Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 10

Skírnir - 01.12.1912, Page 10
298 Skáldspekingurinn Jean-Marie Gnyan. sér hugi manna ósjálfrátt og fá þá til að trúa. Þar með er ekki sagt, að listaverkið sé tóm hilling (fiction, illusion). Þvert á móti. Eins og vélasmiðurinn býr til vélar ein- ungis vegna þess, að hann getur ekki skapað lifandi líkami, eins notar listamaðurinn hillinguna einungis af því, að hann getur ekki framleitt veruleikann, og er það oft hin mesta hugraun hans, að hann getur að eins lýst, en ekki skapað. Alt fyrir það getur listin með áhrifum þeim, sem hún hefir, framleitt nýjan veruleika með því að fá menn til að breyta eftir því, sem skáldin hafa lýst og viljað. .Ritverk stórskálda eins og t. d. Shakespeares, Goethes og Victors Hugo munu þannig jafnan hafa áhrif á hugi manna, svo lengi sem þau eru lærð og lesin. En hug- sjón Guyau’s virðist þó vera sú, að einhvern tíma yrki eitthvert afburðaskáldið þá óðu lífsins og þá heims skugg- sjá, er menn geti trúað á og lifað eftir. Þá hefir listin loks náð því hámarki sínu að verða að þeirri andans opinberun, er geti komið í stað kreddukendrar trúar. VI. Þá erum við loks komin að einhverju merkasta riti Guyau’s, því er hann reit um trúna og nefndi »Vantrú framtíðarinnar« (L’ Irreligion de l’avenir). Hann hefði alt eins vel getað nefnt það »Trú framtíðarinnar«. I riti þessu rekur Guyau fyrst uppruna og framþróun trúarbragðanna, sýnir svo fram á hvernig þau fara að leysast í sundur, og að síðustu, hvað koma muni í stað allrar kreddukendrar trúar. Undirrót trúarbragðanna er trúartilfinningin. Henni er farið líkt og listvísinni, að hún blæs lífi og sál í alt, sem að henni snýr, og hyggur, að öll fyrirbrigði náttúr- unnar láti stjórnast af einhvers konar hvötum og tilhneig- ingum. Af þessu myndast fyrst trúin á ýmiskonar nátt- úruanda, er smámsaman verða að náttúrugoðum; svo verða náttúrugoð þessi smámsaman að ættargoðum og þjóð- félagsgoðum, eftir því sem fastari skipun færist á ættir manna og þjóðfélög. Upp úr ættartengslum mannanna

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.