Skírnir - 01.01.1847, Side 113
115
sækja. — Annars gengur allt á trjefótum, ab kalla
má, í Ítalíu. þar eru t. a. m. því nær í hveiju horni
stigamannaflokkar, sem gera mikinn óskunda af sjer;
stjórnin getur eigi unni?) svig á þeim, og verSur hún
því stundum ab kaupa þá til ab láta af ódábaverk-
um sínum; hætta þeir þá um stundarsakir, en taka
til hins sama ab nýju, þegar þeim ræbur svo vib
ab horfa. 011 alþýba á og opt í miklum bágindum,
og þab ekki sízt í ár, því jarbeplin sýktust á ítaliu,
eins og annarstabar. Eins og ábur er sagt, tók
Gregor XVI. sótt í júnímánubi, þá er hann leiddi til
bana; hann var fæddur,176ó; 1825 varb hann kar-
dínáll, og 1831 páfi. Hann Yar hinn 258. í páfaröb-
inni. Sagt er ab hann hafi verib vel ab sjer um
marga hluti, en ekki var stjórn hans vinsæl í landi
því, sem hann átti fyrir ab rába. í 9 daga syrgir allur
landslýbur, svo er og ekki hreift vib neinum embættis-
störfum, en ab þeim libnum, eiga kardínálar ab hafa
fund meb sjer til ab kjósa nýjan páfa. þeir eru
nú alls 62, sem eiga setu í páfarábinu, en eptir
lögunum eiga þeir ab vera 70, þó þeir sjeu sjaldan
sem aldrei svo margir. Mikil er vibhöfnin og marg-
brotin vib greptrun páfans; þegar, er hann er daubur,
skal sá, sem næst gekk hinum andaba, Ijósta hann
þremur höggum í höfubib meb silfurhamri, og ab
því búnu segir hann vib þá, sem vib eru staddir
„páfinn er daubur”. þá er hringt öllum klukkum
í Rómaborg. því næst er hann lagbur á líksængina
(Paradeseng), og eru nú látnir líba 9 dagur; eru þar
settir verbir umhverfis, og menn, sem allt af liggja
á bæn fyrir hinum framlibna. A 9. degi er páfinn
kistulagbur; kisturnar eru 3, fyrst kista úr sýpresvib,
8’