Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leiðangurinn á Everest 1924 Geymir mynda- vélin svarið? Nýjar upplýsingar um morð á kaþólikkum á Norður-írlandi Breskar öryggissveitir taldar viðriðnar drápin Vín, London. Reuters. REINHOLD Messner, sem fyrst- ur varð til að komast á Everest- fjall án súrefnisgeyma og hjálpar Sjerpa, sagði í gær, að hann ef- aðist um, að George Mallory hefði komist alla leið á tindinn. Hvarf hann ásamt félaga sínum hátt í hliðum fjallsins 8. júní 1924 en frosið lfk hans fannst fyrir nokkrum dögum. Allt frá því Mallory hvarf ásamt félaga si'num, Andrew Ir- vine, hafa menn velt því fyrir sér hvort þeir hafi í raun orðið fyrst- ir til að sigrast á hæsta ljailstindi í heimi og þá verið á niðurleið er þeir urðu úti. Messner sagði hins vegar, að svo lengi sem mynda- vélin þeirra fyndist ekki og þá með mynd, sem sýndi þá á toppn- um, myndu þeir Edmund Hillary og Tenzing Norgay njóta þess heiðurs að hafa orðið fyrstir á tindinn en þeir unnu það afrek 1953. Messner, sem einnig varð fyrstur til að klífa öll 14 fjöllin, sem eru hærri en 8.000 metrar, getur sér til, að þeir Mallory og Irvine hafi örmagnast áður en þeir komust yfir siðasta hjallann á leið upp fjallið norðanvert. Ensk-ameríski leiðangurinn, sem fann Iík Mallorys, er nú að leita að líki Irvines og Kodak- myndavélinni, sem hugsanlega gæti orðið til að breyta fjall- göngusögunni töluvert. Telja sér- fræðingar hjá Kodak nokkrar líkur á, að filman hafi varðveist óskemmd í allan þennan tíma eða í 75 ár. London. Reuters. í TRÚNAÐARSKJALI írskra stjórnvalda kemur fram að sterkur grunur leiki á því að liðsmenn breskra öryggissveita séu viðriðnir dráp á lýðveldissinnum á Norður-ír- landi, að sögn breska dagblaðsins The Independent í gær. The Independent kvaðst hafa séð skjalið, sem er ellefu síður og var sent Mo Mowlam, Norður-Irlands- málai'áðherra bresku stjómarinnar, í síðasta mánuði. Blaðið sagði enn- fremur að írska stjórnin beitti sér fyrir því að bresk yfirvöld hæfu rann- sókn á máli Pats Finucane, lögfræð- ings í Belfast sem skæruliðai’ úr röð- um mótmælenda myrtu árið 1989. I skjalinu kemur fram að írska stjórnin hafi fengið ýmis ný gögn um málið, meðal annars afrit af skjölum sem vh’tust hafa komið frá „breska öryggis- og leyniþjónustukerfinu". I nýju gögnunum koma meðal ann- ars fram ásakanir um að nafngreindir liðsmenn lögreglunnar á Norður-ír- landi hafi staðið fyrii- morðinu á Fin- ucane og sérsveitir hennai’ hafi vitað af morðsamsærinu. The Independent segir að nýju upplýsingarnar virðist „staðfesta grunsemdh- margra um að liðsmenn öryggissveita hafi verið noL aðh’.. til að skera upp herör gegn mönnum sem taldir voru óvinir ríkis- ins og til að leyna aðgerðunum og hylma yfir með hinum seku“. Fréttum um bráðabirgða- • stjórn vísað á bug Viðræður stjórnmálaleiðtoga kaj)- ólikka og mótmælenda á Norður-Ir- landi hefjast að nýju í London á morgun undir stjórn Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Fjölmiðlar á írlandi og í Bretlandi skýrðu frá um helgina að ríkisstjómir landanna væru að íhuga þann mögu- leika að norður-írsku flokkai’nh’ mynduðu framkvæmdastjóm til bráðabirgða í því skyni að koma í veg fyrir að friðarumleitanir þeirra fæm út um þúfur. Flokkarnir fengju þá hálfs árs frest til að leysa deilu sína um afvopnun Irska lýðveldishersins (IRA), sem hefur tafið fyrir stofnun heimastjómai- á Norðui’-Irlandi. Bertie Ahern, forsætisráðhema Irlands, neitaði þessum fréttum á mánudag og sagði að Irar og Bretar væru að kanna alla kosti í stöðunni. „Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um drög sem við getum sætt okkur við á þessu stigi.