Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 68
^8 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORGEIR Þ.
ÞORS TEINSSON
+ Þorgeir Þórar-
inn Þorsteins-
son fæddist á Mið-
Fossum í Andakíl
26. ágúst 1902.
Hann iést á Sjúkra-
húsi Akraness 20.
apríl síðastliðinn og
fór útfor hans fram
frá Hvanneyrar-
kirkju 1. maí.
Látinn er mitóll
heiðursmaður, Þor-
geir Þórarinn Þor-
steinsson. Hann réðst
sem bústjóri að búi
móður okkar, Guðrúnar Davíðs-
dóttur, í maí árið 1951 og átti
heima á Grund til dánardags, en
hann lést á Sjúkrahúsi Akraness
þann 20. apríl síðastliðinn.
Það varð okkur lán að Þorgeir
fluttist að Grund og mitóll styrkur
móður okkar, sem missti föður
okkar þrítug frá okkur bömunum
fjórum, því elsta 8 ára. Hann vann
búinu ómetanlegt starf og var
starfsþretó hans viðbrugðið. Hann
_var alla tíð heilsuhraustur, og
"*segja má, að honum yrði sjaldan
misdægurt fram undir nírætt, ef
frá eru taldar nokkrar vikur á vor-
dögum árið 1960, þegar hann
dvaldist á Sjúkrahúsi Akraness.
Vinnudagurinn var ætíð langur og
má segja, að það heyrði til undan-
tekninga, ef hann fór út af heimil-
inu. Þessu mitóa starfsþretó sínu
hélt hann fram í háa elli. Hann
gekk að ýmsum störfum þótt kom-
inn væri á tíræðisaldurinn og má
geta þess, að hann markaði öll
j^lömbin vorið 1997, þá tæplega 95
ára gamall. Við minnumst þess
ektó, að nokkum tíma hafi fallið
skuggi á samband okkar, enda eig-
um við aðeins um hann góðar
minningar.
Kæri vinur og fóstri. Að leiðar-
lokum þökkum við þér fyrir öll ár-
in, sem við áttum samleið. Þrátt
fyrir háan aldur þinn var hugur
þinn skýr og minni þitt ótrúlegt til
hinstu stundar. Vegna eigingimi
okkar vildum við ektó missa þig og
vonuðumst til þess að stundaglas
þitt myndi ektó tæmast alveg
strax en lögmáli lífsins er ekki
hægt að breyta og höfum við nú
minningamar til að verma okkur
*við.
Við sendum einkadóttur þinni
og hálfsystur okkar, Áslaugu, og
fjölskyldu hennar, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Systkinin frá Grund.
í dag kveðjum við systkinin
hann Geira, sem átt hefur heima á
Gmnd síðan pabbi okkar var að-
eins 12 ára gamall, en afi á Grund
hafði dáið sjö áram áður.
Aldrei brást að Geiri væri hér til
staðar heima á Grand. Til allra
*IÍ
OSWALDS
síMi 551 3485
LJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 RF.YKJAVÍK
■í
Davii) Inger ÓLifitr
Órftr.mtj. ' Umjón Otfammj.
1 ÍKKISTUVINNl S IOPA
EYVINDAR ÁRNASONAR
1899
verka gekk hann
ávallt á sama tíma, í
fjósið var hann kom-
inn kl. sjö að morgni,
og kindumar fengu
morgungjöfina tó. tíu.
Heilsuhraustur var
hann alla tíð, utan örfá
síðustu árin.
