Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 59’
UMRÆÐAN
Hver vill vernda
mitt land?
Kosningabaráttan er
hafin og margir bíða
þess enn með óþreyju
að heyra nýjar raddir
og finna ferskan and-
blæ í stað þeirrar moð-
suðu sem einkennt hef-
m* íslensk stjómmál um
árabil þar sem allt
snýst um það hvernig
blóðmjólka megi kúna
okkar, Auðhumlu, nátt-
úru íslands.
Ennþá hefur fátt
gerst sem skiptir máli.
Enn bíðum við þess að
umhverfismál verði
raunverulega til um-
ræðu og forkólfar
flokkanna ræði þau mál í einlægni
en ekki eins og pólitísk finngálkn,
lamb í framan en refur að öðru
leyti.
Engu er líkara en að flokkarnir
hafi ekki á að skipa nema örfáum
mönnum sem hafa kynnt sér um-
hverfismál og hafa þekkingu á
þeim, ellegar að þeir sem vit hafa á
fái ekki að viðra skoðanir sínar.
Þetta er þó örlítið að breytast og
má sjá þess merki bæði í Samfylk-
ingu og Vinstra-græna framboðinu,
og reyndar Frjálslynda flokknum
líka. Annars eru þingmenn almennt
furðu illa að sér um umhverfismál
og margir líta þau hornauga þótt
þau séu grundvöllur lífs þjóðarinnar
í bráð og lengd. Einkum eru for-
ystumenn stjórnarflokkanna veru-
lega hreyfihamlaðir á þessu sviði.
Framsóknarflokkurinn hefur haft
öll umhverfismál á sinni könnu und-
anfarið kjörtímabil. Forysta flokks-
ins, þeir Halldór Ásgrímsson og
Finnur Ingólfsson, hefur ráðskast
með umhverfismál í miklu meira
mæli en sjálfur umhverfisráðheiT-
ann ómissandi, Guðmundur Bjama-
son, og utanríkisráðherra hefur í
raun troðið umhvei’fisráðuneytinu í
rassvasann.
Sjálfstæðisflokkur hefur heldur
ekki borið gæfu til að taka umhverf-
ismál alvarlega, enda þótt nokkrir
þingmenn úr röðum hans hafi lýst
yfir einlægum-vilja sínum þar um.
Forysta flokksins elur enn á stór-
iðjudraumum; hún kom í veg fyrir
að Kyoto-bókunin væri undirrituð,
og það er lýsandi dæmi um stefnu
flokksins í umhverfismálum að tals-
maður hans í þeim málaflokki er
einn helsti stóriðju- og virkjanasinni
á Austurlandi, Ambjörg Sveinsdótt-
ir. Sáttatal forsætisráðhen'a verður
að skrumi þegar annar helsti her-
foringi stóriðjunnar á Austurlandi
birtist sem talsmaður sáttanna.
En þá er líka vert að spyrja:
Hver er stefna Samfylkingar og
Vinstra-græna framboðsins í þess-
um efnum? Eru náttúruspjöll, trufl-
un vistkerfis lands og sjávar; allt
fyrir mengandi stóriðju, líka á dag-
skrá hjá þeim? Við leggjum við
hlustir.
Flokkar og foringjar þeirra
skipta máli. Og kannski er það svo
að þegar á botninn er hvolft vilja Is-
lendingar fyrst og fremst réttsýnni
og heiðarlegri stjórnmálamenn.
Hvaða heiðarleiki felst í því að
pukrast með bókhald stjórnmála-
flokka, láta eins og þeir séu góð-
gerðarstofnanir, koma sér hjá því
að upplýsa hverjir borga til dæmis
yfir 100 þúsund krónur í kosninga-
sjóð? Greiða vonbiðlar stóriðju og
virkjana í kosningasjóði? Hvers
vegna má ekki losa íslenska stjóm-
málaflokka undan þessu baneitraða
orðspori?
