Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 48

Skírnir - 01.12.1912, Side 48
336 Trúin á moldviðrið. og helzt um Harald hilditönn og Brávallabardaga. Landi okkar, Finnur Magnússon, réð loks rúnirnar af miklu hugviti og lærdómi. Það var þessi vísa í bandrúnum: HILTEKINN RIKI NAM GARfíR INN HJO ULI EIT GAF VIGI OÞIN RUNAR HRINGR FAI FALL A MOLD AFLAR ASTAGOD OLA FJAI OÞIN OK FRI OK ASA KUN FARI FARI FJANDUM VARUM UNNI HARALDI ÖRIN SIGR. En því miður sannaðist, að þessar rispur voru af náttúrunnar völdum og að mannsandinn og mannshöndin áttu þar engan þátt í. En ef rispur á kletti geta orðið kvæði í huga skýr- andans, hvað munu þá óljósu orðin. Þau eru þó manna- verk, hve vitlaus sem þau eru. Eg þykist þá hafa skýrt það að nokkru, hvers vegna moldviðrið svo oft er í hávegum haft. Þó skal eg bæta því við, að hér eins og annarstaðar er mikill hluti þeirrar frægðar sem menn njóta afleiðing af því að einn tekur ósjálfrátt eftir öðrum skoðun og virðingu á þeim manni sem í hlut á. Sá sem heyrir einn nefna annan með virð- ingu, nefnir hann sjálfur á sama hátt, ef hann þekkir hann ekki neitt, og frægðin getur því vaxið fljótt, hvort sem hún er verðskulduð eða óverðskulduð, þegar hún einu sinni er komin á stað, og þangað til menn geta áttað sig betur. En nú á eg eftir að skýra hina hliðina, hvers vegna það svo oft er óþakklátt verk að hugsa, rita og tala ljóst, svo að allir skilji. Eg skal reyna að gera það með því að taka dæmi: Ef einhver skrifar grein eða heldur fyrirlestur um

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.