Skírnir - 01.12.1912, Side 43
Trúin á moldviðrið.
331
og rituðu svo óljóet, að hvorki sjálfir þeir né aðrir vissu
með sannindum hvað þeir meintu. Um þá sem skrifuðu
svo ljóst, að hver maður méð heilbrigðri skynsemi gat
skilið hvað þeir áttu við, er tiltölulega lítið ritað, og þó
'hafa það langoftast verið þeir mennirnir sem færðu mann-
kyninu ljósið sem kom því að haldi. Þeir halda auðvitað
sæti sínu i sögu heimspekinnar, skoðanir þeirra eru til-
greindar eins og hinna, en þeir hafa vakið miklu minna
veður umhverfis sig en hinir, sem ef til vill höfðu lítið
nýtt eða nýtilegt til brunns að bera, en vöfðu það í um-
búðir sem voru nógu þungar til að sliga hvern meðal-asna.
Nú er það auðsætt, að ekki eru skrifaðar stórar bækur
um menn, nema því að eins að mikið sé um þá hugsað,
og niðurstaðan verður því sú, að mest er hugsað um þá
sem sjálfir hugsuðu óljósast. Með öðrum orðum: Menn
sitja með sveittan skallann yfir þeim sem minsta birtu
hafa borið sjálfir, sitja og reyna að blása i öskuhrúguna,
í þeirri von að einhver neisti kunni að leynast í henni.
Yfir því hefir mörgum, sem þóttist vera heimspekingur,
súrnað í augum, og hann ekki orðið sjónbetri eftir en áður.
En því meira sem ritað er og rætt um einhvern mann,
því meiri verður hann í almenningsálitinu, og þegar menn
nú samt sem áður sjá ekki þetta ljós, sem hann átti að
hafa meðferðis, skapast sú trú, að tíl sé eitthvert ljós sem
öllum sé varnað sjá, er fengið hafa skírnarvatn heilbrigðr-
ar skynsemi i augun. Hvergi mun vera meiri moldviðris-
dýrkun en í Þýzkalandi, og einn af heimspekingum þeirra,
sem dó fyrir skömmu, Friedrich Poulsen, prófessor í heim-
speki við Berlínarháskólann, sem sjálfur ritaði flestum
Þjóðverjum ljósar, hefir skömmu áður en hann dó lesið
löndum sínum lestur, sem eg leyfi mér að þýða. Það er í
ritgerð um framtíðarhlutverk heimspekinnar. Hann segir:
»Að endingu skal eg drepa á heimspekistílinn. Hann
verður þá fullkominn, þegar hann er hvorttveggja í senn:
Ijós og djúpúðugur. Á Þýzkalandi hefir sú skoðun lengi
drotnað, að þetta tvent gæti ekki farið saman. Það að
Kant átti í stríði við hugsunina og við málið, að aðalrit