Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 15 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg MARGRÉT Sverrisdóttir, frambjóðandi Frjálslynda flokksins í Reykjavík, ávarpar nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Margrét Sverrisdóttir heimsækir FB Framlög til mennta- mála verði aukin Vinstrihreyfíngin - grænt framboð fundar um Evrópusambandið Aðild fæli í sér valdaafsal og skerðingu á lýðræði Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ umræðufundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. „SÁ ÁRÓÐUR er rekinn í þessari kosningabaráttu að menn kasti at- kvæði sínu á glæ ef þeir kjósi litla flokka. Þetta er fjarri lagi. I kosn- ingunum er kosið um áherslur í stjórn landsins og þeir sem vilja ekki sætta sig við núverandi fisk- veiðistjórn verða að nýta atkvæðis- rétt sinn og segja það. Hvert at- kvæði sem fer til Frjálslynda flokksins er mótmæli gegn núver- andi fiskveiðistefnu," sagði Margrét Sverrisdóttir, þriðji maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík, meðal annars á fundi með nemend- um Fjölbrautaskólans í Breiðholti í síðustu viku. Frjálslyndi flokkurinn vill að núgildandi kvótaúthlutun verði afnumin þegar í stað og að bann verði lagt við framsali afla- heimilda. Margrét skýi’ði m.a. frá því að Frjálslyndi fiokkurinn legði áherslu á frjálsræði, lýðræði og jafnrétti og að þrjú meginmál flokksins væru fiskveiðimál, umhverfismál og sam- félagsþjónusta. Með samfélagsþjón- ustu væri einkum átt við heilbrigð- ismál, málefni aldi'aðra, öryrkja og fleiri málefni er vörðuðu hagsmuni minnimáttar í þjóðfélaginu, kjai-a- mál, skattamál, fjölskyldumál og fíkniefnamál. Að lokum kvaðst hún treysta ungu fólki til að láta ekki blekkjast af loforðaflaumi sem fram kæmi í auglýsingum stóru flokk- anna heldur hlusta eftir því sem smærri flokkar hefðu fram að færa. Nemendur spyrja um fallskatt Margréti bárust nokkrar fyrir- spurnir frá nemendum skólans og var hún m.a. spurð að því hvað Frjálslyndi flokkurinn hygðist gera fyrir námsmenn. I svari sínu sagði hún m.a. að það þyi’fti að bæta kjör kennara og leggja áherslu á aukið fjárframlag til menntamála. Um álit sitt á áfengiskaupaaldi-i kvaðst hún hlynnt því að hann yrði færður niður í átján ár, í samræmi við sjálfræðisaldurinn og spurð um hinn svonefnda fallskatt sagði hún að sér fyndist ekki hægt að leyfa nemendum að fara aftur og aftm' í endurtekningapróf án þess að það kostaði þá eitthvað. EINHUGUR ríkti á fundi Vinstri- hreyfingar - græns fi-amboðs um Evrópusambandið í þá veru að aðild að ESB kæmi ekki til greina fyrii' ísland. Hún fæli í sér valdaafsal, skerðingu á lýðræði og óþolandi kröfu um markaðsvæðingu íslensks samfélags. Á þriðja tug manns mættu á um- ræðufundinn um Evrópusambandið sem haldinn var í kosningamiðstöð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Suðurgötu 7 í síðustu viku. Frummælandi var Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðing- ur en umræður stóðu fram eftir kvöldi. Anna benti á að umræða um and- stöðu gegn aðild að ESB snerist oft um skerta forsjá Islendinga yfir fiskimiðunum, að óbreyttri stefnu ESB. Að hennar mati væri sjávar- útvegsstefna ESB ærin ástæða til að halda sig utan þess en einhliða umræða á þeim nótum hefði drepið öðrum rökum gegn