Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 84
|R4 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Forvitnilegar bækur /w&xAI NORWEGIAN WOOD m Haruki Murakami Translated by Alfred Birnbaum Tregi og tómleiki Norwegian Wood, skáldsaga í tveimur bindum eftir Haruki Murakami. Kodansha-útgáfan japanska gefur út í þýðingu Alfreds Birnbaums 1993 (tíunda prentun). I, 317 bls. með skýring- um, & II, 283 bls. með skýringum, í litlu broti. JAPANSKI rithöfundurinn Haruki Murakami sló í gegn á Vesturlöndum með skáldsögu sinni A Wild Sheep Chase, sem var eins konar ævintýraraunsæi upp á japanska vísu. í kjölfarið fylgdu síðan bækur eins og Hard- Boiled Wonderland and the End of the World: A Novel, Dance Dance Dance, framhald fyrr- nefndu bókarinnar, og The Wind- Up Bird Chronicles. Áður en hann vakti athygli á Vesturlönd- um hafði Murakami náð mikilli hylli í heimalandi sínu, meðal annars fyrir bækur eins og Hear the Wind Sing, sem kom út 1979, og Pinball 1973, sem kom út 1980, en vinsælust bóka hans þar í landi var Norwegian Wood, sem hér er gerð að umtalsefni, og er reyndar skrifuð á eftir þeim tveim bókum sem fyrstar komu út á Vesturlöndum. Norwegian Wood, sem dregur nafn sitt af Bítlalagi, kom fyi-st út í Japan 1987 og hefur selst í hálfri fímmtu milljón eintaka þar í landi. Bergmál er frá ýmsum vestrænum bókmenntaminnum, enda er Murakami aíkastamikiil þýðandi bandarískra bókmennta yfir á japönsku, og einnig frá vestrænni lágmenningu; til að mynda hefst bókin á því er sögu- hetjan heyrir Norwegian Wood Bítlanna hljóma í hátalarakerfi á flugvellinum í Hamborg og þyrm- ir yfir hann. Kemur að góðum notum að þekkja textann við lagið til að skilja bókina. Tónninn í bókinni er róman- tískur, sögunni vindur fram nán- ast eins og í draumi með ógreini- leg skil á mflli ímyndunar og veruleika, en smám saman nær þrúgandi öi’vænting tökum á les- andanum. Hún rekur uppvöxt og þroska venjulegra ungmenna sem mótast af óvenjulegum að- stæðum og atburðum. I inntaki er samhljómur með Bjargvættinum í grasinu og skilur eftii- sig álíka tilfinningu trega og tómleika. Eins og getið er, er eintakið, sem áskotnaðist fyrir atbeina vin- ar í Japan fyrir nokkrum árum, gefið út af Kodansha-útgáfufyrir- tækinu. Á umslagi kemur fram að útgáfan er ætluð japönskum enskunemum, en Alfred Bim- baum, sem verið hefur helsti þýð- andi verka Murakamis, þýðir bókina á lipra ensku. Samkvæmt upplýsingum utan úr heimi er bókin ó- eða illfáanleg, sem er mikill skaði. Árni Matthíasson BOKIN HEIMUR KVIKMYNDANNA I UNDIRBUNINGI Bókaþjóð í bíói Til stendur að gefa út víðfeðmt fræðirit um kvikmyndir og fengu útgefendur hæsta styrk sem veitt- ur var í ár úr Menn- ingarsjóði eða 700 þúsund krónur. Guð- mundur Hermannsson talaði við ritstjórana Guðna Elísson og Hannes Sigurðsson. KVIKMYNDIR eru eitt vin- sælasta áhugamál fslendinga og samofnar menningu okkar á margslunginn máta. Þó hefur þessi útbreidda Iist- og afþrey- ingargrein ekki fengið mikla at- liygli fræðimanna hingað til og í Háskólanum takmarkast rann- sóknir á menningu að mestu leyti við bókmenntir. Myndmiðl- ar hafa áhrif á líf okkar allra. Þær móta skilning okkar og upplifun á umhverfinu og mann- legum samskiptum og eru trú- lega eitt áhrifamesta menning- arform sögunnar. Ný íslensk fræðigrein