Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Umfiöllun um verðbólgu og viðskiptahalla í ársfjórðungsskýrslu Landsbankans Er toppi hagsveiflunnar náð? •• / x HAGVOXTUR/I ársfjórðungsskýrslu Landsbanka Is- lands hf. sem birt var í gær er greint frá ýmsum þáttum sem draga úr líkum á vaxandi verðbólgu hér á landi. í ÁRSFJÓRÐUNGSSKÝRSLU Landsbank- ans er varpað fram þeirri spumingu hvort Is- land sé á toppi hagsveiflunnar eða hvort hag- vöxtur muni halda áfram að aukast, en jafnvel er búist við að svo verði. I skýrslunni er bent á að vaxtamunur milli Islands og helstu viðskiptalanda sé nú í sögu- legu hámarki, er nú 4,5%, og gæti vaxið í 5% á árinu samkvæmt skýrslunni. Segir í skýrslunni að ef dregið væri úr vaxtamuninum myndi það að öðru jöfnu valda veikingu krónunnar og aukinni verðbólgu en spurningin sé hvort hörð samkeppni í þeim atvinnugreinum sem byggja á vöru og þjónustu tryggi ekki að verðhækkun- um verði haldið í skefjum. Einnig segir að leiða megi líkum að því að ein ástæða lítillar verðbólgu á síðustu árum sé að slakinn í hagkerfinu hafi verið mun meiri en í fyrstu var talið þegai' núverandi uppsveifla hófst. Sagt er að verðbólga hafi einnig verið lág vegna sterkrar stöðu krónunnar og einnig vegna lágs hrávöruverðs. „Hrávömverð lækkaði mikið á síðasta ári og stuðlaði þessi þróun að minni verðbólgu hér á landi. Skiptar skoðanir eru um framhaldið á hrávörumarkaði. Almennt er talið að offram- leiðsla sé á neysluvörum í heiminum og við þær aðstæður eru ekki líkur á að hrávöruverð hækki.“ í skýrslunni segir að staðan á vinnumai'kaði hafi breyst að hluta og leiða megi líkum að því að atvinnurekendur eigi nú auðveldar með að bregðast við vinnuaflsskorti með því að flytja inn erlent vinnuafi. „Þátttaka Isiands í EES hefur þannig gert það að verkum að hagkerfið getur betur mætt aukinni efth'spurn eftir vinnuaafli. Þessi staðreynd dregur úr líkum á vaxandi verðbólgu hér á landi.“ Hrakspár afturkallaðar í ræðu sinni á morgunverðarfundi þai' sem skýrslan var kynnt sagði Halldór J. Ki’istjáns- son, bankastjóri að komið hefði í ljós að hrakspár sem settar voru fram í spá alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, IMF, í október sl., um hugsanlega heimski-eppu í kjölfar ki'eppu í As: íu og í Rússlandi, hefðu ekki verið viðeigandi. í nýrri spá IMF er spáð hækkun á hagvexti í heiminum, talið er að botni efnahagslægðar- innar í Asíu sé náð og Bandaríkin og Evrópa hafi staðið af sér kreppuna. Halldór sagði að kreppan í Rússlandi og í Asíu hefði aðeins takmörkuð áhrif hér á landi, einkum á afmörkuðum sviðum, eins og afurða- sölu til dæmis. I skýi'slunni er meðal annars talað um Kosovo-stríðið og áhrif þess á efnahagslífið og veldur það samkvæmt skýi'slunni lækkun á gengi evrunnar en hækkun á dollaranum. Á Islandi spáir IMF áfram lágri verðbólgu og sagt er að raunhæft sé að búast við áfram- haldandi hagvexti. Viðskiptahallinn stærsta vandamálið Viðskiptahallinn við útlönd er helsta vanda- málið í hagstjórninni hér á landi samkvæmt skýi'slunni og á fundinum var sett spurningai'- merki við það hvort toppi hagsveiflunnar væri náð, en á fundinum kom fram að hagvöxtur gæti orðið 3-5% á árinu. „Allar hagstærðir gefa tilefni til bjartsýni. Hagkerfið er opnai'a og sveigjanlegi'a en nokkru sinni fyrr,“ sagði Arnar Jónsson í er- indi sínu á fundinum. I máli Hreiðars Bjarnasonai' á fundinum, þar sem hann talaði um peninga- og langtíma- mai'kað, sagði hann að Landsbankinn spáði áframhaldandi lækkandi vöxtum á langtíma- skuldabréfamarkaði. Isak Hauksson gaf síðan í lok