gerðir. Vestfirðingar em að springa úr óþolinmæði og vilja sjá bréytingar. Vestfirðingar vilja fiska í sínum eigin sjó. Ekki á morgun, ekki hinn, heldur NUNA! Ef fram fer sem horfir er þetta í síðasta skipti sem við kjósum til Al- þingis sem Vestfirðingar. I næstu kosningum verðum við í samkralli við Vestlendinga og Guð má vita hverja. Þá verður Reykjavíkur- valdi komið á af fullum þunga. En kannski verður þá enginn eftir til að spyrna við fótum. Er það þannig sem við viljum hafa það? Þá mun fokið í flest skjól. Þess vegna segi ég; við þurfum að hefja stríðsöxina á loft og verja tilvemgmndvöll okkar, berjast fyr- ir þeim sjálfsögðu réttindum að mega yrkja okkar eigin jörð og nýta okkar eigin auðlindir. Ekki láta binda hendur okkar á bak aft- ur, og láta meina okkur að brauð- fæða okkur. Við viljum ekki vera bónbjargarmenn eða þurfalingar. Við viljum ekki láta skammta okk- ur peninga, menningarhús eða op- inbera stofnun af náð og miskunn. Við viljum fá að hafa það heima í héraði sem við eigum og ráða sjálf hvernig við vinnum úr því. HALELÚJA. Og þess vegna segi ég aftur og enn: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Með baráttukveðju, P.S. Ég ætla að segja ykkur dá- lítið í trúnaði, þið verðið að lofa að segja engum frá því, en ég held ör- ugglega að Sighvatur Björgvinsson ætli að kjósa mig. Ég hitti hann um daginn og þegar hann vissi að ég væri frambjóðandi með stóru effi þá horfði hann á mig þýðingar- miklu augnaráði og sagði: „Maður þarf nú ekki endilega að kjósa flokk þótt maður sé á framboðslist- anum.“ Höfundur er fjórði innður á lista Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum. Egkýs framsókn I KOSNINGUNUM U sem fram fara á laug- ardaginn er landslagið í stjórnmálunum að mörgu leyti breytt frá því sem gerðist fyrir fjórum ámm. Þar skiptir mestu máli að línur hafa skýrst hvað grandvallarstefnur varðar í hinu pólitíska litrófi. Nú hafa kjós- endur val um tvo flokka á vinstri vængn- um, einn flokk til hægri og Framsóknarflokkr inn. Framsóknarflokk- Einar urinn hafnar öfgum til Skúlason hægri og vinstri, stað- setur sig á miðjunni og beitir skyn- semi og raunsæi í hverju máli. Öflugt atvinnulíf, stöðugleiki og framfarir í kosningastefnuski’á Framsókn- arflokksins fyrir þessar kosningar er byggt á stöðugleika og framför- um. Þar ber íyrst að nefna fjöl- breytt og öflugt atvinnulíf um allt Kosningar Framsóknarflokkurinn, segir Einar Skúlason, staðsetur sig á miðjunni og beitir skynsemi og raunsæi í hverju máli. land, sem hlýtur að vera undirstaða bættra kjara í félags- og velferðar- málum. Við viljum halda áfram sókn í atvinnumálum og tryggja fjölbreytt og öflugt atvinnulíf um allt land. Ný tækifæri felast meðal annars í þekkingariðnaði, vetnis- framleiðslu, ferðaþjónustu auk hinna hefðbundnu atvinnuvega landsmanna. Bætt kjör barnafjölskyldna Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á bætt kjör barna- fjölskyldna í kosningastefnuskrá sinni. Við viljum gefa út sérstök barnakort sem tryggi foreldrum kr. 30.000 í skattafslátt á hverju ári. Einnig er það áhersla á lengingu fæðingarorlofs, að per- sónuafsláttur verði millifæranlegur að fullu milli samvistar- fólks og að fram fari heildarendurskoðun á skattkerfinu með - hagsmuni fjölskyld- unnar í huga. Fjöl- skyldan er undh’staða samfélagsins og því viljum við tryggja samheldni og styrk- leika hennar af öllum mætti. Menntun er lykill að lífsgæðum I menntamálum mun Framsóknarflokkurinn eftir sem áður stefna á fullt jafnrétti til náms óháð efnahag og búsetu. Framlög til menntamála eru fjár- festing til framtíðar og mikilvægt er að tryggja hænri framlög til málaflokksins á öllum stigum svo við komumst upp að hlið annan-a OECD-ríkja hvað styrkleika menntakerfisins varðar. I þessu skyni viljum við framsóknarmenn hækka framlögin jafnt og þétt svo aukningin verði orðin tveir millj- arðar í lok kjörtímabilsins. Framsóknarflokkurinn mun áfram standa gegn kröfu Sjálfstæð- isflokksins um að skólagjöld verði lögð á nemendur í Háskóla Islands og í öðrum ríkisreknum háskólum og