Skírnir - 01.01.1873, Blaðsíða 29
ALMENN TfÐINDI.
29
stone reynzt landslag þar sem hann hefur komiS. Hann segir
þar fullt af dölum, ám og vötnum, og jarSveg frábærlega frjóv-
saman. í hinum fyrri ferSum sínum (1849—1856 og 1858—
1863) fann hann og kannaSi hinn mikla dal, er áin Zambezi fell-
ur eptir austur í Indlandshaf. Ein af £verám þeim, er í hana
renna aS norSan, heitir Schire. Hún kemur úr vatni einu miklu,
er Nyassa heitir. NorSurendi þess er hjerumbil 10 mælistigum
fyrir sunnan miSjarSarbaug. Allt er Zambezi - fljótshverfiS
hjerumbil 100 mílur á breidd. J>ar fyrir norSan fann Living-
stone ölduhrygg mikinn, er gengur frá austri til vesturs. J>aSan
hallar vötnum suSur í Zambezi, og norSur af vestan til í ána
Congo, er fellur vestur í Atlantshaf; en hvert vatn þaS fjelli, er
norSur rennur af hryggnum aS austanverSu, gat Livingstone ekki
komizt fyrir í þaS skipti. En hann grunaSi þaS mundi f'era upp-
sprettur Nílar. Til þess aS komast eptir, hvort Jiessi grunur væri
rjettur, lagSi Livingstone af staS í þriSju ferSina 1866. Eins og
kunnugt er, frjettist nú ekkert af ferSum hans, annaS en aS hann
var sagSur dauSur alltaf öSru veifinu, þangaS til aS frjettaritari
einn úr Vesturbeimi, er Stanley heitir, og sendur hafSi veriS af
staS aS leita hans, varS svo frægur aS finna hann í þorpi einu
lengst upp í Afriku skömmu fyrir jól í fyrravetur. HafSi hann allan
þann tíma veriS aS leita aS upptökum Nílar, og var nú aS þrotum
kominn aS heilsu, fje og klæSum. J)óttist Stanley þar hafa hann
úr helju heimtan og varS meS þeim mikill fagnaSarfundur, sem
nærri má geta. A sögunum um andlát hans stóS svo, aS blámenn þeir,
er hann hafSi meS sjer þegar hann lagSi af staS í ferSina, höfSu
strokiS frá honum hver af öSrum, og sagt hann svo dauSan, er
þeir komu til byggSa, til aS leyna svikum sínum. AS greina hjer
frá öllum brakningum Livingstones allan þennan langa tíma, yrSi
of langt mál, og aS lýsa landafundum hans út í æsar er ofsnemmt
enn, meSan hann á eptir aS fá fulla vissu um, aS sjer hafi hvergi
skjátlazt eSa sjezt yfir. En til þess heldur hann nú áfram leit-
inni enn. Lengst var hann aS glíma viS aS rekja feril ár þeirr-
ar, er Chambeze heitir, en loks tókst honum þó aS finna upptök
hennar, lOVs mælistigum fyrir sunnan miSjarSarbaug, og 36V3
st, austur frá Ferro. Heldur hann þar vera sySstu upptök Nílar.