Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 71 ARNFRIÐUR KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR + Arnfríður Kristjana Sig- urðardóttir fæddist í Botni í Mýrarhreppi í Dýrafírði 30. júní 1923. Hún andaðist á Landspitalanum hinn 5. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfírði 15. apríl. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Sigurbj. E.) Elsku Adda amma, fólk fæðist, dvelur hér á jörðinni og er svo allt í einu farið. Þetta er víst það eina sem við vitum að er öruggt, að hver sá sem fæðist, kveður líka, það er nú bara samt einhvern veginn þannig að þeir sem eftir lifa eru aldrei tilbúnir að kveðja. Það var ekki fyrir en um 1988 sem ég kynntist Arnfríði, eða Öddu ömmu eins og mér fannst alltaf best að kalla hana þó að hún væri ekki blóðamma mín, ég átti mínar ömmur, ég var bara svo ung þegar að þær dóu að ég kynntist þeim ekki mikið, þó að ég muni eftir þeim. Og Adda var sko alveg til í að vera amma mín og barnanna minna líka. Eg var auðvitað löngu búin að vita hver Adda var áður en ég kynntist henni, þar sem hún átti heima mestan hluta ævinnar hér á Þingeyri, þar sem hún ásamt manni sínum Jakobi Líndal rak hótel um margra ára skeið. Þá vissu allir hver Adda á hótelinu var, sérstaklega börnin hér á staðnum sem hún og reyndar þau bæði hjónin voru alltaf að rétta eitthvert góðgæti að og gefa. Við áttum margar góðar stundir saman eftir að við fórum að kynnast. Það virtist vera sama hvort við kæmumst í berjamó upp fyrir Brekkuháls, út í Keldudal eða vestur í Pennudal eða hvort við kæmumst upp í Gemlufallsheiði í þokusudda dragandi á eftir okkur svarta ruslapoka tínandi í þá fjallagrös, eða hvort við sátum heima í eldhúsi að spjalla, alltaf leið okkur vel, og það var sama meðlætið með kaffinu, hvort heldur að við fórum upp til fjalla eða vorum heima í eldhúsi, Adda sá alltaf um þann þáttinn, að leggja til nestið en ég aftur á móti bílinn. Af þeim bílum sem við vorum að þvælast á var Adda sérstaklega hrifin af einum en það var rauða bjallan og í símtölum okkar eftir að hún veiktist og fluttist til Reykjavíkur þá þurfti ég ekki annað en að minnast á rauðu bjölluna, fyndist mér hún vera eitthvað döpur. Þá varð samtalið strax léttara og það var byrjað að rifja upp ævintýrin. Það var margt gott sem Adda kenndi mér og einnig margt sem hún gat frætt mig um sem ég ekki vissi, hún hafði alveg frábæra frásagnarhæfileika og oftar en ekki lék hún atburði sem hún var að segja mér frá. Ég veit að það var ei-fíð baráttan hjá henni við sín veikindi síðustu árin en hún svaraði alltaf þegar ég spurði hana út í það GUÐBJÖRG VILBORG STEFÁNSDÓTTIR + Guðbjörg Vil- borg Stefáns- dóttir fæddist á Tryggvastöðum á Seltjarnarnesi 5. maí 1944. Hún Iést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 13. apríl síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Seltjarnarneskirkju 26. aprfl. Þriðjudagurinn 13. apríl síðastliðinn rann upp með glampandi sól og 25 stiga hita í Algarve í Portúgal þar sem við hjónin vorum þegar dóttir okkar hringir þangað og fær- ir mér þá harmafregn að Guðbjörg vinkona mín sé látin. Ég vissi að Gauja, eins og hún var alltaf kölluð, var aftur orðin veik af þessum ill- víga sjúkdómi sem bankaði á dyr fyrir 19 árum. Ég tek mér penna í hönd þó seint sé en þó ekki of seint því í dag hefði vinkona mín orðið 55 ára gömul hefði hún fengið að lifa en enginn ræður sínum næturstað. Drottinn gefur og Drottinn tekur og stund- um allt of fljótt. Við Gauja kynntumst sex ára gamlar þegar ég flyt með foreldrum mínum út á Seltjarnarnes árið 1950. Það kom sér vel fyrir mig, litla stúlku vestan úr Jökulfjörðum í Norður-ísafjarðarsýslu, að flytjast í lítið samfélag eins og nesið var í þá daga og mér fannst það líkjast mest litlu sveitinni minni. Þá kom önnur lítil stúlka valhoppandi á móti mér og spurði „Hvað heitir þú?