fundarins yfir- lit yfir erlenda markaði. Sagði hann að Banda- ríkin og Evi'ópa hefðu staðist kreppuna í Asíu. Hann sagði að dollarinn hefði styi'kst það sem af er ári en gæti gengið til baka þegar liði á árið. „Mikill hagvöxtur og stöðugleiki ein- kennir hagkerfi Bandaríkjanna og neysla og fjái'festingar í byggingariðnaði jukust á fyrsta ársfjórðungi ársins. Atvinnuleysi er það minnsta í áratugi,“ sagði ísak. I Evrópu er mikið atvinnuleysi samkvæmt skýrslu Landsbankans og í apiíl lækkaði evr- ópski seðlabankinn vexti um 50 punkta til að reyna að koma í veg fyrir efnahagslægð í álf- unni. Minnkandi hagvöxtm’ og vaxandi atvinnu- leysi er helsti efnahagsvandi Evrópu, sam- kvæmt skýrslunni. Um Japan er sagt að áfram megi búast við neikvæðum eða engum hagvexti þar í landi. Hlutabréf hafa hækkað í verði í kjöl- fai' þess að japönsk fyrirtæki hafa hafið umbæt- ur í rekstri, og það gefur góð fyrirheit, segir í ársfjórðungsskýrslu Landsbankans. Vakí fiskeldiskerfi hf. 10 stærstu hluthafar 4. maí 1999 Hlutafé félagsins er nú alls 45 milljónir króna Hiutfaii 1 Þróunarfélag Islands hf. 2 Hlutabréfasjððurinn hf. 3 Hermann Kristjánsson 4 Auðlind hf. 5 Hólmgeir Guðmundsson 6 Brandur S. Guðmundsson 7 Þorsteinn I. Sigfússon 8 Aflvaki hf. 9 Radíómiðun ehf. 10 Jóhann H. Bjarnason 31,70% 8,73% 6,14% 4,46% 4,11% 2,74% 2,44% 2,33% 2,33% 2,04% 10 stærstu samtals: 67,02% Hlutabréf Vaka fiskeldiskerfa hf. verða skráð á Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands í dag, miðvikudaginn 5. mai. Félagið verður síðan tekið inn í heildarvísitölu Vaxtarlista og vísitölu iðnaðar og framleiðslu mánudaginn 10. maí. Eins og áður hefur komið fram, stóð Vaki fiskeldiskerfi hf. fyrir hlutafjárútboði á nýju hlutafé sem var 10 milljónir króna að nafnverði. Allt það hlutafé seldist upp á forkaupsréttartímabili. Með hverjum notuði. bíl á sumartilboði , fylgir geislaspilari/ á notuðum bíium með alvöru afslætti -» Þú kemur og semur Opið virka daga kl. 9-18 og laugar^aga kl. i FBA telur verð hluta- bréfa í hærra lagi FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins telur ekki líkur á al- mennri verðhækkun á íslenskum hlutabréfamarkaði á næstu mánuð- um, og í nýrri skýrslu FBA um greiningu á stöðu og horfum á mörkuðum segir að þegar litið sé á hlutabréfamarkaðinn í heild virðist verð hlutabréfa, að teknu tilliti til arðsemi íýi'ii-tækjanna, einfaldlega vera í hæira lagi. Sér í lagi eigi þetta við þegar óreglulegar tekjur fyrirtækjanna og uppsafnað skattalegt tap séu tekin inn í myndina. Þróun næstu 2-3 mánaða sker úr um framhaldið FBA telur að þróun næstu 2-3 mánaða hvað varðar ytri aðstæður í hagkeifinu, rekstur fyrirtækj- anna og hagræðingarmöguleika þeirra, skeri úr um framhaldið til lengri tíma litið. „Hálfsársuppgjör fyrirtækja verða mikilvægur mælikvarði í þessu tilliti. Fram að því eru frek- ari verðhækkanir ekki líklegar og má jafnvel búast við lækkandi verði. Hér er átt við að Heildar- og Úrvalsvísitölurnar lækki frekar en hitt. Fjárfestar verða að hafa í huga að staða einstakra fyrirtækja er misgóð þannig að spennandi kauptækifæri í einstökum fyrir- tækjum geta ekki síður verið íyrir hendi við þessar aðstæður. Enn- fremur er líklegt að ef um lækkan- ir verður að ræða geti það skilað sér fljótlega í kauptækifærum," segir í skýrslu FBA. Áframhaldandi vaxtalækkun ríkistryggðra bréfa Það er mat FBA að vextir ríkis- tryggðra skuldabréfa og annarra traustra skuldai'a haldi áfram að lækka á næstu mánuðum. Þetta stafi af takmörkuðu framboði þessara skuldabréfa eins og nýjar tölur frá