Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Síða 10

Skírnir - 01.12.1912, Síða 10
298 Skáldspekingurinn Jean-Marie Gnyan. sér hugi manna ósjálfrátt og fá þá til að trúa. Þar með er ekki sagt, að listaverkið sé tóm hilling (fiction, illusion). Þvert á móti. Eins og vélasmiðurinn býr til vélar ein- ungis vegna þess, að hann getur ekki skapað lifandi líkami, eins notar listamaðurinn hillinguna einungis af því, að hann getur ekki framleitt veruleikann, og er það oft hin mesta hugraun hans, að hann getur að eins lýst, en ekki skapað. Alt fyrir það getur listin með áhrifum þeim, sem hún hefir, framleitt nýjan veruleika með því að fá menn til að breyta eftir því, sem skáldin hafa lýst og viljað. .Ritverk stórskálda eins og t. d. Shakespeares, Goethes og Victors Hugo munu þannig jafnan hafa áhrif á hugi manna, svo lengi sem þau eru lærð og lesin. En hug- sjón Guyau’s virðist þó vera sú, að einhvern tíma yrki eitthvert afburðaskáldið þá óðu lífsins og þá heims skugg- sjá, er menn geti trúað á og lifað eftir. Þá hefir listin loks náð því hámarki sínu að verða að þeirri andans opinberun, er geti komið í stað kreddukendrar trúar. VI. Þá erum við loks komin að einhverju merkasta riti Guyau’s, því er hann reit um trúna og nefndi »Vantrú framtíðarinnar« (L’ Irreligion de l’avenir). Hann hefði alt eins vel getað nefnt það »Trú framtíðarinnar«. I riti þessu rekur Guyau fyrst uppruna og framþróun trúarbragðanna, sýnir svo fram á hvernig þau fara að leysast í sundur, og að síðustu, hvað koma muni í stað allrar kreddukendrar trúar. Undirrót trúarbragðanna er trúartilfinningin. Henni er farið líkt og listvísinni, að hún blæs lífi og sál í alt, sem að henni snýr, og hyggur, að öll fyrirbrigði náttúr- unnar láti stjórnast af einhvers konar hvötum og tilhneig- ingum. Af þessu myndast fyrst trúin á ýmiskonar nátt- úruanda, er smámsaman verða að náttúrugoðum; svo verða náttúrugoð þessi smámsaman að ættargoðum og þjóð- félagsgoðum, eftir því sem fastari skipun færist á ættir manna og þjóðfélög. Upp úr ættartengslum mannanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.