Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 49

Skírnir - 01.12.1912, Page 49
Trúin á moldviðrið. 337 eitthvert efni sem almenningur heldur að hljóti að vera torskilið, og gerir það svo, að allir þykjast skilja til fulls ■hvað hann segir og kannast við efnið, þá er það venju- lega illa þakkað. Menn hugsa sem svo: »Eg veit þetta alt saman áður. Hann þurfti ekki að segja mér þetta, blessaður. Þetta hefði eg getað sagt mér sjálfur, ef eg hefði hugsað mig um«, o. s. frv. Og af því menn komu í þeirri trú að þeir mundu heyra eitthvað sem yfirstigi skilning þeirra, þá finst þeim eins og þeir hafi verið dregnir á tálar, og að maðurinn hafi líklega alls ekki kornist að efninu. Svo er annað: Ef efnið er lagt upp í hendurnar á mönn- um, svo að þeir geti tileinkað sér það fyrirhafnarlaust, þá eru þeir sviftir þeirri gleði að sigrast á örðugleikunum sjálfir, og fá því minna færi á að finna til sín, sem er þó ein allra mannlegasta skemtunin. En að gera torveit efni svo ljóst, að almenningur, sem ekkert hefir hugsað um það áður, þykist vita það alt saman um leið og hann heyrir það eða les — það er eitt hið mesta vandaverk, og vinst ekki nema með mikilli áreynslu frá höfundarins hendi. Gætum að hvað til þess þarf. Höfundurinn verður að hafa hugsað efnið svo vel, að hann geti nákvæmlega metið hvað er aðalatriði og hvað er aukaatriði. Hann verður að sleppa öllu því sem ekki er bráðnauðsynlegt til að fá glögt yfirlit, sleppa því, svo að það leiði ekki hugann frá aðalatriðunum. Hann verður að leita upp þau dæmin sem alkunnust eru, byggja á þeim grundvelli sem fyrir er í meðvitund lesandanna eða áheyrandanna. Hann verður að raða ölium atriðum svo, að það sem á undan fer undirbúi það sem á eftir kemur, með því að vekja hugboð um það áður en hann kemur með það. Hann verður að velja þær samlíkingar er vekja skýrastar hugmyndir hjá þeim sem hann talar til, og nota þau ein orð, er þeim eru ljós og auðskilin. Og þegar honum hefir tekist þetta, hefir hann náð marki sínu, að gera efnið að andlegri eign þeirra sem hann talar til, gefa þeim gjöf sem þeir halda að komi frá sjálfum þeim. 22

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.