Við viljum hreinlyndá og lýðræð-
islega stjórnmálamenn sem vinna
fyrir opnum tjöldum; segja t.d. ná-
kvæmlega hvað þeir ætla að gera í
umhverfismálum, hvað þeir ætla að
vernda, vegna þess að þar fara ef til
vill vormenn Islands hvar í flokki
sem þeir standa. Hverjir ætla að
bjarga Þjórsárverum undan kló
Landsvirkjunar? Hverjir ætla að
vernda Jökulsá á Fjöllum og Detti-
Guðmundur Páll
Olafsson
foss, Dimmugljúfur og
Eyjabakka fyiir sömu
ki-umlu?
Hvað ætla stjóm-
málamenn að segja
Gnúpverjum um fram-
tíð fossanna miklu í
Þjórsá og Þjórsárvera,
dýrmætustu gróðm'-
vinja íslenskra öræfa?
Hvað ætla þeir að segja
Landmönnum og þeim
á Klaustri? Ætla þeir
að leyfa eyðileggingu á
einu fegursta vatni
landsins, Langasjó?
Hvað með fyrirætlanir
um að pípa vatnasvið
Lónsöræfa, umturna
þar öllu til að virkja? Og hverjir ætla
að vera málsvarar þeirra Austlend-
inga og Norðlendinga sem ekki hafa
sýkst af stóriðjuveirunni?
Kosningar
Við ættum að strika út
af kjörseðli, segir Guð-
mundur Páll Olafsson,
alla þá sem hafa stór-
iðju og náttúruspjöll
að markmiði.
Mörg okkar sem í dreifbýli lands-
ins búum viljum alls ekki sitja undir
því að dreifbýlisfólk sé álitið náttúr-
uníðingar, en þannig hafa málsvar-
ar stóriðju á Austur- og Norðaust-
urlandi haldið á málum. Barátta
þeirra snýst ekki um velferð dreif-
býlisins og framtíð þess heldur
skammvinnt peningafyllerí og lang-
vinn náttúruspjöll.
Tugþúsundii' íslendinga úti um
allt land vilja fá svör við ofangreind-
um spurningum. Við höfum hins veg-
ar litið gagn af prettum eins og for-
maður Framsóknarflokksins bauð
upp á í fyrra þegar hann vildi semja
um virkjanir og eyðileggingu Eyja-
bakka og Dimmugljúfra. Stórmann-
lega bauð hann friðun Þjórsárvera
og Dettifoss í staðinn. Vel boðið, eða
hvað? Báðir staðimir eru friðaðir og
Dettifoss er meira að segja í þjóð-
garði! En hvaða hótun býr að baki
svona prangi? Þama gaf Halldór Ás-
gn'msson í skyn að framtíð friðlýstra
svæða, þai' með þjóðgarða, væri
komin undir duttlungum stjómmála-
manna hverju sinni. Og Halldór er
ekki einn á báti. Til eru þeir þing-
menn sem hafa viðrað hugmyndir
um að afnema friðun Mývatns og
Laxár. Við ættum að strika út af
kjörseðli alla þá sem hafa stóriðju og
náttúraspjöll að markmiði. Þeim er
ekki treystandi fyiir fjöreggi þjóðar-
innai'. Brennandi spurning vordag-
anna og sú sem flestir kjósendur
vilja fá svar við verður þessi: Hver
vill vernda mitt land?
Höfundur er rithöfundur og nátt-
úrufræðingur.
Fjárskortur á meðferðarheim-
ili fyrir fíkniefnaunglinga
NÚ í aðdraganda
alþingiskosninga virð-
ast stjórnmálaflokk-
arnir hafa nokkrar
áhyggjur af fíkniefna-
vandanum og jafnvel
er heitið margföldum
fjái'veitingum til for-
varna. Er það vel og
vonandi er að staðið
verði við stóra orðin
að kosningum afstöðn-
um.
Ef svo fer geta for-
svarsmenn og starfs-
fólk Götusmiðjunnar -
Virkisins væntanlega
horft tD betri tíðar og
sú starfsemi sem rekin er þar í
þágu ungmenna, sem orðið hafa
fíkniefnum að bráð, haldið áfram.
Það er auðvitað draumurinn en
blákaldur veraleikinn í dag er ann-
ar því að óbreyttu era horfur á því
að starfsemi Götusmiðjunnar -
Virkisins líði undir lok á sumar-
mánuðum vegna fjárskoi'ts.