Þetta aldargamla olnboga- barn menningarinnar er þó loks farið að laða að sér fræðilega athygli. í tæpt ár hefur staðið yfír undirbúningur að útgáfu viðamikillar bókar um kvik- myndalistina upp á íslensku; Heims kvikmyndanna. For- svarsmenn þessa metnaðarfulla verkefnis eru Guðni Elísson, lektor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla íslands og rit- stjóri bókarinnar, og Hannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri Art.is. Guðni var spurður um efni bókarinnar. „Á annað hundrað höfunda leggja til greinar í bók- ina sem verður um 800 síður og í íjórum hlutum. Fyrsti hlutinn fjallai' um kvikmyndagreinar, annar um samband kvikmynda og samfélags, þriðji hlutinn er helgaður kvikmyndum ýmissa þjóðlanda og sá íjórði og stærsti snýst um íslenskar kvikmyndir. Islendingar eru nú eina menningarþjóðin í hinum vest- ræna heimi sem ekki á sér rit- aða kvikmyndasögu, enga kvik- myndafræði, eða kennsluefni um kvikmyndir. Við stöndum mörgum þjóðum þróunarheims- ins langt að baki hvað þetta varðar, þrátt fyrir þá staðreynd að hér hafi „kvikmyndavorið" hafist á svipuðum tíma og í þessum löndum. Þó lifum við í samfélagi þar sem aðsókn að Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐNI Elísson og Hannes Sigurðsson telja bókina „Heim kvik- myndanna" staðfestingu á mikilvægi kvikmynda fyrir menningu fs- lendinga. kvikmyndum er meiri en á nokkrum öðrum stað í heimin- um. Af þeim sökum mætti áli'ta að kvikmyndin sé engri annarri þjóð eins mikilvægt menningar- form. Hér verður í fyrsta sinn gerð tilraun til að setja íslenska kvik- myndalist í alþjóðlegt samhengi, m.a. út frá fræðilegu sjónar- horni og því má segja að verið sé að leggja grunninn að nýrri fræðigrein hér á landi. Það er ljóst af reynslu annarra þjóða og þeirri þróun sem hvarvetna blasir við að þessi grein kemur til með að verða mikilvæg innan Háskólans í framtíðinni, sem og í flestum öðrum framhaldsskól- um.“ Þegar talið barst að útgáfu- málunum varð Hannes fyrir svöram. „Þegar Iitið er til þess að Islendingar fara oftar í bíó og horfa jafnvel meira á sjón- varp en sjálfir Bandaríkjamenn má það í raun furðu sæta að sjálfri bókaþjóðinni hafi enn ekki tekist að koma út einni ein- ustu bók um þetta áhrifamikla listform. Það er eins og íslensk- ar bækur geti aðeins snúist um bókmenntir. Saga kvikmyndar- innar á Islandi er næstum jafn- löng öldinni og því varla seinna vænna að gera henni skil áður en nýtt árþúsund gengur í garð. IJtgáfa svo veglegs rits verður endanleg staðfesting á mikil- vægi kvikmyndarinnar fyrir menningu okkar. Við teljum því viðeigandi að gefa bókina út um það leyti sem Kvikmyndasjóður Islands heldur upp á 20 ára af- mæli sitt í haust.“ Ólæsir Islendingar Hér skýtur Guðni inn orði: „Bókin kemur til með að höfða til stórs lesendahóps. Hana mætti nýta við kennslu í kvik- myndafræðum á ólíkum fræðslustigum, allt frá mennta- skólum upp á háskólastig, og getur orðið grunnur að raun- verulegu kvikmyndalæsi þjóðar- innar. Að okkar mati verður þessu mikilvæga menningar- og listformi 20. aldarinnar ekki sýndur skilningur meðan ekkert er skrifað um sögu þess og eðli á íslensku." Hannes tekur heilshugar und- ir orð Guðna. „Sú langa töf sem orðið hefur á þessari viðurkenn- ingu hefur hamlað eðlilegum vexti og framgangi