Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT i SLÖKKVILIÐSBILL keyrir í gegnum úthverfi í Oklahomaborg í gær, sem skýstrókar lögðu í rúst á mánudag. Reuters Mestu skýstrókar í manna minnum í Oklahoma og Kansas í Bandaríkjunum Talið að 45 manns hafí beðið bana KONA og tvö börn hennar hafast við undir brú skammt frá Newcastle í Oklahoma er skýstrókur reið þar yfir á mánudag. Hundrað manns enn leitað Oklahomaborg. Reuters, AP. TALIÐ er að allt að 45 manns hafi látið lífið er mestu skýstrókar í manna minnum, að sögn sérfræð- inga, riðu yfir Oklahoma og Kansas fylki í Bandaríkjunum á mánudag og jöfnuðu þúsundir heimila við jörðu. Hjálparstarfsmenn segja óvíst um afdrif a.m.k. hundrað manns. Að sögn veðurfræðinga voru skýstrókarnir tæplega fimmtíu talsins og jöfnuðu þeir við jörðu allt sem á vegi þeirra varð. Elding- um laust niður og haglél, þar sem komin voru á stærð við tennis- bolta, reið yfir svæðið. Rafmagns- línur slitnuðu niður og strókamir þeyttu braki í allar áttir og lausa- gróður þeyttist úr jarðvegi og lauf- blöð af tjám. Stærsti strókurinn mældist 1,6 km að breidd og sextán km að hæð og sögðu sérfræðingar strókana vera þá stærstu sem nokkru sinni hefðu þekkst. Oklahomaborg, höfuðborg Okla- homa-ríkis, og Wichita í Kansas, eru þær borgir sem fóru hvað verst út úr óveðrinu en talið er að a.m.k. 40 manns hafi látist í Oklahoma- borg einni, en þar lögðust heilu hverfin í rúst. Að sögn hjálpar- starfsmanna í Oklahomaborg er talið að um þúsund hús hafi eyði- lagst þar og fjölmörg hjólhýsi og bifreiðar tókust á loft. í Wichita, í um 250 km fjarlægð frá Oklahomaborg, létu a.m.k. sex manns lífið. í suðurhluta borgar- innar feyktu skýstrókarnir nokkrum hjólhýsum út í stöðuvatn og mörg hús eyðilögðust. Að sögn talsmanna á sjúkrahús- um og heilsugæslustöðvum í Okla- homaborg og Wichita, er ástandið mjög slæmt og virtist straumur slasaðra engan enda ætla að taka. Aðstaða fyrir sjúka er að yfirfyllast og eru dæmi þess að kaffistofur séu notaðar undir sjúklinga. Clinton lýsir yfir neyðarástandi Bili Clinton, forseti Bandaríkj- anna, lýsti yfir neyðarástandi í Oklahomaborg í gær og búist var við að hann gerði slíkt hið sama við Wichita. Clinton lýsti áhyggjum sínum yfir ástandinu og að beiðni Frank Keating, ríkisstjóra Okla- homa, tilkynnti hann að alríkis- stjómin mundi veita ríkjunum fjár- stuðning við uppbyggingu og hjálp- arstörf. Keating kallaði í gær til Þjóð- varðlið Bandaríkjanna til að leita fólks í rústum heimila þess og ann- arra bygginga og gera ráðstafanir til að draga úr hættu á að eldur blossi upp vegna gasleka. Leitarstarf heldur áfram og gera hjálparstarfsmenn ráð fyrir að fleiri fómarlömb finnist. Islendingar í Qklahoma og Kansas „Þökk sé sjón- varpinu“ „ÉG VAR mjög hrædd. Loft- vamaflautur glumdu auk þess sem veðrið lét rosalega illa og eldingum sló niður í sífellu. Við gátum fylgst með skýstrókunum í sjónvarpinu sem stefndu beint á okkur,“ sagði Geirþrúður Jóns- dóttir, sem býr í Tulsa í Okla- homa ásamt eiginmanni sínum, Michael Einari Reynissyni, flug- virkjanema, og tveimur börnum þeirra. Geirþrúður kvaðst hafa fylgst með voðaveðrinu í sjónvarpinu ásamt fjölskyldu sinni. „Við sátum fyrir framan sjón- varpið allan timann og vorum búin að setja dýnur og kodda inn í minnsta herbergið í húsinu, eins