Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 33 LISTIR Þýðingarsjóður úthlutar styrkjum til 33 verkefna ALLS sóttu 32 aðilar um styrki til 61 þýðingarverkefnis úr Pýðingar- sjóði. Stjórn Þýðingarsjóðs sam- þykkti að veita styrki að fjárhæð samtals 8,2 millj. kr. til eftirtalinna 33 verkefna: Bjarki Bjarnason: Meta- morphoses (Gullasninn) eftir Lucius Apuleius, 300.000 kr. Bjartur: Ágústbirta (Light in August) eftir William Faulkner, 350.000 kr.; Með kajak drekkhlað- inn draugum, (Inuítasögur) ski'áð af Lawrence Millmann, 250.000 kr.; Amsterdam, eftir Ian McEwan, 200.000 kr.; Timbuktu, eftir Paul Auster 300.000 kr.; Náin kynni, eft- ir Hanif Kureishi, 150.000 kr.; Kæra Greta Garbo, eftir William Saroyan, 200.000 kr.; Ostre sledované vlaky, (Grandskoðaðar járnbrautir) eftir Bohumil Hrabal, 250.000 kr. og Upphaf og endir, ljóðasafn eftir pólsku skáldkonuna Wislawa Szymbroska 200.000 kr. Forlagið bókaútgáfa/Mál og menning: Memoirs of a Geisha, eftir Arthur S. Golden, 200.000 kr. Fjölvaútgáfan: Piaf - litli spör- fuglinn í París, eftir Simone Ber- teaut, 150.000 kr. Halla Margrét Jóhannesdóttir: Oda - Saatans kvinna, eftir Dag Norgárd, 50.000 kr. Háskólaútgáfan/Siðfræðistofnun Háskóla íslands: Ética para Ama- dor, (Siðfræði handa Amador) eftir Fernando Savater, 200.000 kr. Hið íslenska bókmenntafélag: Le Neveu de Rameau (Frændi Ra- meaus), eftir Denis Diderot, 200.000 kr. L’Existentialisme est un human- isme, (Tilvistarstefna er mann- hyggja) eftir Jean-Paul Sartre, 150.000 kr. og Ritgerðir og fyrir- lestrar Ralps Waldo Emerson 300.000 kr. Mál og menning: L’ignorance, eftir Milan Kundera, 150.000 kr., Decamerone, (Tídægra) eftir Giovanni Bocaccio, 950.000 kr., Seta, (Silki) eftir Alessandro Baricco, 150.000 kr., Eneasarkviða, eftir Virgil, 550.000 kr. og Johnny Tremain eftir Esther Forbes 250.000 kr. Listasmiðjan „Tekknólamb", Björn Þorsteinsson: Die Nacht aus Blei (Blýnótt), eftir Hans Henny Jahnn, 100.000 kr. Ormstunga: Grendel (Grendill), eftir John Gardner, 150.000 kr., The Defense, (Vöimin) eftir Vladimir Nabokov, 250.000 kr. og Les caves du Vatican, (Kjallarar Vatikansins - dára saga) eftir André Gide 200.000 kr. Setberg: True at First Light, (Satt við fyrstu sýn) eftir Ernest Hemingway, 350.000 kr. Sigurjón Þorbergsson: Brown on Resolution, eftir C. S. Forester, 100.000 kr. Skjaldborg: Sister Carrie, eftir Theodore Dreiser, 350.000 kr. Vaka-Helgafell hf.: Die Blechtrommel, (2. bók) eftir Gunter Grass: 300.000 kr., A Star Called Henry, eftir Roddy Doyle, 200.000 kr., Ensaio sobre a Cegueira, (Blinda) eftir José Saramago, 300.000 kr. og Simon och ekarna, eftir Marianne Fredriksson, 200.000 ki'. Æskan ehf.: Felix und das Liebe Geld, eftir Nikolaus Piper, 200.000 kr. RL : - T, A " t oj V 1 N c::\- m - \æ FRÆNDKORINN Þriggja ættliða Frændkór Lesið úr ljóðabók Þorsteins frá Hamri HJALTI Rögnvaldsson leikari les úr nýútkominni ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Meðan þú vaktir, á Næsta-Bai’, Ingólfs- stræti 8, á morgun, fímmtudag, kl. 22. Flutningurinn tekur um 1 klst. og er aðgangur ókeypis. KÓR afkomenda Jóns Gíslasonar og Þórunnar Pálsdóttur frá Norð- urhjáleigu í Álftaveri halda tón- leika í Hellubíói á morgun, fimmtu- dag, kl. 21 og í Skaftfellingabúð í Reykjavík föstudaginn 7. maí kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslensk og er- lend lög, m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Sigfús Einarsson og Oddgeir Kri- stjánsson. Á þessu starfsári eru kórfélagar 18. Þeir búa víðsvegar á Suður- landi, allt frá Hvolsvelli til Mos- fellsbæjar. Með kórnum syngja nú þrír ættliðir. