Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Menntaskólanemar afhentu ráðherra undirskriftarlista NEMENDUR Menntaskólans í Reykjavík afhentu Birni Bjarnasyni menntaraálaráðherra undirskriftalista á mánudag, þar sem ný námskrá framhaldsskólanna er gagnrýnd. Gagn- rýna nýja námskrá MENNTASKÓLANEMAR úr Menntaskólanum í Reykjavík af- hentu Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra undirskiáftai’lista, með um 500 undirskriftum, þar sem ný námskrá framhaldsskólanna er gagnrýnd. A undirskriftarlistanum, sem af- hentur var ráðherra, stóð skrifað: „Með þessum undirskriftarlista, vilj- um við, sem nemendm- Menntaskól- ans í Reykjavík, sýna andstöðu við þær afleiðingar, sem okkur virðist ný námskrá menntamálaráðuneytis fyiir framhaldsskóla ætla að hafa á starf, en þó aðallega sérstöðu ein- stakra skóla, einnig viljum við lýsa yfir óánægju með kynningu á þess- ari námskrá sem okkur finnst illa staðið að, bæði varðandi tímasetn- ingu og slæmt upplýsingaflæði. Að loknum prófunum verður nánai'i greinargerð komið á framfæri við menntamálaráðherra.“ Skólar halda sérstöðu sinni Þórdís Helgadóttir, nemandi í MR, sagðist vera nokkuð ánægð með undirtektir menntamálaráðherra, hún sagði að hann hefði meðal ann- ars sagt að skólarnir fengju að halda sérstöðu sinni, þ.e. að ekki væri verið að ógna tilvist bekkjaskólanna svokölluðu, eins og MR, Menntaskól- ans við Sund, Menntaskólans á Akureyri eða Kvennaskólans í Reykjavík. Hún sagðist hinsvegar ekki vera sátt við kynningu námski’ái’innar og þá sérstaklega ekki á lokasprettinum. Þórdís sagði að Félag framhalds- skólanema myndi fjalla um málið á fundi í lok maí þegai’ námskráin væri öll tilbúin og nemendur búnir í próf- um. Hún sagði að eftir þann fund yrði nánari greinargerð komið á framfæri til menntamálaráðherra, því enn væri töluvert óljóst í sam- bandi við skrána. Mótmælin byggjast á misskilningi Sjöttu bekkingar eru að undirbúa sig fyrir stúdentspróf og því náðist ekki í þá til undirskriftar, en Þórdís sagði að um þrír fjórðu hlutar hinna þriggja árganganna hefðu skrifað undir. Jónmundur Guðmarsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, sagði mótmæli nemenda að stórum hluta byggjast á misskilningi því þeir hefðu haldið að með nýná námskrá væri verið að hefta starfsemi bekkja- skólanna. Hann sagði að þessi mis- skilningur hefði verið leiðréttur og að bekkjaskólarnir myndu starfa eins og þeir hefðu gert, en innan ramma námskrárinnai’. Jónmundur sagði þessa skóla hafa ákveðið svig- rúm innan skrárinnar, en það væri háð samþykki ráðuneytisins. Varðandi gagnrýni á kynningu og upplýsingaflæði vegna námskrárinn- ar, vísaði Jónmundur henni alveg á bug. Hann sagði að kennarasamtök- in, skólastjórar, skólameistarar, full- trúar foreldra og fulltrúar nemenda í Félagi framhaldsskólanema væru búin að leggja blessun sína yfir námskrána fyrir nokkru síðan. Almenni hluti námskrárinnar kom úr prentun í gær og skráin tekur gildi þann 1. júní næstkomandi. Skólar hafa ár til að laga sig að skránni og þeir þurfa því ekki að byrja að kenna eftir henni fyrr en skólaárið 2000 til 2001. Skipulagsstofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir á Reykjavikurflugvelli Framkvæmdir samþykktar með skilyrðum Allt fylliefni verði flutt sjóleiðina LOKIÐ er athugunum Skipulags- stofnunar á frummati á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðra endurbóta á Reykjavíkurflugvelh. Stofnunin fellst á endurbæturnar með því skilyrði meðal annars að allt fyll- ingarefni verði flutt sjóleiðina að geymslusvæði við suðurenda norð- ur-suður flugbrautarinnar en ráð- gert var að í fyrsta áfanga yrði efn- ið sett á land við Ananaust og því ekið þaðan á vallarsvæðið. Þrjár athugasemdir Þrjár athugasemdir bárust vegna framkvæmdanna og segir Stefán Thors skipulagsstjóri þær vera frá Samtökum um betri byggð. Segir hann það víðtækar at- hugasemdir um tilvist flugvallarins á þessum stað. Einnig barst at- hugasemd sama eðhs frá Erni Sig- urðssyni og íbúar við Þórsgötu 18 mótmæla því sem nefnt er nýbygg- ing flugvallar og telja að slík fram- kvæmd hefði átt að fara í fullt um- hverfismat. Skiplagsstjóri segir að þrátt fyrir þessar athuganir og að fengnum umsögnum borgarráðs, Náttúruverndar ríkisins og Holl- ustuverndar ríkisins hafi Skipu- lagsstofnun fallist á framkvæmd- irnar með framangreindu skilyrði varðandi efnisflutninga. Einnig er sett það skilyrði að mældur verði hávaði vegna framkvæmdanna víðar en framkvæmdaraðili ráð- gerði. Verður skilyrt í útboðs- gögnum að hávaði fari ekki yfir viðmiðunarmörk mengunarvarna- reglugerðar. Ætlan framkvæmda- aðila var að mæla hávaða einungis við Einarsnes en skipulagsstofnun telur að mæla verði einnig hávaða við Litla Skerjafjörð og Hótel Loftleiðir. Kærufrestur til 2. júní Þá áréttar Skipulagsstofnun mikilvægi þess að draga úr hávaða á framkvæmdatímanum með því að færa æfinga- og kennsluflugið frá Reykjavíkurflugvelli. Einnig leggur hann áherslu á að sett verði inn í verksamning að gerð verði öryggisáætlun í samvinnu við lög- reglu vegna aksturs flutningabíla yfir göngu- og hjólreiðastíginn við suðurenda ‘norður-suður brautar- innar. Frestur til að kæra úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráð- herra er til 2. júní sem í framhaldi af því tekur ákvörðun um framhald málsins. 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar $ SUZUKI —-...... . Ertu að hugsa um: • Rými? • Þægindi? • Öryggi? • Gott endursöluverð? • Allt þetta sem staðalbúnað: Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þœgilega á óvart. TEGUND: 1.3 GL 3d 1.3 GL 4d 1,6 GLX4d, ABS 1,6 GLX 4x4, 4d, ABS 1,6 GLXWAGON, ABS 1,6 GLX WAGON 4x4, ABS VERÐ: 1.195.000 KR. 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. 1.575.000 KR. 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. Sjálfskipting kostar 100.000 KR. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is Bfll sem er algjörlega hannaðurfyrirþig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.