Strax og við höfðum
aldur til leyfði hann
okkur að hjálpa til við
bústörfin, ef hjálp
skyldi kalla, því fyrstu
árin voram við ekki til
að flýta fyrir. Aldrei
lét Geiri okkur samt
finna annað en við væram til mik-
ils gagns. Það sem stóð huga hans
næst vora hestar og kindur, og var
með ólítóndum hve glöggur hann
var. Hann þekkti allar kindurnar
og vissi hvaða númer var á þeim,
án þess að líta á plöturnar. Þegar
hann leit á hest, var hann fljótur
að sjá hvort þar færi gæðingur eða
ekki. En minnisstæðastur verður
hann okkur við störfin um sauð-
burðinn, en það var sá tími sem
hann naut sín best. Þá vakti hann
nánast allan sólarhringinn. „Morg-
unvaktin" í fjárhúsunum, sem
hófst kl. fimm var vaktin hans,
þótt hann væri meira og minna á
öðram „vöktum“ líka.
Þeir sem átt hafa mitóð, missa
líka mikið og við höfum misst mik-
ið við fráfall Geira.
Við systtónin sendum föðursyst-
ur okkar og einkadóttur hans og
fjölskyldu hennar innilegar samúð-
arkveðjur.
Systkinin á Grand,
Pétur, Jens, Guðrún
og Guðjón Elías.
Nú er hann Þorgeir föðurbróðir
minn látinn í hárri elli, 96 ára gam-
all. Geiri eins og hann var oftast
kallaður var fæddur á Mið-Fossum
í Andakílshreppi og ólst þar upp,
yngstur fjögurra systtóna. Sem
ungur maður var hann tvo vetur í
Alþýðuskólanum á Hvítárbakka en
átti annars sitt heimili á Mið-Foss-
um og vann að búinu með pabba,
en var oft í brúar- eða vegavinnu á
sumrin.
Þegar ég lít til baka og við
systtónin voram að alast upp á
Mið-Fossum, lá þjóðvegurinn þar
um hlaðið og mikill gestagangur.
Þá var oft glatt á hjalla og Geiri
settist kannski við orgelið í stof-
unni og spilaði og söng með sinni
mjúku tenórrödd. Hann var einn
af stofnendum karlakórins
„Bræðranna" sem Bjarni Bjama-
son á Skáney stjómaði. Eg man
eftir því sem bam að Geiri fór upp
í Reykholtsdal á haustin og var í
vikutíma.
Þá var kórinn að æfa og félag-
arnir sem vora víða að úr héraðinu
héldu þar til á meðan. Geiri var í
þessum kór meðan hann starfaði.
Geiri var einstaklega dagfar-
sprúður maður, hafði þessa rólegu
framkomu og húmorinn entist
honum til hinstu stundar. Geiri var
mikill afkastamaður við vinnu. Það
var allt eitthvað svo létt í höndun-
um á honum, t.d. við heyskap. Það
var föst venja að Geiri batt allt hey
á Mið-Fossum meðan sú vinnuað-
ferð var viðhöfð, t.d. þegar heyjað
var á flæðiengjunum batt hann
heyið, sem var um eða yfir 100
hestburðir, á einum degi og það
var svo jafnt og vel gert, að það
hallaðist varla á nokkrum hesti.
Geiri hafði mitóð yndi af hest-
um, var ákaflega liðugur og átti
hægt með að temja óþekk hross
enda eftirsóttur tamningamaður á
sínum yngri áram. Þar kom hans
góða lundarfar og léttleitó vel
fram. Hann var ræsir á hestamót-
um í Faxaborg í fjölda mörg ár.
Arið 1951 gerðist Geiri bústjóri
hjá Guðrúnu Davíðsdóttur á
Grand í Skorradal og átti þar
heima upp frá því. Þau eignuðust
saman dótturina Áslaugu sem hef-
ur verið augasteinninn hans. Nú
síðustu árin hefur Geiri verið las-
burða en þó oftast haft fótavist.
Hann hefur getað verið heima á
Grand með góðri aðhlynningu
þeirra Jóhönnu og Davíðs.
Við Jón þökkum Geira frænda
mínum innilega fyrir allt gott frá
liðnum áram og biðjum honum
blessunar Guðs.
Kristín Pétursdóttir.
