Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 39

Skírnir - 01.12.1912, Page 39
Yeiðiför. 327 Daginn eftir var hann hægur norðvestan og hriðar- fjúk og all-frostharður um morguninn. Þegar stúlkurnar, sem vakað höfðu yfir þvottinum í Flatey, komu á fætur, sögðu þær frá æfintýri sínu um nóttina. Hallvarður gamli inti þær nákvæmlega eftir öllu saman og lét þær lýsa fyrir sér hljóðunum svo vel sem kostur var á. Hann var svipþungur, karlinn, þegar frá- sögunni var lokið, og talaði fátt. En hann gekk tafar- laust norður á eyjarenda. Uti í hríðinni glórði í ísinn hér og þar. Við átta- skiftin hafði hann leyst nokkuð í sundur og allstór vik og rifur komnar í hann í áttina til hafs. En rekið í ísn- um í heild sinni var hið sama sem áður, — þunga- skrið á öllu jafnt og þétt austur með landi. Hallvarður gamli stóð lengi þegjandi og horfði á hríð- ina og ísinn. »Guð hjálpi þeim, sem eru úti á hafi núna«, tautaði hann við sjálfan sig um leið og hann sneri heim á leið. Seglskipið »Minerva« fór með öllum seglum í hægu suðaustanleiði fyrir Langanes. Förinni var heitið til Eyjafjarðar. Skipverjar voru kátir og léku við hvern sinn fingur. Þeir höfðu lengi verið í hrakningum austan við land og jafnvel komist í hann krappan í is oftar en einu sinni. Nú var loksins komin suðaustan þíða, svo ísnum kipti frá landi og alt útlit fyrir, að fljótt og vel gengi eftir þetta. En skamt var ísinn kominn frá Langanesi enn þá og fór sér furðu hægt. Vestan megin við röstina lá afar- stór samfeld hella með þráðbeinni brún að innan. Með- íram þessari brún sigldi »Minerva« í bliðvindinu. Einn af skipverjum var uppi í stórsiglunni; hann gerði þar að kaðli, sem bilað hafði, og gáði um leið fram- undan. Alt í einu kallaði hann niður, að spölkorn fram- undan á ísbrúninni væri stór, dökk þústa. Skipið skreið •drjúgum og nálgaðist óðum svarta hrúgaldið á ísnum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.