Virkið er eina sérhæfða með-
ferðarheimilið í landinu fyi'ir 16-20
ára vímuefnaneytendur. Skjól-
stæðingar þess eru í meirihluta
ungmenni sem önnur úrræði hafa
ekki hentað og samfélagið jafnvel
,gefist upp“ á. Biðlisti er eftir
meðferð og þörfin meiri en nokkru
sinni frá stofnun þess í júní í
fyrra.
í dag starfa 12 manns i fullu
starfi hjá Virkinu og 7 í hlutastarfi.
Til að árangur náist í meðferðinni
þarf þétt net fólks sem sinnir öll-
um þörfum hennar og heimilisins.
Meðferðarúrræðið byggú' á kerfi
sem hefur sannað sig um allan
heim en meðferðartíminn er ein-
staklingsbundinn og getur verið
frá 2 mánuðum upp í 12.
Þegar ungmenni koma í með-
ferð eru þau búin að missa tök á
lífi sínu vegna vímuefnaneyslu. St-
arfsemi Vii'kisins er byggð upp
með það fyrir augum að styðja og
hjálpa einstaklingnum að hjálpa
sér sjálfur, efla og styrkja sjálfsí-
mynd hans svo hann geti komið lífi
sínu í jákvæðan farveg, lifað af í
samfélaginu og staðið á eigin fót-
Útiskilti
Hulda Kristín
Jóhannesdóttir
um. Er honum fylgt
alla leið inn í samfé-
lagið aftur, hann
studdur til vinnu eða
skóla. Og til marks um
að starfsemin sé á
réttri leið hefur
Barnavemdarstofa
veitt starfseminni sér-
staka viðurkenningu.
Fari svo að Virkið
loki vegna fjárskorts
yi'ðu endalok mikil-
vægrar og árangurs-
ríkrar starfsemi í
þágu samfélagsins
grátleg. Rannsóknir
sýna, að einn ungling-
vímuefnavanda getur kostað
að meðaltali um
Atvixixiuhúsxiædi
Miðhraun — endabil
Til sölu mjög gott iðnaðarhúsnæði 282 fm á 1. hæð. Lofthæð 5 til 7,3 m.
Efri hæð ca 146 fm. Samtals ca 428 fm. Húsið er steinsteypt, klætt með
stáli. Innkeyrsludyr ca 3,4 m. Lóð og bílastæði sem eru mjög stór verða
fullfrágengin.
Ártúnshöfði — 210 fm
Til sölu mjög gott iðnaðarhúsnæði með góðum innkeyrsluhurðum og
aðkomu. Húsnæðið getur verið laust mjög fljótlega.
FASTEIGN ER FRAMTID
FASTEIGNA
Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík,
fax 568 7072
rjo simi
áZ JMIf
Sverrir Kristjánsson
lögg. fasteignasali
ur í
samfélagið
100.000 krónur á viku. Með öðram
orðum væri fórnarkostnaður al-
mennings og fyrirtækja með ein-
um einstaklingi í fíkniefnaneyslu
5,2 milljónir á ári. Er það fyrir ut-
an beinan kostnað ríkisins vegna
lögregluútkalla, sjúkrahússkostn-
að, félagsmálakostnað og dóms-
kerfisins. Því segir það sig sjálft,
að það er hagkvæmara fyrir sam-
félagið að sinna unga fólkinu með
meðferðarúrræði sem styður þau
til farsælla lífs.
Virkið er hægt að reka í núver-
andi mynd fyrir um 28 milljónir á
ári til að sinna 12 til 14 unglingum
í senn. Gæti það með núverandi
starfsemi sinnt stórum hluta af
þeim unglingum sem leiðast út í
vímuefnaneyslu væri fjárhags-
Meðferðarvandi
Ekki er ásættanlegt,
segir Hulda Kristín Jó-
hannesdóttir, að Götu-
smiðjan - Virkið verði
að leggja upp laupana
sakir fjárskorts.
grandvöllur tryggður. Stjómvöld
veittu 5 milljónir til starfseminnar
1998 og 6 milljónir í ár. Þótt mikil-
vægur sé, dugar sá styrkur
skammt og reksturinn er því mjög
erfiður. Erfiðlega hefur gengið að
fá aðstoð annars staðar frá og sér
Virkið ekki fram á að geta haldið
meðferðarheimilinu gangandi mik-
ið lengur án aukins fjánnagns frá
hinu opinbera.