Að morgni þriðjudagsins 20.
apríl kvaddi öðlingurinn Þorgeir
Þórarinn Þorsteinsson þennan
heim, á 97. ári, tveimur dögum fyr-
ir sumardaginn fyrsta. Þorgeir var
þá búinn að liggja á sjúkrahúsinu á
Akranesi í tæpar þijár vikur, þeg-
ar kallið kom.
Þorgeir eða Geiri, eins og hann
var alltaf kallaður, var fóðurbróðir
minn og við áttum báðir heima á
Mið-Fossum í Andakíl þar sem við
voram fæddir, en á fermingardag-
inn minn flutti Geiri að Grand í
Skorradal, þar sem hann átti
heima æ síðan.
Geiri var afar bamgóður og því
laðaðist ég mjög að honum og vildi
líkjast honum í hvívetna. Ektó
spillti svo fyrir, þegar hann, fyrir
1950, eignaðist jeppa, en þá var
maður haldinn óseðjandi bíladellu.
Eg var þá þegar vanur að aka
„Farmalnum" og því bara stigs-
munur að aka bfl, þó réttindin
vantaði. Það var því vakað yfir öll-
um tækifærum til að fá að taka í
jeppann. Geiri var ekki með neinn
tepraskap í þessum efnum, frekar
en öðram og leyfði frænda sínum
stundum að æfa sig, þegar vel stóð
á.
Geiri var meðalmaður á hæð,
grannvaxinn, fríður sýnum, hesta-
maður með ágætum og glímumað-
ur á yngri áram. Hann þótti prýði-
legur verkmaður, smiður og sláttu-
maður góður.
Mið-Fossar áttu gott heyskap-
arland fyrir neðan Skeljabrekku,
en þar vora flæðiengjar. Þar var
því slegið í lok stórstreymis og
heyið varð að vera komið af engj-
unum fyrir næsta stórstraum. Það
var því handagangur í þessum
heyskap umfram annan af þessum
sökum. Þeir bræður, pabbi og
Geiri, stóðu þar fremstir í flokki
við slátt, þurrkun, samantekt og
síðan var heyið bundið í sátur og
flutt heim á klyfjahestum. Geiri
batt venjulega allt heyið á einum
degi og setti það upp á hestana
með hjálp pabba, sem annaðist
lestarferðina. Þetta var mitóð verk
og erfitt, en alltaf fannst mér vera
nokkur ævintýrabragur yfir þess-
um heyskap, enda var þá legið að
nokkra við í tjaldi.
Þótt Geiri væri mikið í búskapn-
um á Fossum, þá var hann talsvert
í vinnu utan heimilis, enda eftir-
sóttur verkmaður. Þar má nefna
vegavinnu og byggingarvinnu, þar
á meðal byggingu Andakílsárvirkj-
unar, en þar starfaði hann sem
smiður, þótt ekki bæri hann sveins-
bréf í því fagi. Lagvirkni og vand-
virkni var honum í blóð borin.
Sem fyrr segir fluttist Geiri að
Grand í Skorradal, en það er sá
staður, sem ættin er kennd við.
Þetta gerðist vorið 1951. Þar bjó þá
Guðrún Davíðsdóttir með fjóram
bömum sínum níu til fimmtán ára
gömlum. Guðrún var ekkja eftir
Pétur Bjamason, en hann lést að-
eins 41 árs gamall í des. 1944. Þeir
Pétur og Geiri vora bræðrasynir.
Eg veit að það var Grandar-
heimilinu mitóll styrkur að fá Geira
til liðs við sig. Þau Guðrún eignuð-
ust eina dóttur saman, Áslaugu,
sem varð augasteinninn hans, auk
þess sem eldri bömin litu á hann
sem fósturfóður sinn. Á Grand átti
Geiri því heima í nærri hálfa öld.
