Skírnir - 01.12.1912, Page 29
Veiðiför.
317
>Þetta held eg dugi mér«, sagði hann og hampaði
hnallinum. Svo löbbuðu þeir á stað.
Ofan við túnið hittu þeir Jón í Utgili. Hann slóst í
förina með þeim, en var fremur sagnafár, enda var hann
þegar orðinn göngumóður.
Veðrið var eins og áður, sama blíðan eins og fyrst um
morguninn. Gráa hríðarhæran lá enn þá hreyfingarlaus
ofan eftir fjallabrúnunum.
Frá Vík var alt í fangið suðvestur á ásana fyrir neð-
an Seljadal, en kippkorn ofan við Bása. Ofan við þessa
ása var ofurlítil lögg meðfram fjallinu, og inn af henni
Seljadalurinn á skakk suðaustur á milli Víkurhyrnu og
Selfjalls. En yfir ásana var skemsta leiðin fram að Instu-
vík, og þangað stefndu þeir félagar. En þeim sóttist ferð-
in seint, því færi var hið versta. Samfleytt í viku þarna
á undan hafði snjónum hlaðið niður jafnt og þétt.
Þeir félagar köfuðu fönnina í kálfa og hné og mæltu
ekki orð frá munni. Ekkert heyrðist nema másið í þeim
af áreynslunni og hljómlaust marrið í snjónum. Lausa-
mjöllin hlóðst utan í togsokkana þeirra, svo fæturnir ultu
undir þeim.
Þegar þeir komu upp á ásana staðnæmdust þeir of-
urlitla stund, blésu mæðinni og lituðust um. Yfir fótinn
á Varðanum, fjallinu upp af Instuvík, sáu þeir í auðan
sjó svo langt sem sá inn og vestur í flóann. En utan við
lá samfeld íshellan eins og endalaust meginland snævi
þakið. Og þarna — á þessari hvítu, köldu, fljótandi strönd
var björgin, sem þeir þráðu og þörfin kallaði á. Við
þessa sjón léttist brúnin á þeim, og stælingin, sem dofnað
hafði um stund í ófærðinni, færðist nú aftur í limi þeirra.
»Nei, lítt’ á, Finnur!« sagði Jóhann alt í einu, »þarna
eru þá tveir menn á undan okkur; það eru líklega Bása-
piltar, og við skulum reyna að ná þeim.« Að svo mæltu
skálmuðu þeir á stað og fóru mikinn, enda hallaði nú
heldur undan og greiddist fyrir fæti.
Hinir sáu nú til þeirra og biðu. Þetta voru þeir Aðal-