Skírnir - 01.01.1847, Qupperneq 102
104
skeyttu eigi um hag Spánar, sem þeir ættu fyrir aí>
sjá, en rábherrar undu sjer út úr þessari klípu, og
kváíiu þetta vera vilja drottningarinnar, sem þeir
allir yrf>u ab hlýfnast, og ab lokum varS sá endir á
allri þrætunni, aö meiri hluti fulltrúa fjellst á gipt-
ingu drottningarinnar og systur hennar, og hafíii þó
Enrico reynt til mef) öllum hætti ab aptra því.
Um þessar mundir kom Narvaez aptur til Madrid-
borgar, og tók drottningin honum vel. Líka kom
hertoginn af Montpensier, til aö vitja unnustu sinn-
ar, og Ijet drottning og ráöherrar taka veglega á
móti honum, en þjóbinni var heldur fátt til hans.
Drottningin giptist snemma í október, og systir
hennar sama dag, og ab enduöu brullaupinu fór
hertoginn af Montpensier meb konu sína til Frakk-
lands. Veizlukostnabinn allan mátti Madridborg borga
ein, og varb illur kurr í bæjarmönnum út úr því,
án þess þó ab nokkub yrbi meira úr því, en þó var
einu sinni skotib á hertogann af Montpensier, en
hann sakabi ekki. Skömmu síbar var mabur drottn-
ingarinnar gerbur ab konungi, eins og lög standa
til, en þó ekki nema ab nafninu til, en sonur greifa
Bressons (Bresson er sendiherra Frakka í Madrid-
borg, og gekk dyggilega fram í öllum þessum
málum) var tekinn í lendra manna tölu á Spáni
(Grand d’Espagne), og var hann þó ekki nema eins
árs gamall. Meb þeim hætti, sem nú hefur sagt
verib, fjekk Frakkakonungur meb kænsku öllu þessu
til leibar komib, hvab sem Bretar sögbu, en þeir
Ijetu sendiherra sinn í Madridborg skriilega segja á
reibi sína, ef sonur Frakkakonungs fengi systur
drottningar, en brjef þetta barst eigi sendiherra þeirra