Það var aðdáunarvert að sjá þá
umhyggju, sem hann naut þar, eft-
ir að heilsan bilaði og hann þurfti á
aðstoð heimilisfólksins að halda.
Þau Davíð og Jóhanna og börnin
þeirra stóðu vaktina heima, meðan
Geiri gat verið þar og síðustu sól-
arhringana vöktu þær Áslaug og
Jóhanna til skiptis yfir honum á
sjúkrahúsinu, þar til yfir lauk.
Á undaníömum áram þurfti
Geiri stundum að leggjast á
sjúkrahúsið á Akranesi. Við hjónin
heimsóttum hann þá eftir fóngum.
Það var okkur tilhlökkunarefni að
heimsækja hann, því hann hélt
sinni andlegu reisn til síðasta dags
og var jafnan skemmtilegur við-
ræðu, enda fróður og vel að sér.
Nú við leiðarlok hér minnist ég
Geira frænda míns með mitólli
þökk fyrir allt það sem hann var
mér og mínum. Hann gekk þann
veg í lífinu að hugsa um velferð
sinna samferðamanna á undan
sinni eigin, en það er dyggð sem
flestir þyrftu að temja sér.
Við hjónin vottum aðstandend-
um Geira okkar dýpstu samúð.
Rúnar Pétursson.
Geiri, föðurbróðir minn, er dáinn
96 ára að aldri. Geiri var vinnu-
maður hjá foreldrum mínum á
Miðfossum í Andakíl frá þvi þau
hófu búskap þar árið 1927 til ársins
1951 er hann réðst ráðsmaður hjá
Guðrúnu Davíðsdóttur á Grand í
Skorradal, sem bjó þar ekkja með
fjögur böm. Það var mitóð lán að
fá að alast upp á heimili þar sem
Geiri var. Hann var mikill öðlingur,
bamgóður, léttur í lund, gaman-
samur og hjálpsamur við menn og
málleysingja. Geiri hafði gaman af
hestum og átti góða hesta en flík-
aði þeim lítt, hafði þá bara fyrir sig
og sína. Hann var söngmaður góð-
ur og hafði fallega og tæra tenór-
rödd og söng um árabil með karla-
kómum Bræðranum, sem starfaði
hér í Borgarfirði frá árinu 1915
fram um 1950. Geiri vann nokkuð
utan heimilis meðan hann var á
Miðfossum, t.d. í vegagerð og við
smíðar á ýmsum stöðum og þótti
laginn þótt ólærður væri í faginu.
Hann var alla tíð grannbyggður og
virtist vinna sér létt, en var um leið
með betri verkmönnum. Geiri hélt
háttum sínum og venjum allt fram
yfir nírætt. Hann fór fyrstur
manna á fætur og gekk að öllum
sínum verkum eftir því sem kraftar
leyfðu. Eg var nokkur vor á Grand
um sauðburðinn og það var mjög
notalegt að koma í fjósið á morgn-
ana. Þar var Geiri glaður í bragði,
búinn á líta í fjárhúsin og byrjaður
á fjósaverkunum. Síðustu þrjú,
fjögur árin var Geiri að mestu
hættur að taka þátt í bústörfunum.
Fæturnir farnir að gefa sig og ektó
lengur treystandi. Eitt verk hafði
hann þó á sinni könnu allt fram til
ársins 1997, en það var að marka
lömbin. Menn vissu að hann hafði
gaman af því og J>að var ektó betur
gert af öðram. I júní á síðasta ári
fengu þau Grandarhjón, Jóhanna
og Davíð, okkur Ástu til að vera
hjá Geira seinni hluta dags, meðan
þau væra að heiman. Þetta var
ánægjuleg stund með gamla mann-
inum. Hann hélt andlegri heilsu
fullkomlega og minnið var í góðu
lagi og því auðvelt að halda uppi
samræðum þótt heymin væri
nokkuð farin að sljóvgast. Þegar
komið var að miðnætti spurði Ásta
hvort hann vildi ekki fara að hátta.
