Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 56

Skírnir - 01.12.1912, Page 56
344 Nokkrar athuganir nm islenzkar bókmentir á 12. og 13. öld. veg eins og höfundurinn biðji afsökunar á þvi að hann< telji sig með hinum. Væri þetta ekki höf. sjálfur, hefði verið eðlilegast að staðið hefði blátt áfram: Ketill prestr Hermundarson var þjónustumaðr hans — eða »síðasti þjón- ustumaðr hans« — áðr hann andaðist. Eg tel þetta, þótt lítið sé, meðal annars einmitt vott þess, að Ketill prestur sé höfundur sögunnar1). Og svo bætist það við, er fyr var get- ið, að Ketili prestur tekur einmitt við kirkjulegum forráð- um í Skálholti eftir lát biskups, sem helzti og fremsti trúnaðarmaður hans, er biskup hefir bezt treyst tii slíkra hluta. Það er ennfremur lítill vafi á, að Pálssaga er sam- in þegar eftir fráfall biskups, líklega árin 1212-—1213, meðan Ketill prestur hafði forráð í Skálholti, enda sést það af sögunni sjálfri, að mjög skamt er liðið frá láti biskups þangað til sagan er rituð.s) Þorlákssaga hin eldri ber það með sér, að hún muni samin í Skálholti á dögum Páls biskups og líklega beint eftir tilmælum hans. En sennilegt þykir mér, að Hungur- vaka sé nokkru eldri, því að Þorláksssögu má skoða sem> framhald henrtar. Hyggur Guðbrandur (Bisks. I, XXXIII) að bæði Hungurvaka og Þorlákssaga hin eldri séu ritaðar *) Aö þetta smáorð „ok“ sé ekki alveg þýðingarlaust, þá er ræða er um að ákveða höfund sögunnar sýnir ljósast alveg sams konar dæmi úr prestssögu Gruðmundar hiskups Arasonar um Lamhkár ábóta Þor- gilsson, sem vafalaust má telja höfund þeirrar sögu (sbr. Guðbr. Vigfús- son í Bisks. I, LVIII—LX; B. M. Ólsen: Safn III, 225 o. fl.). En þar segir einmitt síðast i 34. kap. (Bisks. I, 403—464) þá er taldir eru prest- lingar þeir, er fylgdu biskupi: „Þar var ok Lambkárr son Þorgils prests Grunnsteinssonar11. Alveg samkynja dæmi: Söguhöfundurinn hnýtir sér síðustum aftan við hina. 2) Guðbr. Vigfússon hyggur (Bisks. I, XXXIII) aö sagan sé ekki rituð fyr en 1216—1220, og byggir það á niðurlagi 9. kap., þar sem talað er um stikumálið „ok voru þá lög á lögð eftir því sem ávalt hefir haldizt siðan“. (Bisks. I, 135). En af því að þessi lög voru sett ein- hvern tima i lögsögumannstíð Gissurar Hallssonar 1181—1200, og geta því eins verið frá hinum fyrri árum hans sem hinum siðari er þetta engin sönnun fyrir því að sagan sé rituð 1216—1220 fremur en 1212— 1213, eða með öðrum orðum engin ástæða gegn þvi, að sagan sé rituð' á næstu árum eftir lát biskups.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.