Skírnir - 01.12.1912, Síða 73
Arnarhreiðrið.
361'
anna eru, þangað til gott stigi verður fyrir; eg hafði far-
ið langt vestur á við í fjallinu, er eg var að skoða berg-
ið, og þyrftu liklega ekki að hafa orðið á leið minni svo
mjóar og brattar hillur að mér þætti háskasamlegt að fara
eftir þeim. En þegar eg var kominn eitthvað 1300 fet
upp, varð fyrir. mér þykkra blágrýtislag en þau höfðu ver-
ið flest eða öll áður, og leitaði eg lengi fyrir mér svo að
mér virtist ókleift; fór eg þá fram hjá þeim stað þar sem
eg komst ofan þetta klettabelti á niðurleið, og mun þar
mega komast upp fremur en þar sem eg fór. En eg hafði
nokkrum árum áður þózt mjög heima í milli á likum stað
i öðru fjalli, og því hætti eg ekki síður til þarna. Það er
ekki margra þumlunga munur um handfestu eða fótfestu,
sem gerir hvort fært er að klifrast, eða ekki. Loksins
komst eg upp hamrana þessa suðaustan á fjallinu, og er
þó fjallið þar niðurundan brattara en annarstaðar, með öllu
ókleift, og jafnvel á sumrurn er þar stundum grjótflug; og svo
var þenna dag sem eg gekk þarna upp; hrundu eg veit
ekki hvað mörg hundruð pund af grjóti þar niður yfir sem
eg hafði lengi verið að leita að skeljum daginn áður; þarf
víst að vera Færeyingur eða Vestmanneyingur til að þykja
þarna ekki í meira lagi óvistlegt. Eg komst upp á þann
hátt að eg stakk hægri handlegg inn í glufu í berginu og
gat með því að ýta við með lófa og olnboga lyft, mér það
upp, að eg náði góðu haldi með vinstri hendi. En það
sá eg, að talsvert meiri klettamann en eg er, þarf til þess
að komast ofan aftur í þessum stað. Þarna fyrir ofan
varð aftur greiðara uppgöngu, og hitti eg fyrir eitt af
þessum lögum, sem eg veit að menn munu afsaka að mér
þykja svo falleg; þau líkjast annars talsvert steinsteypu,
geta verið afarhörð og eru jöklamyndanir fornar mjög;
enginn hefir áttað sig á þessari bergmyndun fyr en eg
gerði það, og eiga þau lög eftir að verða miklu frægri en
þau eru nú. Ofar var aftur blágrýti, og efst í fjallinu þykt
blágrýtislag, sem verður af eins og sérstakur stöpull syðst
á fjallinu, en er þó raunar mjó spöng eða haft, sem tengir
hann við aðalfjallið. Upp á þenna stöpul varð eg að kom-