Hann hélt nú ekki, hann ætlaði að
vera í selskapnum og svo væri það
ektó venja á bænum að heimilis-
fóltóð færi í rúmið og stóldi gestina
eftir í reiðileysi.
Nokkram mánuðum áður stóð ég
í málaferlum, hafði verið stefnt fyr-
ir dómstóla fyrir kjafthátt. Eg kom
að Grand og nefndi við Geira hvað
ég væri orðinn minnislaus. „Þú
manst þó að þú átt að fara í tukt-
húsið,“ sagði hann. Svona var Geiri
til hins síðasta, hress í bragði,
glettinn og grínfullur.
Ég heimsótti hann á Sjúkrahús
Akraness fjórum dögum áður en
hann dó. Áslaug, dóttir hans, var
þar hjá honum en hún og Jóhanna
á Grand skiptust þar á síðustu
dægrin. Nú var mjög af Geira
dregið, þó skildist auðveldlega hjá
honum já og nei. Ég held að þarna
hafi hann verið kominn í samband
við annan heim. Hann kallaði
nokkram sinnum hátt og skýrt
„pabbi“, með stuttri þögn á milli.
Það þótti sumum skrítið að svona
gamall maður skyldi ekki vera á
elliheimili. Geira langaði ekki
þangað og Grandarhjón uppfyOtu
þá ósk hans. Þökk sé þeim. Ég
þakka frænda mínum samferðina.
Þorsteinn Pétursson.
í dag kveðjum við hann Geira
sem nú er búinn að fá sína lang-
þráðu hvfld. Kynni okkar vora ektó
löng, en góð. Ljúfara gamalmenni
hef ég ektó hitt. Þegar ég kynnist
honum var hann orðinn þó nokkuð
slappur, en hvorki var það hugur
hans né hugsun, það var líkaminn
sem var farinn að gefa sig. Enda
skal það engan undra, vann erfiðis-
útivinnu til 92 ára aldurs.
Margsinnis minntist hann á það
að nú væri ektó lengur mitóð gagn
að honum, hann lægi bara í bælinu
og gerði ekki neitt. Þessi orð hans
lýsa honum einna best þar sem
hann vfldi allt fyrir aðra gera og
hugsaði fyrst um aðra, svo um
sjálfan sig.
Mitóð skarð er höggvið í fjöl-
skylduna á Grand. Geiri var krökk-
unum þar sá afi sem þau aldrei
kynntust. Mikil breyting er orðin
nú á lífi þeirra Jóhönnu og Davíðs
sem hugsuðu alfarið um Geira þeg-
ar hann var orðinn rúmfastur og er
ég þess fullviss um að þeirra um-
hyggja og ástúð gagnvart honum
hafi fleytt honum langt á löngum
dögum. AOtaf gat hann treyst þeim
í einu og öllu. Þegar aldurinn fær-
ist yfir fólk fyflist það oft óöryggi,
hvað verði um það síðustu ævi-
kvöldin, hver hugsi um það þegar
það getur það ektó sjálft o.s.frv.
Ektó þurfti Geiri að hafa af þessu
áhyggjur. Jóhanna og Davíð lofuðu
honum því, að heima á Grand yrði
hann og það loforð efndu þau svo
sannarlega og var hann þar allt þar
til aðstæður leyfðu ektó annað. Þá
sat Jóhanna hjá honum og síðustu
nætur hans í þessu lífi var Jóhanna
honum við hlið. Þegar hann yfirgaf
þessa jarðvist var hún honum við
hlið.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér sinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Vertu blessaður, Geiri minn, hvfl
í friði.
Elsku Áslaug, Ragnar, Þorgeir,
Önundur, Davíð, Jóhanna, Pétur,
Jens, Guðrún, Guðjón og aðrir að-
standendur og vinir, Guð styrki
ykkur.
Þórhildur Yr.