kvikmynda- listarinnar í landinu. Kvikmynd- ir gegna stærra hlutverki en nokkur annar inyndmiðill í því að móta viðhorf okkar og lífs- gildi, sérstaklega barna og ung- linga, og bók sem þessi hefði ómetanlega þýðingu við að ala upp virkari og gagnrýnni áhorf- endur í framtíðinni. Kvikmyndir eru ríkjandi miðill í menningu okkar og setja því mark sitt á allt vitundarlíf þjóðarinnar. Það er ekki nóg að setja íslenskan texta undir erlendar myndir, heldur verðum við líka að túlka þær markvisst út frá okkar eig- in menningu. Fram til þessa hafa íslenskir fræðimenn sýnt kvikmyndinni heldur lítinn áhuga, gagnstætt því sem þekkist erlendis. Nú virðist þetta loks vera að breyt- ast, sérstaklega meðal yngri fræðimanna. Ef íslendingar læra ekki að „lesa“ kvikmyndir á upplýstan og gagnrýninn máta er sjálfstæði okkar lítils virði. Bandarísk íjöldamenning hefur algera yfirburði á íslensk- um kvikmyndamarkaði, m.a. vegna þess að þjóðin gleypir við Hollywood-myndunum gagn- rýnislaust. Til að geta hlúð að heilbrigðri menningu hérlendis á nýrri öld verðum við að skapa grundvöll fyrir lifandi umræðu um þetta fyrirbæri." Forvitnilegar bækur Ethnicand Regional RedpesfromtlieCooks as at tlie Legeruiaiy Restaurant ;í 'l'Hl- MOOSFAAlX'tnCOLU'CT’IX'L' Þorirðu ekki að smakka?! „Sundays at Moosewood Restaur- ant. Ethnic and Regional Recipes from the Cooks at the Legendary Restaurant" Höfundar: Starfsfólk á Moosewood-veitingastaðnum. 733 bls. Simon and Schuster/Fireside, New York, 1990. Eymundsson. 2.470 krónur. ÉG skildi aldrei hvernig öllum gat þótt gaman í heimilisfræði. Mér leiddist. Og ég neyddist til að læra að sjóða ýsu og að búa til buffkökur. Ég lærði líka að búa til hin ýmsu dýr: kartöflumús og svikinn héra. En mér fannst aldrei gaman. Þetta var ekki fyrir mig. Ég lærði aldrei að elda. Það var ekki fyrr en ég fann réttu mat- reiðslubókina að ég hafði loks löngun til að byrja. Bókin sem breytti lífi mínu var ^Matreiðslu- bók mín og Mikka“. I Mikka mús fann ég loks sálufélagann. Hann passaði alveg fyrir mig. Mikki var draumaprinsinn. En eitthvað fór úrskeiðis. Hann var kannski svolítið of lítill fyi-ir mig. Þegar mesta spennan var farin þá var ekkert svo mikið varið í hann. Ég hafði augun opin en ekkert kom í staðinn fyrir Mikka. Ekk- ert, þar til mér var bent á heims- hornabókina frá Elgsskógi, Moos- ewood. Bók með uppskriftum frá grænmetis-matstað í New York- ríki Bandaríkjanna. Mér finnst nefnilega alveg gam- an að búa til mat. En bara þegar ég má búa til eitthvað skemmti- legt. Það er gaman að fóndra við að búa til japanskar pitsur, fmnskt gúrkusalat (kurkkusala- atti) eða mexíkóskt kakó með eggjum í(!). Uppskriftirnar eru frá ólíkum heimshlutum og fróðleiksmolar fylgja með um hina mismunandi menningarheima. Ömmur í Ar- meníu gera víst alveg eins og ömmur á Islandi - þær spá fyrir fólki með kaffibolla. Og nú get ég haldið búlgarskt kvöld fyrir vini mína. Boðið upp á búlgarska Domatene-súpu, sterkan búlg- arskan pottrétt - og búlgarskan stúlknakór sem sér um tónlisjána. Þá er gaman. Silja Björk Baldursdóttir BANDARISK fjöldamenning hefur algera yfirburði á íslenskum kvikmyndamarkaði, m.a. vegna þess að þjóðin gleypir við Hollywood-mynd- unum gagnrýnislaust, að sögn ritstjóra bókarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.