Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 51
Nokkrar atkuganir um íslenzkar bókmentir
á 12. og 13. öld.
Eftir Rannes Þorsteinsson.
II.
Um Ketil ábóta Hermundarson.
í eögu Páls biskups í Skálholti 14. kap. (Bisks. I, 140)
eru taldir 5 klerkar, er þjónað hafi biskupi: Þorkell Halls-
son, Leggur, Björn, Brandur Dálksson og Ketill Hermund-
arson. Guðbrandur Vigfússon segir í formálanum (Bisks.
I, XXXIV) að eitthvað sé til fyrirstöðu um alla þessa, ab
þeir geti verið höfundar sögunnar, nema ef vera skyldi
um Ketil Hermundarson, en getur ekkert um ástæður fyr-
ir þeirri ætlan sinni. Hann felst ekki heldur á, að Magn-
ús Gissurarson, er síðar varð biskup, sé höfundur sögunn-
ar, eins og fyrri útgefendur Hungurvöku hafi ætlað. Og
síðast bætir hann við: »Líkast þykir oss, að höfundurinn
hafi hvergi nefnt sig1).* Eg þykist nú hafa fundið allsterk-
ar líkur, jafnvel sannanir, fyrir því, að Ketill Hermund-
arson sé einmitt höfundur Pálssögu og jafnframt Hungur-
vöku og Þorlákssögu hinnar eldri.
Eins og getið var um áður (í Styrmisþættinum) var
Ketill son Hermundar Koðranssonar á Gilsbakka (f 1197)
og Álfeiðar Runólfsdóttur Ketilssonar biskups Þorsteins-
’) Þetta er samkvæmt því, sem hann segir löngu síöar i Prolego-
mena Sturlnngu bls. CXX, þar sem hann talar um hinn „anonymoua
author of Hungurvaka etc,“ wliose name we shonld he glad to know “
En að Hungurvaka og Pálssaga og sömuleiðis Þorlákssaga hin eldri
væri rituð af sama manni var Guðbrandur aldrei í nokkrum vafa um.