Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Afskiptur aldurshópur Kvenpersónurnar geta illa án karlanna verið en karlarnir birtast í ýmsum hlutverkum án þess að purfa stöðugan stuðning kvenpersóna. Það er orðin viðtekin klisja í umfjöllun um myndmiðla nútímans að segja þær kynslóð- ir sem alist hafa upp með augun límd við skjáina vera læsari á myndefni og geti tileink- að sér hraðar og betur ýmis tæknileg atriði og margmiðlunar- trix en þeir sem eldri era. Þetta má vafalaust til sanns vegar færa að einhverju leyti en staðreyndin er sú að megnið af því sjónvarps- efni sem framleitt er og dreift á alþjóðamarkaði gerir ekki kröfur til áhorfenda um mikla þekkingu á sviði mynd- VIÐHORF miðlunai', þaðan ------ af síður kunn- Eftir Hávar áttu á því sviði Sigurjónsson Qg t^pl^ meira en lág- marksgreindar. Sjálfsagt má benda á hugsanlegt tæknilegt uppeldisgildi af afþreyingarefni í sjónvarpi og kvikmyndum, en kunnátta bama og unglinga á því sviði ræðst áreiðanlega fremur af öðram ástæðum en þeim hversu oft þau fara í bíó eða liggja fyrir framan sjónvarpið. Nægir að vísa til umfangsmikillar rannsóknar sem gerð var í 12 Evrópulöndum 1997-98 og birtar voru úr niður- stöður fyrr á þessu ári. Rann- sóknin tók til 15 þúsund bama á aldrinum 6- 17 ára og tilgangur hennar var m.a. að kanna aðgengi evrópskra barna og unglinga að sjónvarpi, myndbandstækjum, leikjatölvum, tölvuleikjum, tölvum og að veraldarvefnum. Þar koma fram fróðlegar niðurstöður sem vert væri að gera sérstök skil.(Li- vingstone, Holden og Bovill 1999) Fjölmargar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á undanfómum ánim og áratugum sem beinast að hugmyndaheimi sjónvarpsins og þeiiri veröld sem þar birtist, per- sónunum sem þar koma fyrir og hvemig þær haga sér hver við aðra; hvað þær segja og hvað þær gera, hvemig útlit þeirra, kyn og aldm- ríma við gjörðir þeirra. Þama liggur kjami vitrænnar um- ræðu um sjónvarp þótt nauðsyn- legt sé að greina skýrt á milli hvers konar efni er verið að tala um. Uppistaða leikins efnis í sjónvaipi er gamanþættir og spennuþættir. Framleiðsluferli þessa efnis er jalh staðlað og hver önnur verksmiðju- framleiðsla, hvort sem átt er við kex eða gallabuxur. Það er alvar- legm- misskilningur að telja slíkt sjónvarpsefni list, það er hvorki leiklist né kvikmyndalist, þótt framleiðslan byggist að sjálfsögðu á sérhæfðri kunnáttu og geti borið vitni um vandaða fagmennsku þeg- ar vel tekst til. Öðra máli getur gegnt um stakar sjónvarpsmyndir og kvikmyndir enda eru forsendur að gerð þeirra giska ólíkar. Þó virðist sem meginþorri þess leikna efnis sem sýnt er í sjónvarpi lúti svipuðum lögmálum enda er al- kunna að sjónvarp og kvikmyndir í hinum stóra heimi lúta leikreglum viðskiptalífsins og listrænar for- sendur mega sín lítils, nema þær finni sér farveg við hlið hins fyrr- nefnda. Þannig koma niðurstöður nýjustu rannsóknar fjölmiðlafræð- ingsins Georgs Gerbners og rann- sóknamefndar þein-ar sem hann hefur veitt forstöðu frá 1969 (The Cultural Indieators Project) ekki veralega á óvart en tölfræðin sýnir svart á hvitu að bömin og ungling- amir sem horfa hvað mest á sjón- varpið era að sjá annað en jafn- aldra sína á skjánum mestan part- inn. í skýrslu Gerbners kemur fram að á þriggja ára tímabili, frá hausti 1994 til hausts 1997 voru skoðaðir 440 þættir af leiknu sjónvarpsefni sem birtist á bandarísku sjónvarpsstöðvunum ABC, NBC, CBS og FOX. í úr- takinu birtust 6882 persónur og aðeins 14,6 prósent þeirra vora yngri en 19 ára. Hlutfall barna meðal aðalpersóna er mun lægra en aðeins 2,6 prósent aðalpersóna voru yngri en 12 ára og 7,6 