“ Reuters FLÓTTAMENN frá Kosovo silja skelfingu lostnir í dráttarvagni á leið yfir landamærin til Albaníu. Þeir sögðu blaðamönnum að serbnesk lögregla hefði ráðist á hóp þeirra og fært nokkra karlmenn á brott og skotið á flóttafólkið. Raunir flóttamanns Skopje. Reuters. REMZI Dauti er enskukennari frá Kosovo. Hann segist í gegnum tíð- ina hafa fylgst með flóttafólki í sjónvarpi en að langur vegur hafi verið frá því að hann hafi getað gert sér í hugarlund hvernig það væri að vera í þeirra spomm. Eftir reynslu hans sl. sex vikur er raunin orðin önnur. Saga Dauti er sorgleg, ekki síst fyrir þær sakir að hún er ekki ein- stök. Líf hans hefur tekið stakka- skiptum á örfáum vikum; frá því að vera kennari í Vitina, litlum bæ í Kosovo, er Dauti nú einn af 200.000 flóttamönnum í Skopje, höfuðborg Makedóníu. Daginn áður en loftárásir Atl- antshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu hófust, 24. mars sl., héldu serbneskir hermenn innreið sína á skriðdrekum í Vitina. Tveim- ur til þremur dögum síðar vom íbúar bæjarins neyddir til að yfir- gefa heimili sín og ástæðan sögð vera loftárásir NATO. Burt frá aleigu sinni hélt Dauti ásamt fjölmörgum öðmm til fjalla- þorps í um sjö km fjarlægð þar sem hann gisti við óvissu í um tvær vik- ur. „Þann 13. apríl komu tveir serbneskir hermenn í þorpið og sögðu okkur að fara til Albaníu," sagði Dauti. Peningar fengu þá hins vegar til að skipta um skoðun, að sögn Dautis, og flóttafólkið fékk að vera um kyrrt. Vera þeirra þar átti hins vegar eftir að draga dilk á eftir sér. Morguninn eftir komu grímu- klæddir hermenn á þremur bílum og vörubíl. „An nokkurrar viðvörunar hófu þeir að skjóta á okkur af handa- hófl. Sex manns féllu í valinn, tvær ungar stúlkur, átta og þrett- án ára gamlar, tvær eldri konur og tveir ungir drengir, átján og 23 ára. Að auki særðust þrettán manns.“ Kosovo-Albanamir flúðu á ný og leituðu 85 þeirra skjóls í litlu þorpi sem heitir Donja Stubla, þar sem þeir dvöldu í viku við bág kjör. „Farið aftur til Serbíu“ Þann 21. apríl ákváðu Dauti og hinir að freista þess að komast í ör- uggt skjól í Makedóníu. „Við lögð- um af stað um klukkan fjögur um nóttina og gengum í um tíu klukku- stundir,“ sagði Dauti. Enn á ný þurftu þau að borga serbneskum hermönnum til að komast leiðar sinnar. Er að landa- mærunum kom urðu makedónískir hermenn á vegi flóttafólksins. „Viðbrögð þeirra voru hræðileg. Þeir sögðu okkur að fara aftur til Serbíu," sagði Dauti. „En serbnesku hermennirnir höfðu hót- að okkur því að ef við snérum aftur við, myndi það kosta okkur lífið.“ Makedónísku hermennirnir sögðu fólkinu að það yrði að fara um opinbera landamærastöð til að komast inn í landið. Flóttafólkið faldi sig í skógivöxnum fjallshlíð- um skammt frá þar sem það yljaði sér við eld, en á þessum tíma snjó- aði. Eftir að hafa komið auga á eld- inn hélt ungur Aibani, sem búsett- ur var í litlu þorpi í Makedóníu skammt frá, leið sína í átt að fólk- inu. Ólíkt öllum öðrum sem orðið höfðu á vegi flóttafólksins frá því það yfirgaf heimili sín, sagði Dauti hann hafa vandað þeim kveðjur sín- ar og fullvissað þau um að þau yrðu óhult innan tíðar. Daginn eftir fóru þau til Malina á landamærunum þar sem þau fengu að gista um nóttina, en fljótlega vai- þeim sagt að þau yrðu að fara til flóttamannabúðanna hið fyrsta. Um einum og hálfum mánuði eft- ir að hafa flúð heimili sitt, hafði Dauti komið sér fyrir í úthverfi Skopje. Núna á hann sér þann draum einan að finna móður sína og bróður, sem enn eru í Kosovo, og halda heim á leið að stríðinu loknu. Umræður um breytingar á bresku lávarðadeildinni Skipaður þing- heimur