ungh’ framsóknannenn leggja á það þunga áherslu að ráðuneyti menntamála komi í hlut Framsókn- arflokksins í næstu ríkisstjórn sem hann á aðild að. Merktu X við B á kjördag Framsóknarflokkurinn er fram- sækinn miðjuflokkur, sem hafnar öfgum og treystir á raunsæi og skynsemi í lausnum hinna sameig- inlegu mála. Sú skýi’a staða sem komið hefur upp milli hægri- og vinstriaflanna í kosningunum hefur enn styrkt stöðu flokksins sem miðjuflokks í íslenskum stjórnmál- um. Ég bið þig, kæri kjósandi, að velja öfgalausa miðjustefnu, öflugt atvinnulíf og stöðugleika, aukna áherslu á fjölskylduna og jafnrétti til náms, kjósa framsókn og merkja X við B á laugardaginn. Höfundur er varnfornmður Sam- bands ungra framsóknarmanna. Lítil kvótasaga HVAÐ með litla kvótasögu til mótvægis við hvað málflutningur gjafakvótasinna getur verið fjarri sannleikan- um og fullur af blekk- ingum? Liggur þeim enda mikið við að verja vondan málstað og gíf- urlega fjárhagslega hagsmuni. Grein þing- manns Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi, Árna Ragnars Árna- sonar, í Mbl. 30. apríl sl. er í þessum anda en þar segir hann m.a.: „Ýmsir telja úthlutun aflaheimilda gjöf til fá- menns hóps og því þjóðfélagslegt ranglæti. Ég tel þetta sjónarmið ekki á rökum reist.“ Skoðum nú hvemig fullyrðingar frambjóðandans standast eitt af fjöldamörgum dæmum úr raun- veruleikanum: Fimm systkini frá Ólafsfirði, þrír bræður og tvær systur, erfðu útgerðarfélag eftir foreldra sína. Félagið rak skuttogara og lítinn Valdimar Jóhannesson bát. Bræðurnir vildu gjarnan eignast fyrir- tækið. Þeir keyptu því hlut annarrar systur sinnar, 20%, á 30 milljónir króna sem greiðist á 10 áram. Gengið var frá sölunni 27. janúar 1992 en við söluna töldu bræðurn- ir ekki rétt að greiða fyrir kvótann. Hann væri sameign þjóðar- innar samkvæmt lög- um. Var það tekið gott og gilt. Líður nú til ársloka 1996 þegar fyrirtækið sameinast öðm út- gerðarfélagi. Eigið fé félagsins nam 70 milljónum 31. desember 1996 skv. ársreikningi. En nú verða mikil tíðindi. Þegar nýr dag- ur rennur 1. janúar 1997 verður eigið fé fyrh’tækisins skyndilega að verðmæti 1.216 milljónir króna. Hafði vaxið um litlar 1.146 millj. kr nýársnóttina. Veiðiheimildirnar era nú orðnar verðmæt eign sem eigendur félagsins fá í sinn vasa! Kvótinn Með því að kjósa þessa menn aftur, segir Valdimar Jóhannes- son, munu kjósendur hefja siðleysi og rang- læti á stall. Hvert systkinanna sem enn áttu sinn hlut fær þvi 304 milljónir króna í sinn hlut greiddan í hluta- bréfum í hinu nýja fyrirtæki eða tí- faldan hlut systur sinnar, sem er kennari á höfuðborgarsvæðinu. Einn bróðirinn var einnig kennari syðra. Hann var ekki að tvínóna við hlutina og seldi bréfin um hæl og var ekki skráður fyrir einni krónu í útgerðarfyrirtækinu að nokkram mánuðum liðnum. Systirin fékk 30 milljónir fyrir sinn hlut án kvóta en bróðir hennar fékk 304 milljónir fyrir sinn hlut með kvóta. Þetta telur þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í sjávarútvegsmálum ekki vera gjöf til fámenns hóps eða þjóðfélagslegt ranglæti! Hvernig er hægt að rökræða við svona menn? Ætla kjósendur á Reykja- nesi að láta bjóða sér málflutning af þessu tagi? Víst er að þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins mun hlotnast verðugur sess í sögunni fyrir það að hunsa dóm Hæstaréttar í kvótamálinu mínu og virða ekki eiða sína að því að halda stjórnarski’ána. Hæsti- réttur felldi þann dóm að kvóta- kerfið stríddi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. Það traflaði ekki þinglið Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokka, sem samtaka eins og strengjabrúður hertu aðeins kvóta- tökin á þjóðinni. Með því að kjósa þessa menn aftur munu kjósendur hefja sið- leysi og ranglæti á stall. Ég skora á kjósendur að fella réttlátan dóm yfir þessum mönnum með því að kjósa F-hstann, sem einn flokka býður jafnræði, réttlæti og skyn- semi í fiskveiðistjórninni. Höfundur er í 1. sæti lista Frjáls- lynda flokksins á Reykjancsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.