Skírnir - 01.12.1912, Side 67
Nokkrar athuganir um islenzkar bókmeutir 4 12. og 13. öld. 355
í jarteinabók Þorláks biskups þeirri er Páll biskup
lét lesa upp á alþingi 1199 og rituð mun vera einmitt
árið 1200 (Bisks. I, 333—356) er 34. jarteinin um Hall
Gissurarson, sem kallaður er »goþr prestr oc göfigr* (Bisks.
I, 347—348) og þess getið, að hann hafi verið orðinn mál-
laus af kverkameini, en fengið fulla bót þessa meins síns,
er hann kom í Skálholt og baðst fyrir að helgum dómi
Þorláks biskups, og sagði hann sjáifur jartein þessa Páli
biskupi, eftir því sem þar segir. Næst á undan jartein
þessari er um fall nautahellis í Odda og næst á eftir um
fund gullsylgju, er týndist í Gröf skamt frá Skálholti. í
yngri sögunni er einmitt þessari jartein
um lækning á kverkameini Halls Giss-
urarsonar gersamlega slept. Hennar er
að engu getið, en hins vegar aðrar næstu
jarteinir, bæði á undan og á eftir h en n i
í jarteinabókinni, nákvæmlega taldar,1)
og t. d. nákvæm lega skýrt frá týndu gullsylgjunni í
Gröf, er verið hafi 7 vetrum fyrir andlát Þorláks bisk-
ups, og að kona sú, er henni týndi, hafi Ingunn heitið.
Það er því auðvitað hvorki af tilviljun eða gleymsku, held-
ur beinlinis af ásettu ráði, að kipt er burtu jarteininni um
Hall. Það er einmitt af því, að hér átti
söguhöf. sjá 1 fur hlut að máli, hefir ekki
kunnað við að skrásetja þessa jartein um sjálfan sig,
eða láta nafns síns getið á þennan hátt, en ekki viljað
taka hana upp án þess, úr því að hún var svo greini-
lega við nafn hans bundin í jarteinabókinni. Engum öðr-
um en Halli Gissurarsyni, sjálfum söguritaranum og sögu-
höfundinum, mundi hafa komið til hugar að sleppa ein-
mitt þessari jartein, en taka aðrar ómerkari á undan og
') Þótt höf. eldri sögunnar nefni ekki jarteinina um Hall er ekkert
undarlegt, því að hann sleppir svo afarmiklu úr elztu jarteinahókinni og
virðist hafa hagnýtt hana harla lítt. Jarteinirnar í yngri sögunni eru
miklu fyllri og skipulegri en i eldri sögunni og i meira samræmi við
elztu jarteinabókina, er höf. hefur auðsjáanlega haft fyrir sér, auk fleiri
frúsagna um jarteinir Þorláks biskups.
23*