Skírnir - 01.12.1912, Side 66
354 Nokkrar athnganir um islenzkar bókmentir á 12. og 18. öld.
í 18. kap. eldri sögunnar (Bisks. I, 110) segir svo:
»Þá var í Skálholti Gizurr Hallsson, mik-
i 11 höfðingi, vitr ok góðgjarn«. í yngri sög-
unni 28. kap. (Bisks. I, 295) er þessu breytt þannig: »Þ á
var kominn at vist í Skálaholt Gizurr
Hallsson, er bæði var vitr ok góðgjarn*.
Auk þess sem hér er miklu nánara ákveðið en í eldri'
sögunni, að Grissur hafi verið fiuttur vistferlum í Skál-
holt, þá er hitt eftirtektavert, að hér er slept einkunnar-
orðunum, »mikill höfðingi*, alveg eins og um Þorva,ld
Gissurar8on. Hver annar en einhver allra nákomnasti ætt-
ingi Gissurar mundi hafa kipt því burtu úr eldri sögunni
að kalla Gissur »mikinn höfðingja«, jafnmikinn og alkunn-
an ágætismann? Það kemur ekki til nokkurra mála. En
það er hins vegar mjög skiljanlegt, að sonur hans
haíi einmitt fyrir lítillætis eða hæversku sakir slept þess-
um einkunnarorðum um föður sinn, en látið sér að eins
nægja að halda hinum hæverskari ummælum: »vitr ok
góðgjarn*. Og af sömu ástæðum verður einnig skiljanlegt,
að hann sleppir einnig alveg sams konar ummælum um
Þorvald bróður sinn, en telur honum í þess stað annað til
gildis (sbr. áður). Hér séet, að það er einmitt af ásettu
ráði, að höfundurinn gerir þeira feðgum báðum jafnt undir
höfði. Af því að hann heíir slept þessu um föður sinn
vill hann ekki gera bróður sínum hærra undir höfði, rétt
á eftir, en bætir honum þá úrfelling upp með öðrum sæmi-
legum ummælum, sem ekki standa í eldri sögunni, því að
þar er Þorvaldur að eins nefndur mikill höfðingi. Þetta
virðist mér hérum bil ótvírætt sýna, að höfundur sögunnar
sé einmitt sonur Gissurar og bróðir Þorvalds.* 1) Og er þá
ekki eftir nema síðasta ástæðan, er jafnvel sannar það einna
ljósast, að einmitt Hallur ábóti Gissurarson sé höf. sögunnar.
‘) G-eta má þess ennfremur, að frásagan um draum Gissurar Halls-
sonar eftir lát Þorláks biskups er nákvæmari og orðfleiri i yngri sög-
nnni en binni eldri. I yngri sögunni (Bisks. I, 302) er t. d. sagt um
Gissur, að hann þóttist út ganga o. s. frv., en þetta vantar meðal annars
i bina eldri (Bisks. I, 114).