aðild á dreif. Tilgangur fundarins væri m.a. að skoða þau rök, t.d. áhrif á lýðræði og ákvarðanatöku. Fram kom í máli Önnu að hún teldi alla umræðu um undanþágur til handa íslendingum, í sjávarút- vegsmálum og öðru, óraunhæfar og þá staðreynd þyrfti að leiða fólki fyrir sjónir. Hún lagði í máli sínu áherslu á að aðild að Evrópusam- bandinu fæli óumflýjanlega í sér valdaafsal og skert forræði Islend- inga yfir eigin auðlindum. Samstiga Sjálfstæðis- flokknum Anna benti ennfremur á, og tiltók dæmi um, að lýðræði væri sniðinn þröngur stakkur í Evrópusamband- inu, að langt væin frá samninga- borði í Brussel, heim í hérað. Fólk hefði jafnvel enn minni áhrif en áð- ur og hægt væri að tala um gervi- lýðræði í því sambandi. Þeir sem tjáðu sig á fundinum voru allir sem einn neikvæðir gagn- vart aðild Islands að ESB og tiltóku ýmsa annmai'ka máli sínu til stuðn- ings. Bent var á kaldhæðnina í því að Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð væri samstiga Sjálfstæðisflokki í andstöðu sinni við aðild að ESB en menn áréttuðu að andstæðan væri af gjörólíkum toga. Hörð gagnrýni var höfð uppi á afstöðu forkólfa verkalýðshreyfingarinnar, að þeir stæðu fremstir í flokki að heimta aðild. Ögmundur Jónasson, efsti maður á lista Vinstrihreyfingarinnar í Reykjavík, varaði við því að alhæfa um afstöðu vei'kalýðshreyfinga varðandi umsókn að Evrópubanda- laginu. „Svo fi'amarlega sem ég þekki til hafa engin vei'kalýðssam- tök tekið afstöðu með því að sækja um aðild að ESB.“ Hann benti á að skiptar skoðanir væru innan vei'ka- lýðshreyfingarinnar og þó að ein- staklingar innan hennar hefðu tjáð sig væru þeir ekki að tala fyrir hönd hennar allrai'. Ögmundur áréttaði þau orð Önnu að aðildin fæli í sér mjög miklar takmarkanir á lýðræðislegu valdi. Ennfremur sagði hann að skuldbindingar um markaðsvæð- ingu samfélagsins, sem aðildinni fylgja, kæmu hart niður á lífskjör- um fólks þegar fram í sækti. Hann benti á að í stefnuskrá flokksins væri lögð áhersla á að þróa EES- samkomulagið í átt til tvíhliða samnings, um rannsóknir, vísindi, viðskipti og menningu. „Við erum ekki boðberar þröngsýnna sjónar- miða heldur víðsýnna. Og við vilj- um hafa heiminn allan undir,“ sagði Ögmundur. Sendum vandaðan upplýsingabækling ásamt verðlista ef óskað er! SIGURLAUG LÁRUSDÓTTIR, 70 ára Áður fyrr átti ég við ansi mikil húðvanda- mál að stríða og prófaði ótal snyrtivöru- tegundir til að reyna að ráða bót á afar óþægilegum húðþurrki í andliti. En eftir að ég prófaði Amerísku undrakremin heyra þessi vandamál mín sögunni til. Um leið og ég byrjaði að nota þessar vörur, gjör- breyttist húðin hreinlega. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu. Húðþurrkur er horfinn og rakinn sem kremin veita, virðist einhvernveginn endast og gefa þann raka sem húðin þarfnast. Húð mín hefur sléttst og raunverulega byggst upp. Árangur er tvímælalaus, get ekki annað sagt. GUÐRÚN ANTONSDÓTTIR, 24 ára Ég var satt að segja ansi illa haldin af bólóttri húð um tíma. Þetta var það mikið vandamál að ég þurfti að leita læknis og fara í sérstaka meðferð. En eftir meðferð- ina hef ég getað haldið bólunum algjör- lega niðri með þvi að nota hina sérstöku bólumeðferð sem Amerísku undrakremin bjóða upp á. Ég mæli eindregið með þessum ótrúlega áhrifamiklu vörum fyrir