eða kjör- in öldungadeild London. Morgunblaðið. STJÓRN Verkamannaflokksins er sögð fylgjandi því að í stað lávarða- deildarinnar komi þingheimur, sem verði allur skipaður til ákveðins tíma en ekki kosinn. íhaldsmenn vilja breyta lávarðadeildinni í öld- ungadeild, þar sem þingmenn yrðu að stórum hluta kosnir, og herma fréttir, að talsverður hluti þing- manna Verkamannaflokksins og frjálslyndra demókrata sé inni á þeirri skipan mála. Breytingar á lávarðadeildinni hafa verið ríkisstjórn Tony Blairs mikið hjartans mál. Sérstaklega hefur henni verið það þymir í aug- um, að menn skuli erfa þar sæti, en af 1167 eru 639 erfðasæti, en í 502 eru menn skipaðir og þá ævilangt og þykir ráðherrum Verkamanna- flokksins sú skipan einnig óviðun- andi. Eftir talsvert stapp gerði Tony Blair samkomulag við tals- mann íhaldsflokksins í lávarðadeild- inni, Cranborne, um að svipta alla í erfðasætum, nema 90, atkvæðis- rétti, en frekari breytingum var slegið á frest með því að ríkisstjórn- in setti nefnd í að vinna málið áfram. Þetta samkomulag var gert án vitundar William Hagues, formanns íhaldsflokksins, sem gerði sér lítið fyrir og vék Cranborne umsvifa- laust frá sem talsmanni Ihalds- flokksins í deildinni. Um leið gerði Hague lítið úr þeim breytingum, sem samkomulag hafði náðst um og sagði þær ganga alltof skammt; það væri til einskis að taka á málinu með svo takmörkuðum hætti, held- ur yrði að ræða málið í heild. Tillögur Mackays Hague fól svo nefnd undir forsæti Mackay, lávarðar af Clashfem, fyrrum forseta lávarðadeildarinnar, að gera tillögur um breytingar á skipan lávarðadeildarinnar og nú hafa þessar tillögur séð dagsins ljós á undan tillögum nefndar ríkis- stjórnarinnar. Tillögurnar eru tvenns konar; annars vegar 480 manna öldunga- deild, þar sem þriðjungur þing- manna yrði kosinn í almennum kosningum hverju sinni til 15 ára (þriggja kjörtímabila) í senn og ættu menn ekki kost á framboði aft- ur að þeim loknum. Til þessara kosninga yrði landinu skipt upp í 80 kjördæmi, sem hvert fengi sex þing- menn í öldungadeildinni. Fjörutíu og fímm öldungadeildarþingmenn til viðbótar yrðu skipaðir af forsæt- isráðherra. Hin tillagan gerði ráð fyrir 450 manna öldungadeild, þar sem 150 yrðu valdir af sjálfstæðri nefnd til þriggja kjörtímabila, 99 yrðu valdir af nýju heimastjómarþingunum á Norður-írlandi, Skotlandi og Wales og frá enskum héruðum og aðrir 99 valdir, þriðjungur hverju sinni, af flokkslistum eftir fylgi flokkanna í almennum þingkosningum. Hund- rað öldungadeildarþingmenn yrðu skipaðir ævilangt (í stað um 500 sem nú er). Skiptar skoðanir í báðum flokkum Innan íhaldsflokksins eru skiptar skoðanir um hvora leiðina eigi að fara. Talið er, að fieiri, þar á meðal William Hague, séu hallir undir síð- amefndu tillöguna, þar sem sú fyrrnefnda sé fullróttæk. Og þær fréttir, að ráðherrar Verkamanna- flokksins séu andvígir öllum kosn- ingum og vilji láta skipaðan þing- heim taka við af lávarðadeildinni, valda kurr í þingmannahópi flokks- ins. ------------------ Talebanar fá Netið Kabul. Reuters. AFGANAR fá nú loks símasam- band við umheiminn því að breskt fyrirtæki ætlar loksins að opna fyrir þá möguleika til millilandasímtala, farsíma og netsins. Breska fyrirtækið ætlar að verja mörgum milljónum dollara í verkið og telur að það taki 15 ár að stór- bæta hálfónýtt og úrelt 40 ára gam- alt símakerfí landsins. Talebanar, sem fara með völdin í Afganistan, hafa ekki fengið viður- kenningu erlendra ríkisstjórna en telja, að með því að koma á síma- og netsambandi sé verið að gera landið aðgengilegra fyrir erlenda fjárfesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.