Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 29

Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 29
Veiðiför. 317 >Þetta held eg dugi mér«, sagði hann og hampaði hnallinum. Svo löbbuðu þeir á stað. Ofan við túnið hittu þeir Jón í Utgili. Hann slóst í förina með þeim, en var fremur sagnafár, enda var hann þegar orðinn göngumóður. Veðrið var eins og áður, sama blíðan eins og fyrst um morguninn. Gráa hríðarhæran lá enn þá hreyfingarlaus ofan eftir fjallabrúnunum. Frá Vík var alt í fangið suðvestur á ásana fyrir neð- an Seljadal, en kippkorn ofan við Bása. Ofan við þessa ása var ofurlítil lögg meðfram fjallinu, og inn af henni Seljadalurinn á skakk suðaustur á milli Víkurhyrnu og Selfjalls. En yfir ásana var skemsta leiðin fram að Instu- vík, og þangað stefndu þeir félagar. En þeim sóttist ferð- in seint, því færi var hið versta. Samfleytt í viku þarna á undan hafði snjónum hlaðið niður jafnt og þétt. Þeir félagar köfuðu fönnina í kálfa og hné og mæltu ekki orð frá munni. Ekkert heyrðist nema másið í þeim af áreynslunni og hljómlaust marrið í snjónum. Lausa- mjöllin hlóðst utan í togsokkana þeirra, svo fæturnir ultu undir þeim. Þegar þeir komu upp á ásana staðnæmdust þeir of- urlitla stund, blésu mæðinni og lituðust um. Yfir fótinn á Varðanum, fjallinu upp af Instuvík, sáu þeir í auðan sjó svo langt sem sá inn og vestur í flóann. En utan við lá samfeld íshellan eins og endalaust meginland snævi þakið. Og þarna — á þessari hvítu, köldu, fljótandi strönd var björgin, sem þeir þráðu og þörfin kallaði á. Við þessa sjón léttist brúnin á þeim, og stælingin, sem dofnað hafði um stund í ófærðinni, færðist nú aftur í limi þeirra. »Nei, lítt’ á, Finnur!« sagði Jóhann alt í einu, »þarna eru þá tveir menn á undan okkur; það eru líklega Bása- piltar, og við skulum reyna að ná þeim.« Að svo mæltu skálmuðu þeir á stað og fóru mikinn, enda hallaði nú heldur undan og greiddist fyrir fæti. Hinir sáu nú til þeirra og biðu. Þetta voru þeir Aðal-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.