Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 20

Skírnir - 01.12.1912, Page 20
Veiðiför. Smásaga ef'tir Björn austrœna. Þegar hart er á vorin og hafísinn rekur að landi um sumarmál, þá er margur á milli vonar og ótta. Það er engin furða, þó mönnum verði tíðrætt um slíka hluti. Og jafnan er þetta ber á góma, muna gamlir menn frá mörgu að segja, sem yngri menn láta sig fremur litlu skifta. Gömlu mennirnir söfnuðu og þeir geymdu margt um landið og þjóðina, — ungu mennirnir týna og gleyma. — Einu sinni hérna um daginn sátum við faðir minn tveir einir í rökkrinu og skeggræddum sitt af hverju. Ein- hvernveginn barst talið fljótlega 'að vorharðindunum, haf- ísreki, björg með ís og veiðiföngum á honum, mannraun- um og slysförum í baráttunni fyrir lífinu á vorin. Gamli maðurinn hafði frá mörgu að segja. Sumt kannaðist eg við, er hann hafði sagt mér í æsku, og kom það nú hálf- gleymt upp úr kafinu hjá mér. En sumu mundi eg ekki eftir, og getur þó vel verið, að eg hafi heyrt það áður. Eg er sem sé ekki betri en hinir ungu mennirnir, sem eg nefndi áðan. En mér sárgremst það oft, hvað eg er gleym- inn á ýmsan hversdagsfróðieik úr lífi aiþýðunnar, ekki sízt þegar þess er nú iíka gætt, að margt af þessu er ails ekki hversdagslegt í raun og veru, heidur merkis-við- burðir, þó lítt hafi þeim verið á lofti haldið. Hjá þeira, sem sitja öruggir í sólskini góðra daga og hættulausra, segir fátt af útkjálkaeinyrkjanum, sem leggur á tæpasta vaðið fyrir svöng og mögur börnin sín heima. Ein af sögum þeim, sem gamli maðurinn sagði mér,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.