unglinga og aðra sem þjást af feitri húð og bólum og bendi á olíulausa rakakremið sem hægt er að nota dags- daglega, vegna þess að það glansar ekki neitt. ANNA KARLSDÓTTIR - 49 ára Amerísku undrakremin virka svo sannar- lega og eru satt að segja miklu betri en ég þorði að vona, eftir að hafa prófað hinar og þessar tegundir í gegnum árin og ekki þær ódýrustu, án mikils sýnilegs árangurs. Kremin eru iétt, smjúga inn i húðina, gefa einhvernveginn hreina tilfinningu og eru alveg ótrúlega drjúg. Ekki skaöar að þau eru ilmefnalaus og ofnæmisprófuð, því ekki þoli ég hvað sem er í þessum málum. Ég er með frekar feita húð, svo að olíulausa ’ rakakremið er bara hreinlega bjargvættur. Maður verður virkilega sléttur og fínn i framan af þessum snyrtivörum og ég verð að minnast á C-vítamíndropana, sem ég get ekki lengur lifað án, frekar en annarra snyrtivara frá Institute For Skin Therapy. ÞURÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, 44 ára Ég er rosalega ánægð með þessar snyrti- vörur. Var með ansi slæma þurrkbletti í andlitinu áður fyrr, þeir eru nú gjörsamlega horfnir. Þetta er eina kremið sem hefur lagað þá og hef ég þó reynt ýmislegt í þessum málum um dagana. Nú liður mér vel í húðinni, get notað andlitsmálningu án þess að hún hlaupi í kekki og sjálfsálitiö hefur aukist til muna! Verð að minnast á hinn undraverða duftandlitsmaska sem ég nota samviskusamlega einu sinni í viku. Maður finnur hvað hann tekur í, hreinsar og nærir vel og hvað húðin verður mjúk og fín á ettir. Hann virkar næstum eins og andlitslytting og er meiriháttar! Allar snyrtivörurnar sem ég hef prófað frá þessu fyrirtæki eru ótrúlega drjúgar og verðið finnst mér afar sanngjarnt. GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, 31 árs Aöstæður hjá mér eru þannig, að ég get ekki eytt miklum tíma í andlitssnyrtingu, verð að vera snögg að hlutunum, 4 lítil börn og nokkrir hundar á heimilinu sjá til þess. Amerísku undrakremin frá IFST hafa marga kosti fyrir mig og mína viðkvæmu húð. Maður er fljótur að skella þeim á sig, þau fara beint inn í húðina, liggja ekki utan á, maður fær einhvernveginn hreina til- finningu, finnur bókstaflega að þau gera húðinni gott. Áhrifin eru greinileg og ekki er verra að kremin eru ótrúlega drjúg og verðið hagstætt. Þurrkblettir í andliti sem voru búnir að vera talsvert vandamál, hurfu eins og dögg fyrir sólu um leið og ég byrj- aði að nota þetta að staðaldri. Síðumúla 17 • 108 R • Sími: 588-3630 Fax: 588-3731 • Opið frá kl. 14:00-18:00 Netfang: kosmeta@islandia.is Snyrtivörur fyrir allar húögeröir, ilmefnalausar, náttúrulegar, ofnæmisprófaðar, með og án ávaxtasýru. Fást aðeins á völd- um snyrtistofum í Kaliforníu. Sölustaðir hér á landi eru: Snyrtistofan MAJA, Bankastræti 14, Reykjavík, s.551-7762 Snyrtistofan EVA, Ráðhústorgi 1, Akureyri, s.462-5544 Snyrtistofan DANA, Hafnargötu 41, Keflavík, s.421-3617 BETRI LÍNUR, Bröttugötu 21, Vestmannaeyjum, s.481-2387 Heilsustúdíó VÖXTUR, Túnbrekku 2, Ólafsvík, s.436-1335 Snyrtistofa HÖI\II\IU KRISTÍNAR DIDRIKSEN, Laugavegi 40A, Reykjavík, s.561-8677 og KOSMETA ehf, Síðumúla 17, Reykjavík, s. 588-3630. Amerísku undrakremin Instítute • For • Shin • Therapy HVAÐ SEGJfl ÞÆR SEM REYNT HflFfl? ÞAU VIRKA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.