pró- sent voru 13-18 ára. Ef þessar tölur eru bornar saman við mann- fjöldatölur í hinum ýmsu löndum heimsins (ekki bara Bandaríkjun- um) ætti öllum að vera ljóst að sú mynd sem birtist í leiknu sjón- varpsefni af hlutdeild barna og unglinga í mannlífsflórunni er talsvert ólík því sem á við í raun- veruleikanum. Hlutfóll kynjanna og kynþátta í leiknu sjónvarpsefni eru einnig misvísandi miðað við raunvera- leikann. Sérstaklega bendir skýrslan á stórkostlega skekkju gagnvart stúlkum og börnum af öðrum kynþáttum en hvítum. Bent er á að samkvæmt mann- fjöldaskýrslum frá 1995 í Banda- ríkjunum era 51% þjóðarinnar kvenkyns en í sjónvarpinu er hlutfall stúlkna undir 12 ára aldri 36%. Næri'i lætur því að fyrir hverja stúlku birtast 2 drengir á sama aldri. Yfirgnæfandi meiri- hluti allra barna undir 12 ára aldri sem sjást í sjónvarpinu eru af hvíta kynþættinum og tvefr þriðju hlutar þeirra eru drengir. Þó vekur athygli að í aldurs- hópnum 13-18 ára verður hlutfall svartra unglinga nær jafnt fólks- fjöldatölum, fer jafnvel framúr þeim þannig að hlutfall svartra unglingspilta í sjónvarpinu verð- ur hærra en í raunveraleikanum. Þetta á reyndar einungis við um piltana þai' sem hlutfall svartra unglingsstúlkna og sérstaklega svai'tra barna af báðum kynjum undir 12 ára aldri í sjónvarpinu er langt undir því sem fólks- fjöldatölur segja til um. Skýrslan tekur einnig til kyn- hegðunar og kynferðislegra tengsla persóna í leiknu sjón- varpsefni og kemst að þeirri nið- urstöðu að unglingar á aldrinum 13-18 ára eru næststærsti ald- urshópurinn, á eftir 19-30 ára, sem sýndur er stunda kynferðis- legt atferli í sjónvarpinu. Jafn- framt er bent á að þrátt fyrir að stúlkur séu í minnihluta meðal persóna í sjónvarpinu þá era hlutverk þeirra oftast tengt ást- ar- eða kynlífsböndum við karl- persónumar. Þetta er að sögn skýrsluhöfunda í samræmi við kvenpersónur í öllum aldurshóp- um, þeirra hlutverk eru oftast á rómantískum nótum, m.ö.o. kven- persónumar geta illa án karlanna verið en karlarnir birtast í ýms- um hlutverkum án þess að þurfa stöðugan stuðning kvenpersóna. Það skýrir að nokkru misvægið á milli hlutverkafjölda kynjanna. Loks benda skýrsluhöfundar á alþjóðlegt gildi rannsóknarinnar því þótt hún hafí aðeins tekið til leikins efnis sem birtist á banda- rískum sjónvarpsstöðvum á ofan- greindu tímabili, þá er það stað- reynd að bandarískt sjónvarps- efni er meginuppistaðan í dag- skrám sjónvarpsstöðva um víða veröld. Hvort þetta hefur áhrif á hugmyndir heimsbyggðarinnar um bandarískt samfélag, meinta einsleitni þess og bamafæð, verð- ur hver að svara fyrir sig. PÁLL Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og Sigmundur Ernir Rúnarsson varafrétta- stjóri hafa að undan- förnu tekið foringja stjórnmálaflokka á beinið. Allavega eru viðtöl þeirra kynnt með þeim hætti. Þar sem ég á sæti á fram- boðslista Frjálslynda flokksins langar mig að gera að umtalsefni þáttinn þegar þeir fé- lagar „ræddu“ við Sverri Hermannsson. Sverrir hafði sagst vita til þess að stórút- gerðir innan LÍÚ hefðu greitt í kosningasjóði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fréttastjórinn og hans varamaður ki-öfðust þess að Sverrir benti á heimildarmenn sína, sem hann að sjálfsögðu neitaði þeim um. Þá bragðust kapparnir við með þeim hætti að þeir hefðu betur látið ógert. Þar sem Sverrir sagði ekki koma til mála að upplýsa um sínar heimildir sögðu þeir hann ýja að hinu og þessu og geta ekki bent á hvaðan hann hefði vitneskj- una. Vandlæting félaganna fór ekki á milli mála. Á þessum tíma sam- talsins taldi ég víst að þeir hins vegar myndu hrósa Sverri íyrir