“ og „Viltu koma að leika?“ Þarna inn- sigluðum við okkar vináttubönd sem hafa haldist alla tíð síðan. Ég ætla að stikla á stóru með söguna af vinkonunum tveimur. Þær voru samferða í gegnum gamla „Míró“ og enduðu í „Gaggó Vest“. Árið 1960 fórum við að vinna á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Það var dásamlegt sumar og fundum við það báðar hvað við vorum líkar í okkur. Við höfðum mikinn áhuga á mynd- list og vorum alltaf þegar tími gafst til að teikna og alltaf vildum við vita hvor um aðra. Þegar Gauja og Danni byggðu fallega sumar- bústaðinn sinn í Þrastaskógi og buðu okkur með fjölskyldu sinni í flotta kaffíboðið þá þurftu þau að merkja götuna með plastpoka til að við rötuðum rétta leið. Elsku Gauja, ég kveð þig með söknuði og þessum orðum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegurri en sól unað og eilíf sæla er þín þjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir í góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Elsku Danni, synir ykkai-, tengdadóttir og barnaböm, missir ykkar er mestur. Ég bið Guð að gefa ykkur styrk í þessari erfiðu raun. Þín einlæg vinkona Selma. MINNINGAR hvernig henni liði: „Þegar ég sé alla hina sem eru að berjast við það sama, ungt fólk og jafnval börn, þá get ég ekkert verið að kvarta.“ Elsku Adda amma, ég kveð þig nú með þessum orðum: Elsku Adda, vegir okkar liggja ei lengur saman og lýkur héma göngfór um jarðarinnar sal. Við ævintýrin áttum, þá gott var bæði og gaman um grundirnar að ráfa og skjótast fram á dal. Bömum mínum ást og umhyggju þú veittir og ávallt varstu tilbúin að hlust á þeirra mál. Eitt tár í augnahvarmi, því tári í gleði breyttir svo tiibúin í sönginn varð bamsins litla sál. Við kveðjum þig nú, amma, og sárt þín munum sakna samt trúm við að hjá okkur, ætíð verðir þú. Það vorar alltaf aftur og blóm um heiðar vakna við skulum aldrei gleyma þeim sem gefur okkurtrú. Aðstendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Auður. Afmælis- og minning- argreinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyr- ir greinahöfunda skal eftirfar- andi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetr- ar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfí - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfor er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningar- greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftfr að skilafrest- ur er útrunninn eða eftir að út- fór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ai’degi. SIGRIÐUR L. PÉTURSDÓTTIR + Sigríður L. Pét- ursdóttir frá Merkisteini í Höfn- um fæddist í Stakk- holti í Vestmanna- eyjum 9. mars 1917. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 22. aprfl siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 29. aprfl. Mér datt ekki í hug þegar ég kvaddi elsku mömmu fyrir hálfum mánuði að það yrði í síðasta skipti. Ég hafði komið heim til Islands, frá Bandaríkjunum þar sem ég hef búið frá 1980, til að vera við fermingu sonardóttur minnar, 28. mars sl., og var heima í þrjár vikur. Allan þann tíma vorum við mjög mikið saman. Þakka ég góðum guði fyrir þennan yndislega tíma. Hún var alltaf svo hress og létt á fæti og svo var einnig þennan tíma. Ein- hvern veginn var eins og við yrðum að vera sem allra mest saman. Ég, mamma og Lóa systir fórum í heim- sókn til Ketilbjargar vinkonu hennai’ og rifjuðust upp margar skemmti- legar minningar frá veru okkar suð- ur í Höfnum. Haldið var niðjamót mömmu í mars sl. þar sem börn, bamabörn og bamabarnabörn komu saman og þótti mömmu það einstaklega gam- an. Henni leið alltaf svo vel þegar hún var í hópi skyldmenna. Alls kom mamma fjórum sinnum til okkar til Bandaríkjanna og átti það einsaklega vel við hana að vera í sólinni og hitanum. Enda þótt