og ráðlagt hefur verið við aðstæður sem þessar." Hún sagði skýstrókana hafa hætt að snerta jörðina er þeir nálguðust heimabyggð hennar. „Þökk sé sjónvarpinu, því án þess hefðum við ekki getað vitað svo fljótlega að við væmm úr hættu,“ sagði Geirþrúður. Hún bætti því við að það væri henni mikill léttir að rafmagn hefði ekki farið af, eins og oft gerist í slíkum voðaveðrum, því þá hefði sjónvarpsins til að mynda ekki notið við. „Tulsa er um einn og hálfan tíma frá Oklahoma City þar sem miklar skemmdir urðu. I minni bæjum á milli okkar og borgar- innar varð töluverð eyðilegging. Við sáum hvar bflar þeyttust á loft og fleira í þeim dúr. Hér í Tulsa urðu engin slys eða skemmdir sem betur fer, en við- búnaður var mjög mikill," sagði Geirþrúður. Engan íslending sakaði Um 200 Islendingar eru bú- settir í Tulsa í Oklahoma og enn aðrir í Oklahoma City og Kansas. Að því er Morgunblaðið komst næst sakaði engan þeirra í ofsaveðrinu, en fleiri íslending- ar sem búsettir eru í Tulsa höfðu svipaða sögu og Geirþrúður að segja. Margir þeirra gistu ýmist í holræsum og loftvarnabyrgjum á mánudagsnóttina. Að því er Vigdís Aðalsteins- dóttir Taylor, ræðismaður í Kansas, sagði í gær, sakaði eng- an Islending í Wichita í Kansas að henni vitandi, en þar ollu ský- strókar töluverðu tjóni með þeim afleiðingum að a.m.k. fímm manns létust. Lokahnykkur kosningabaráttu JOHN Prescott, aðstoðar- forsætisráðherra Bretlands, veitti í gær Donald Dewar, leiðtoga Verkamannaflokks- ins í Skotlandi, Iiðsinni sitt á endaspretti kosningabar- áttunnar til heimastjórnar- þingsins nýja, en Skotar ganga að kjörborðinu á morgun. Prescott hélt ræðu í Glasgow þar sem Verka- mannaflokkurinn fékk einnig Alex Ferguson, knattspymusfjóra breska liðsins Manchester United, til liðs við sig, en andlit Fergusons, sem er senni- lega þekktastur skoskra knattspymustjóra, prýðir nýtt veggspjald flokksins. Fyrr um daginn hafði Dewar viðurkennt í fyrsta sinn að Verkamannaflokkur- inn væri reiðubúinn að mynda stjóm með frjáls- lyndum demókrötum að Ioknum kosningum, en Dewar hefur fram að þessu haldið fast í vonina um að flokkur sinn tryggði sér sextíu þingsæti, sem senni- lega myndi duga flokknum til að mynda starfhæfa minnihlutastjóra. Reuters Um 100.000 Kinverjar létust af slysforum Peking. Keuters. ÁRIÐ 1998 létust um 100.000 Kín- verjar af slysförum, við vinnu og í umferðaróhöppum, að því er China Daily skýrði frá í vikunni sem leið. Þetta kemur fram í skýrslu sem Efnahags- og viðskiptanefnd Kína (SETC) birti nýlega. í skýrslunni kemur ennfremur fram að flestir hafi látið lífið í umferðaslysum, eða 78.067 manns, en umferðaróhöpp voru alls 364.129 talsins. Samkvæmt þessu hefur umferðaróhöppum í Kína fjölgað um 13.8% frá árinu 1997. I niðurstöðum nefndarinnar kem- ur einnig fram að 14.660 manns hafi látið lífið við námustörf og önnur iðnaðarstörf árið 1998, en alls voru óhöpp á þeim vettvangi 15.372 tals- ins, sem nemur 16.6% fækkun á slysum frá fyrra ári. Þá fækkaði slysum við önnur störf um 13.6% frá árinu 1997, en árið 1998 létu 5.439 manns lífið við störf í öðrum atvinnugreinar. í skýrslu sinni hvatti SETC fyrir- tæki í Kína til að „setja öryggi starfsmanna í öndvegi jafnfætis til- raun þeirra til að auka afköst við framleiðslu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.