hversu ákveðinn hann var í að verja sína heimildarmenn, þar sem ljóst er að þeir útgerðarmenn sem hafa upplýst Sverri og fleiri vilja ekki láta nafns síns getið. Þannig er með mig að ég man ekki betur en svo að Stöð 2, og reyndar fleiri fjölmiðlar, styðjist oftsinnis við fréttir sem hafðar eru eftir öruggum heimildum og okkur era sagðar slík- ar fréttir oft og mörgum sinnum. Þess vegna taldi ég víst að þeir hrósuðu Sverri fyrir vörn heimildanna. Nei, aldeilis ekki. Páll Magnússon í fumi sínu og fáti greip til þess óvandaðasta lygaþvætt- ings sem ég hef heyrt. Hann spurði hvort hann gæti þá ekki allt eins sagt Sverri hafa stolið 40 milljónum frá Landsbankanum. Páll Magnússon verður að gæta sin og hann verður að biðjast afsökunar á þessu framhlaupi sínu. Sú fullvissa að fréttastofa Stöðvar 2 hlaupi á eftir framsókn eins og lamb á eftir rollu má ekki fara svona í taugar fréttastjórans að hann sést ekki fyrir. Ef Páll tel- ur þessar fullyrðingar fleipur lang- ar mig að vita hvers vegna frétta- stofa Stöðvar 2 var heilan sólar- hring að átta sig á þeirri niðurstöðu skoðanakönnunar að framsókn er að setja met í fylgistapi í kjördæmi kvótaeigandans mikla og formanns Framsóknarflokksins. Mér kemur til hugar smáorðaleikur; er Stöð 2 í framsókn? Nóg um það. Kosningarnar snú- ast ekki um þetta. Þær snúast um að segja nei takk við þá sem hafa tryggt sér og sínum svo ótrúlegan auð úr sameign þjóðarinnar að sennilega verður seint eða aldrei hægt að bæta þann skaða að fullu. Það er ekki lengur hægt að sættast á þann hrylling sem endurtekinn er dag eftir dag. Forréttindi vina ráðamanna eru með þeim ólíkinum að engu tali tekur. Mig langar í ljósi þess hvernig ákveðnum hópi er færður kvótinn til frjálsrar leigu Kosningar / Eg man ekki betur en að Stöð 2, segir Birgir Hólm Björgvinsson, styðjist oftsinnis við fréttir sem hafðar eru eftir öruggum heimildum. eða sölu, öðram er færður einka- réttur á persónuupplýsingum um alla Islendinga, öðram era gefnar síldarverksmiðjur og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis, að minna á, að einn af tryggustu stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins þýddi eða skrifaði bók sem ber titilinn „Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis". Þessi ágæti maður er enginn annar en einka- vinur forsætisráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Það er nefnilega það. Kurteisir milljarða- þiggjendur þakka fyrir sig. Einu sinni var sagt: hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni. Hvað ætli stór- vini ráðherranna muni um að borga eina kosningabaráttu? Hvers vegna ekki að eyða vafanum og opna bók- haldið. Hvað er það sem gerir að stjómmálaflokkarnir vilja ekki upplýsa um hvaðan þeir fá aura og verjast því með kjafti og klóm? Á meðan svo er geta gæslumenn hinna digru kosningasjóða engu svarað svo mark sé á takandi. Á kannski að bjóða upp á annan brandara þar sem Kristján Ragn- arsson, en hann er fulltrúi þeirra sem mest þiggja kvaðalaust frá þeim sem nú fara með landstjóm- ina, kemur fram á Stöð 2 með vott- orð frá starfsmönnum sínum um að hann sé ekki eins slæmur og af er látið. Hættum þessum skrípaleik og kjósum Frjálslynda flokkinn. Höfundur skipar 6. sætí á framboðs- lista. Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Passaðu þig nú, Páll Magnússon Birgir Hólm Björgvinsson Að vera vitur eftir á, - fyrirfram ALLIR þekkja gamla orðtakið: Það er svo auðvelt að vera vit- ur eftir á. Margur hef- ur reynt þetta í sínu eigin lífi og nagað sig í handarbökin. Flestir vitkast og láta sömu mistökin ekki endur- taka sig. Því er þetta rifjað upp hér undir lok kosningabaráttu, að árið 1990 gerði meiri- hluti Alþingis meiri háttai- mistök í laga- setningu, þegar heimfi- að var að framselja og framleigja úthlutaðan kvóta útgerðarmanna í auðlind þjóðarinnar í hafinu. Fyrsti maður í framboði F-listans á Vesturlandi, Sigurður Þórðarson, komst hnytti- lega að orði um þetta í sjónvarps- umræðu á dögunum. Hann sagði, að 1990 hefði kvótakerfið breyst úr því að vera verndarkerfi fyrir fisk í að verða verndarkerfi fyrir kvóta- eigendur. Allur sá hluti þjóðarinn- ar, sem á annað borð fylgist með, veit hverjar afleiðingamar hafa orðið: Sjávarbyggðunum er að blæða út eftfr því sem stórútgerð- irnar nýta gjafakvóta sinn til að éta upp smærri útgerðir. Lokast hefiir fyrir nýliðun í útgerð. Hvati til brottkasts á fiski stóreykst og kvótagróðinn flæðir út úr útgerð- inni. Þar á ofan liggur nú fyrir skv. forsendum kvótadóms Hæstarétt- ar, að kvótaúthlutunin stenst ekki stjórnarskrána. Eg hef margoft látið það koma fram í skrifum mínum um þessi efni, að ég ætla engum þingmanni, sem að umræddri lagasetningu stóð, að hann hafi séð fyrir á þeim tíma, hverja skelfingarþró- un mundi af henni leiða. Þess vegna hafa þeir og eftirkomendur þeirra í þinginu um þessar mundir afar brýna þörf fyrir að verða vitrir eftir á. Þeir bregðast hins vegar við hver með sínum hætti, eins og þeir vilji ekki vera það. Davíð vill hlusta á ósættið með þjóðinni með því fororði, að engu skuli í grundvall- aratriðum breytt. Halldór er sama sinnis, en vill að auki friðmælast við þjóðina með skattlagningu á kvótagróða eftir leiðum, sem allir vita og Halldór manna best, að eru nánast ófram- kvæmanlegar. Steingrímur J. vill halda í kvótaúthlutunina, masar óskýrt um auknar strandveiðar bátaflotans og segist vilja gera upptækan kvótagróðann með svip- uðum, óbrúklegum ráðum og Hall- dór. Samfylkingin vill aðallega fresta málinu fram yfir aldamót, en í millitíðinni bjóða upp lítilsháttar kvóta, sem að litlu haldi kæmi til að lækka leigukvótann í verði, svo að kvótabraskið fengi að halda áfram nánast óáreitt. Af þessu verður aðeins ein álykt- un dregin. Þessir kvótaflokkar kæra sig ekki um að verða vitrir eftir á, þótt tilefnið sé eins ærið og þjóðin sér blasa við. Frjálslyndi flokkurinn vill þvert á móti draga lærdóm af þeirri dap- urlegu og dýrkeyptu reynslu, sem síðustu 15 ár hafa orðið á þessu Jón Sigurðsson Kvótinn Frjálslyndi flokkurinn vill þvert á móti draga lærdóm, segir Jón Sig- urðsson, af þeirri dap- urlegu og dýrkeyptu reynslu, sem síðustu 15 ár hafa orðið á þessu sviði. sviði. Hann vill færa stöðu mála eins nærri því sem var 1982 og 1983 sem kostur er, með eins frjálsum veiðum og fært þykir, með sóknarstýringu og aflahá- mörkum í tvö til þrjú ár. Og hvað vinnst með þessu? Kvótagróðanum væri umsvifa- laust eytt. Engin tilraun til skatt- lagningar eða upptöku óréttmæts gróða, heldur honum eytt. Brottkast mundi þegar í stað leggjast af. Sjávarbyggðirnar, sem nú blæð- ir, fengju nauðsynlega blóðgjöf, bæði til lands og sjávar. Dugmiklir nýliðar í útgerð fengju raunverulega möguleika til að reyna sig. Síðast en ekki síst gæfust a.m.k. þessi tvö eða þrjú ár til að móta nýtt og viðunandi fiskveiðistjórnar- kerfi, sem væri án þeirra óþolandi ágalla, sem gildandi fyiirkomulag hefur og þá byggja á reynslu síð- ustu 15 ára. Frjálslyndi flokkurinn vill þannig búa þjóðinni til aðstæð- ur til að verða vitur eftir á og nýta þá reynslu fyrir framtíðina. Þeir, sem vilja vitkast af reynsl- unni, eiga því að kjósa F-listann. Grein þessi er samin að tilhlutan Frjálslynda flokksins. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.