Seðlabankanum sýni berlega, ásamt vaxandi eftirspurn vegna aukins sparnaðar í þjóðfélaginu. Hækkun á vísitölum til verðtryggingar að und- anförnu hafi einnig aukið eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum og útlit sé fyi'ii' að svo verði enn um sinn. Það sem tímabundið geti komið í veg fyrir vaxtalækkanir sé óvissa um skipun nýrrar ríkisstjórnai', lausafjárreglur Seðlabanka og seink- un á uppkaupum ríkissjóðs á mark- aði fram á haust. Tap OZ.COM 7,6 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins TAP OZ.COM nam 7,6 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 1999 samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri. Heildartekjur tímabilsins námu 111,3 milljónum króna og heildargjöldin 118,9 milljónum króna, en allt árið í fyrra námu heildartekjur OZ samstæðunnar 294 milljónum króna. Að sögn Skúla Mogensen, for- stjóra OZ.COM, er það ekki mark- mið fyrirtækisins að skila hagnaði enn sem komið er, heldur segir hann markmiðið fyrst og fremst vera að efla starfsemi fyrirtækisins áfram á öllum sviðum. „Við gerum í raun ekki ráð fyrir að skila hagnaði fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Við teljum mun mikil- vægai'a að eyða þeim mun meira í áframhaldandi þróun og markaðs- starf, en það mun skila sér margfalt í framtíðinni. Þetta er í samræmi við gengi Internetfyrirtækja er- lendis og í raun má segja að okkar niðurstöður séu mun betri miðað við mörg sambærileg fyrirtæki er- lendis og þar af leiðandi erum við mjög ánægðir með þær,“ sagði Skúli. Áætlanir OZ.COM gera ráð fyrir því að heildartekjur muni tvöfald- ast árlega næstu þrjú árin og að tekjur ársins 1999 verði alls 588 milljónú’ króna, en samkvæmt áætlun OZ er gert ráð fyrir því að tap ársins í ár nemi 39,8 milljónum króna. Á síðasta ári nam tap félags- ins 123,5 milljónum króna. Heildar- eignir OZ í lok mars 1999 námu 450,4 milljónum króna og var eigið fé jákvætt um 254,2 milljónir ki'óna. Samstarfsverkefni OZ og L.M. Ericsson vegur þyngst Samkvæmt upplýsingum frá OZ vegur samstarfsverkefni OZ og sænska símafyrirtækisins L.M. Ericsson á sviði hugbúnaðarþróun- ar þyngst í starfsemi OZ fyrstu þrjá mánuði ársins. Hluti af af- rakstri samstarfsins var kynntur á CeBit-sýningunni í Hannover í mars. Auk þess hefur OZ unnið að verkefnum með Intel og Real Networks. „Kapp verður lagt á að efla enn starfsemi fyrirtækisins á árinu, sér í lagi markaðs- og sölustarf og er ráð fyrir því gert að starfsmenn verði yfir eitt hundrað talsins í lok ársins. Jafnframt hefur stjórn OZ.COM verið efld með því að Bandaríkjamaðurinn dr. Ed Tuck, stofnandi Teledesic og Magellan, heufr þegið boð um stjórnarsetu,“ segir í fréttatilkynningu sem OZ hefur sent frá sér. Skrifstofur OZ eru nú í Reykja- vík, San Francisco og Stokkhólmi. Starfsmenn eru um 80, þar af eru 60 starfandi í Reykjavík, þar sem aðalstöðvar hugbúnaðarþróunar fyrirtækisins eru. Aðstaða fyrir- tækisins í Reykjavík er í eigin hús- næði á Snorrabraut 54, þar sem Osta- og smjörsalan var áður til húsa en auk þess hefur fyrirtækið nýverið tekið á leigu 450 fm hús- næði á Snorrabraut 56. Forráðamenn OZ hyggjast birta niðurstöður rekstrar í lok hvers ársfjórðungs, ásamt því helsta sem félagið er að vinna að hverju sinni. Þannig verður komið til móts við fjölmargar óskir þar um, en OZ er óskráð á markaði og því ekki bund- ið upplýsingaskyldu. Stefnt er að skráningu félagsins á alþjóðlegan markað að loknum undirbúnings- tíma og þegar markaðsaðstæður og önnurxtri skilyrði þykja hagfelld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.