Skírnir - 01.01.1847, Page 125
127
arskrá, er hef&i verib þess efnis, aS konungur skyldi
leyfa jesúmönnum aö setjast ab í fiæjaralandi, og eiga sjer
þar menntunarskóla. Greiíi Seinsheim (hann ræbur
fyrir öllum tekjum og útgjöldum ríkisins) kvaö þaö satt
vera, sern áímr er sagt, og fyrir þá sök kvaöst hann
og veröa aö mæla móti uppástungu þessari. Margan
furöaöi á þessu, því þó aÖ kvis heföi veriö um, aö
jesúmenn væru á laun í Bæjaralandi, þá haföi þó
engum dottiö í hug, aö þeir mvndu vera jrar aö
stjórnendanna vilja. þótti því fulltrúum öll nauösyn
á aö reisa skorÖur viö yfirgangi jesúmanna, og sá
varÖ endirinn á, aÖ 30 uröu meö uppástungunni, en
einungis 6 móti henni. þó er ekki aö vita, hver
málalok heföu oröiö á jesúmannamálinu, ef eigi heföi
komiö annaö fieira til, sem mun hafa riöiö bagga-
muninn, því margir af ráöherrum munu hafa veriö
aö miklu leyti á máli þeirra. Snemma í vetur kom
til Miinchen (Mynkjen) dansmey nokkur, aÖ nafni
Lóla Montes. Konungi fjeli hún vel í geö, enda
kom hún og ár sinni vel fyrir borö; konungur geröi
hana aÖ greifafrú aö nafnbót, en út úr þessu uröu
miklar óeyrÖir í borginni, því mörgum geöjaöist ekki
aö vinfengi konungsins og Lólu; þó uröu óeyröirnar
sefaöar meö öllu án mikillar fyrirhafnar, enda voru
þær og aÖ mestu leyti ámótiLólu, og skríllinn braut
inn glugga í húsinu, þar sem hún bjó. En hjer fór
fleira eptir; ráöherrum var vikiö úrvöldum, og nýir
settir í staö þeirra; jesúmenn voru meö öllu gerÖir
rækir af öllu Bæjaralandi, enda er sagt, aö þeir
muni hafa veriö pottur og panna til óeyrÖanna, sem
urÖu í Munchen út úr Lólu. þegar konungur kom
fyrst í leikhúsiö eptir allar þessar aögjöröir, var tekiö