Skírnir - 01.12.1912, Page 21
Veiðiför.
309
þótti mér sérlega merkileg. Það er fjarska langt síðan
hún gerðist. Nú ætla eg að ráðast í það að skrifa hana
upp áður en eg gleymi henni aftur. Meginatriðunum breyti
eg auðvitað ekkert. En mannanöfnin bý eg öll saman til
og færi söguna dálítið í stilinn.
»Nú vona eg, að guð geíi okkur einhverja björg í
dag«, sagði Finnur í Vík, þegar hann leit út snemma um
morguninn og horfði til veðurs. »Það er þá aldrei selur
á ísnum, ef það er ekki í þessu veðri«.
Loftið var kafþykt alt i ki ing; gráa skýjasamfelluna
kembdi niður við sjóndeildarliringinn, og gegnum loðnu
hærurnar, sem úr henni héngu, glórði að eins í efstu fjalla-
brúnirnar. Umhverfis litlu daiverpin upp af Víkunum
gnæfðu fjöllin þungbúin á svip og svo undariega grátþögui
með þessa köldu gráhettu á herðunum, að einmana og
áhyggjufullum manni varð starsýnt á þau. Undir þeim
sjálfum og öllu því himinfargi, sem á þeim hvíldi, var eitt-
hvað svo ónotalega þröngt að búa; það var líkast því sem
þau væru að síga saman í hægu flóði ofan yíir bygðina
og mundu svo falla i faðminn á breiðunni hvítu framan
við ströndina.
Nýfallinn snjór lá yfir öllu, svo hvergi sá á dökkan
díl. Jafnvel bæirnir í Víkunum voru hvítir eins og annað,
nema þekjurnar sunnanvert á baðstofu og eldhúsi; þar
hafði snjóinn étið af mest fyrir ylinn að innan.
En þenna morgun var veðrið einstaklega milt og
ekki blakti hár á höfði. Ef hann kæmi nú á sunnan og
greiddi svo til í lofti, að dálítið sæi til sólar, mundi þó
eitthvað klökkna svona rétt um hæstan daginn. Það var
líka komið mál til þess, — það var nú annað hvort, þó
ögn færi að svigna og létta hríðum og fannfergi, þegar
svona var orðið framorðið, — sumarið rétt að byrja.
Annars var þetta engin veruleg nýlunda þarna í Vík-
unum. Það var vant þvi, fólkið, að veturinn væri nokkuð
langur og blési stundum fremur kalt á vanga. En oft