Það hefur margsinnis sýnt sig,
að þegar mikið liggur við hefur
almenningur, fyrirtæki og stjórn-
völd hlaupið undir bagga og reitt
fram hjálparhönd. Mikið liggur t
við nú því heill margra ungmenna
er í hættu. Þeim verður að
bjarga. Ekki er ásættanlegt að
Götusmiðjan - Virkið verði að
leggja upp laupana sakir fjár-
skorts. Það yrði dýrari kosturinn
fyrir samfélagið en að halda því
gangandi.
Höfundur starfar á medferðarheim-
ilinu Virkinu.
Flatir — Garðabæ — 250 fm einbýii
Vorum að fá í einkasölu vandað ca 210 fm einbýlishús ásamt 41
fm tvöföldum bílskúr. Húsið er að mestu leyti allt á einni hæð.
Húsið er mikið endunýjað, m.a. með Steni. Nýlegar vindskeiðar,
rennur og niðurföll. Gler í mjög góðu standi. Nýleg sólstofa með
útgengt á nýlega verönd mót suðri. Nýlegt parket. Snjóbræðsla í
bílaplani, gangstíg og stétt. Fallegt hús, staðsett sunnan megin
við götu. Fallegt útsýni. Verð 23,5 millj.
Lyngmóar — Garðabæ
Falleg 88 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð ásamt innbyggðum bílskúr.
Yfirbyggöar svalir. Sérþvottahús. Frábært útsýni. Laus strax.
Valhöll, fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477.
SIMI568 77 68
MIÐLUN
Sverrir Kristjánsson
iögg. fasteignasali
Sýnishorn úr söluskrá
1. Ein elsta og þekktasta sérverslun við Laugaveginn til sölu. Mjög
vel staðsett, einstaklega gott verð. Selur snyrtivörur og vinsælan
fatnað. Laus strax.
2. Góð bónstöðtil sölu á góðum stað í borginni. Erí 150 fm húsnæði.
Mikil og vaxandi vinna. Þetta geta og kunna allir.
3. Fiskbúð með mikla sölu til stofnana og fyrirtækja. Laus strax. Stórt
hverfi og miklir möguleikar fyrir duglegan mann.
4. Sæt og notaleg kaffistofa i verslunarmiðstöð þar sem er m.a. Nýkaup.
Kjörið fyrir duglegan einstakling eða samhentar konur. Heimilismatur
seldur í hádeginu. Gott eldhús. Myndir á skrifstofunni.
5. Viltu vera sjálfstæður? Til sölu er háþrýstidæla á yfirbyggðri kerru
og í toppstandi. Mikil vinna framundan og góðar tekjur fyrir réttan
mann.
6. Þekkt fataverslun fyrir börn á aldrinum 0 til 15 ára. Staðsett í þekktri
verslunarmiðstöð þar sem mikið er að gerast og margt fólk. Það
er gaman að selja falleg barnaföt.
7. Einn þekktasti skyndibitastaður borgarinnar. Selur mikið af hamborg-
urum, léttum steikum og fiskmeti. Einnig ís og sælgæti. Góð staðsetn-
ing, siðlegur vinnutími og huggulegur staður. Mikill annatími að
byrja.
8. Góð blómaverslun til sölu í verslunarmiðstöð í nýju hverfi. Skemmtileg
verslun sem selur ilmandi blóm og fallegar gjafavörur. Eitthvað sem
flestar konur dreymir um. Hafðu samband við okkur, við tökum vel
á móti þér. Hverfið byggist hratt upp.
9. Land með gömlum húsum á sem þarf að taka í gegn. Er rétt við bæjar-
dyr Reykjavíkur og er 1 hektari, 2 hús, ein vöruskemma, rafstöðvar,
fjárhús. Landið er girt, borhola fyrir köldu vatni. Eignarland. Verð
aðeins 5 milljónir. Fljótir nú.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASALAN
SUOURVE R I
SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
<