enskukunn- átta hennar væri ekki mikil gat hún alltaf gert sig skiljanlega á sinn sérstaka hátt, því henn- ar elskulega viðmót var svo sérstakt. Áttum við, ég og fjölskylda mín, einstaklega góðar stundir með henni í þau skipti sem hún kom og heimsótti okkur. Erfítt verður að átta sig á því að ekki er lengur hægt að hringja í mömmu til íslands og heyra í henni, fá fréttir af fjölskyldu og vinum, því mamma hafði einstak- lega gott lag á að flytja fréttir að heiman. Mamma bjó lengst af í miðbæ Reykjavíkur og bjó Lalli bróðir með henni alla tíð. Mikil og góð tengsl voru með mömmu og Unni systur hennar. Unnur bjó í næsta húsi við mömmu á Hverfisgötunni og leituðu þær styrks hvor hjá annarri, sem var mömmu ómetanlegt. Eg og fjölskylda mín þökkum mömmu fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur og þær yndislegu stundir sem við áttum með henni. Bið ég góðan guð að varðveita og blessa þessa góðu konu sem var okkur svo mikið. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf.ók.) Guðný, Mac og fjölskylda, Bandaríkjunum. SVEINN BERGSSON + Sveinn Bergsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1933. Hann lést á sjúkrahúsi í Bodö í Noregi 15. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dverbergkirkju á Andöy í Noregi 22. apríl. Kær vinur okkar Sjálfsbjargarfé- laga í Reykjavík er nú látinn fjarri heimalandi sínu. Svenni hefur búið í Noregi í mörg ár. Hann giftist norskri konu, henni Randí, og flutt- ust þau til hennar heimlands Andöy í Noregi. Áður var hann kvæntur Valgerði Hauksdóttur. Hún lést eft- ir stutta sambúð, en lét eftir sig litla stúlku, sem Svenna þótti afskaplega vænt um og gekk henni í föðurstað. Oft talaði hann um hana Kolbrúnu sína og vildi allt fyrir hana gera. Svenni var einn af þeim Sjálfs- bjargarfélögum sem störfuðu mikið saman fyrstu árin eftir að Sjálfs- björg í Reykjavík var stofnuð og átt- um við öll margar góðar og glaðar stundir við störf og í leik fyrir félag- ið okkar. Farið var í mörg ferðalög, eftir að félagið er stofnað 1958. Á þeim ár- um var ekki mikið um að fatlaðir ferðuðust og þurfti oft að yfírvinna alls konar hindranir. Við eigum margar góðar minningar um Svenna úr þessum ferðalögum og var hann hrókur alls fagnaðar og mikill vinur vina sinna. Oft var komið til hans á Frakka- stíginn og rætt um alla heima og geima. Og alltaf var hann tilbúinn í slaginn ef eitthvað stóð til innan þessa vinahóps, svo og fyrir félagið. Eftir að hann flutti til Noregs skrif- aði hann okkur félögunum um hver jól. Hann varð að byrja snemma á aðventunni að skrifa svo hann næði að skrifa öllum. Á hverjum jólum hlakkaði ég til að taka upp bréfin hans í rólegheitum eftir að búið var að borða og taka upp gjafir. Þetta var orðinn svo fastur siður að ef bréfín hans voru ekki komin svona viku fyrir jól, þá var ég farin að sakna þeirra. En alltaf komu þau. Svenni var mjög vinafastur og vildi hafa samband við okkur og höfðum við ómælda ánægju af að fá að heyra hvernig gekk hjá þeim Randí. Þau komu nokkrum sinnum heim til íslands og hafði Svenni afar gaman af því og bjuggu þau þá yfir- leitt í Sjálfsbjargarhúsinu. Ég hafði ráðgert að heimsækja Svenna og Randí núna í maí og hafði skrifað þeim og spurt hvort stæði vel á hjá þeim með það, en ekki fengið svar. Þóttist ég því vita að eitthvað væri að því Svenni hafði ekki verið heill heilsu síðasta ár. Svo las ég í Morgunblaðinu um andlát hans. Við vottum Randí okkar innilegu samúð við fráfall Svenna. Vertu kært kvaddur, Svenni minn, og þökkum allt gamalt og gott. Fyi’ir hönd Sjálfsbjargarfélaga Sigurrós M. Sigurjónsdótir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS ODDGEIRS BALDURSSONAR, Norðurvör 8, Grindavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E Land- spítalans og starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.