Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 59

Skírnir - 01.12.1912, Page 59
Nokferar athnganir um islenzkar hókmentir á 12. og 13. öld. 347 En það hygg eg vafalaust, að hann hafi verið bróðir Her- niundar Koðranssonar og föðurbróðir Ketils, enda má telja vist, að hann hafi einmitt átt heima í Borgarfirði, á sömu stöðvum og Páll prestur Sölvason. Kallar söguhöfundur- inn þá báða »skynsama menn.c En það er kunnugt um Pál prest, að hann var hinn mesti skörungur og ágætis- maður. Er ekki ólíklegt, að söguhöfundurinn (Ketill Her- mundarson) hafi notað þetta tækifæri til að minnast lof- samlega þessa föðurbróður síns og láta þess getið, að hann hafi verið annar maðurinn i þessari trúnaðarför, enda mátti honum það vel kunnugt vera. Þá vil eg og geta þess, að hin eina vísa, sem stendur í Hungur- vöku er eftir Runólf Ketilsson, móðurföður Ketils Hermundarsonar, þ. e. vísan um kirkjusmíð Klængs biskups í Skálhoiti: »Hraust er höll, sú er Kristi* o. 8. frv. (Bisks. I, 82). Skyldi það vera tilviljun ein ? Mætti ekki ætla, að söguritarinn hefði viljað halda uppi minningu afa síns með því að halda visu þessari á lofti? Það virðist mér að minsta kosti harla sennilegt. En auk þess eru miklar líkur fyrir, að þeir Klængur biskup og Runólfur hafi verið hinir mestu vinir, enda hafa þeir verið jafnaldrar (Klængur biskup var fæddur 1105) og ná- kunnugir norðan frá Hólum, því að Klængur var læri- sveinn Jóns biskups helga og síðar hjá Katli biskupi föð- ur Runólfs, líklega alla biskupstíð hans, og segir höfund- ur Hungurvöku (Bisks. I, 80) að Klængur biskup hafi í mörgu haft hans háttu góða. Gróa móðir Runólfs Ketils- sonar dó einnig í Skálholti sem nunna á dögum Klængs biskups. Og svo er að sjá sem Runólfur hafi um hríð verið í Skálholti hjá Klængi, að minsta kosti um það leyti, er kirkjusmíðin stóð yfir.1) Skyldi ekki einnig hið mikla lof, er Klængur biskup fær i Hungurvöku, eiga meðfram ‘) Hugsazt getur auðvitað, að Runólfur hafi verið einn þeirra höfð- ingja að norðan, er Klængur hiskup bauð til veizlu i Skálholti að kirkju- smiðinni lokinni og hann hafi ort visuna við það tækifæri. En i Hungur- vöku stendur visa þessi áður en skýrt er frá vigslu kirkjunnar og veizlu- boði hiskupg.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.