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir. Hún syngur einsöng með kórnum ásamt Helgu Guð- laugsdóttur. Frændkórinn hyggst fara í söng- og fjölskylduferð til Vestmanna- eyja síðustu helgina í maí. SAMVISKA, höggmynd unnin í stál og grjót, eftir Onnu Sigríði Sigurjónsdóttur. Misleit blanda MYJVDLIST Stöðlakot SKÚLPTÚR ANNA SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Opið alla daga frá 14 til 18. Aðgang- ur ókeypis. Til 9. maí. EKKI er langt síðan að Anna Sigríður setti upp stóra og metn- aðarfulla sýningu í Hafnarborg, nánar tiltekið síðastliðið haust. Sýning hennar í Stöðlakoti er eins og smækkuð útgáfa af þeirri sýn- ingu, enda ekki annað hægt þegar sýningarsalurinn við Bókhlöðu- stíg er annars vegar. Stöðlakot hefur hentað fyrir minni sýningar, t.d. handverks- og listiðnaðarsýningar, þar sem hægt er að stilla upp smáum mun- um og handverki í hlýlegu og per- sónulegu umhverfi. I stærri sal myndu slíkir munir hverfa og ekki njóta sín. Anna Sigríður hefur átt- að sig á þessu og valið til sýningar smærri verk. Aftur á móti reynir hún að nýta risið, sem er undir súð, undir innsetningu, sem heppnast ekki nema mátulega, enda afar erfitt að koma nokkru þar fyrir þannig að vel fari. Sýningin í heild sinni er ansi misleit. I Hafnarborg mátti sjá að Anna Sigríður beitti fyrir sig afar ólíkum efnistökum. Á stórri sýn- ingu getur þetta hugsanlega gengið upp, en hér, með fáum verkum og þröngu rými, verður bragurinn sundurleitur. Maður veltir fyrir sér hvort ekki hefði verið betra að einbeita sér að einu afmörkuðu viðfangsefni, frekar en að reyna að gefa sýnishorn af mörgu. Ólík efnistök þurfa ekki að vera slæm i sjálfu sér og geta jafnvel gegnt ákveðnum tilgangi þegar einhver sameiginlegur þráður sameinar verkin. En í þessu litla rými verður sundur- lyndið yfírsterkara. Þau verk sem setja mestan svip á sýninguna eni fantasíur sem Anna Sigríður vinnur í grjót og stál, sem líta út eins og kynlegir fuglar eða draumkennd kvikindi. Meðferð Önnu Sigríðar á stálinu og hvernig hún vefur það um grjótið og gefur því yfírbragð mýktar og sveigjanleika er ljósi punkturinn í sýningu hennar að þessu sinni. Önnur verk eru miður vel heppnuð og eru í aukahiut- verki á sýningunni. Gunnar J. Árnason - Hagstœtt verð, - Loftfjöðrun að aftan er staðalbúnaður. - Lágur rekstrarkostnaður. - Frábœrlega mjúkur og lipur í akstri. - EuroCargo er mest selái millistœrðar vörubíll í Evrópu. - Kojuhús, árif á öllum og margt fleira er fáanlegt. - Verð frá kr. 2.551.000 án VSK. SIVIIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI S 400 800 Vörubílar Sendibílar Grindarbílar ístraktor BÍLAR FVRIR ALLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.