Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 75

Skírnir - 01.12.1912, Side 75
Arnarhreiðrið. 363 og á turnþaki; var veður hið fegursta og skemtilegt um- horfs, en þó spilti dálítið áhyggja af því, hvernig gengi að komast ofan aftur, bæði niður frá hreiðrinu, og þó ennþá fremur niður hamrabeltið, sem áður er getið um, því að þar hafði mér sést yfir stað, sem eg gat farið nið- >ur. Eg horfði yfir Breiðafjörð, yfir í ljósblá fjöllin hinum megin fjarðar, en þó miklu meira yfir Snæfellsnesið, og reyndi að átta mig betur á þessu landi, sem eg hafði verið að rannsaka dálítið undanfarið. Gengur mér hvergi •eins greiðlega að hugsa eins og á fjöllum uppi, sé annars veðrið nógu gott, og hefir mér oft þótt skaði mikill hvað langsótt er að komast upp á fjöllin, og að geta ekki átt heima við fjall eða á fjalli. Eg leit yfir á Stöðina, skemtilegt smáfjall, sem hefir að eins hálfa hæð við Kirkjufell, eða varla það, og er þar skeljalag í og fornar jöklamyndanir, eins og í Bú- landshöfða; hefir þetta alt verið samfast áður, eins og þeir vissu þegar Eggert og Bjarni, þó að ekki hafi landið rifn- að sundur á þann hátt, sem þeir héldu ; og eru þó að vísu afarfornar jarðskjálftasprungur þar í fjöllum; leir og steinar undan jöklunum hefir pressast niður í þær sumar og harðnað þar. Eg horfði upp í Helgrindur, fornt eldfjall, hálfhrun- ið og sundurgrafið af jöklum og vatni. Eru þess háttar eldfjöll frá isöldum á íslandi hundruðum saman, þó að enginn hafi áttað sig á því fyr en eg, og er þar margt fróðlegt, en mun einhvern tíma þykja undarlegt, að jarð- fræðingar, sem hér hafa fengist við rannsóknir, skuli ekki hafa þekt hvers konar fjöll þetta eru. Menn trúa því aldrei á eftir, hvað erfitt er að færa út svið þekkingar- innar, hvar sem er. Það er eins og togað sé í mann af hinum, sem ekki sáu þó að þeir væru sjáandi, og eigi einungis af þeim, heldur af öllum þeirra andlegu frænd- um. Eyðast svo mestir kraftarnir í að slíta sig fram úr ýmiskonar misskilnings- og heimskuflækjum, og beztu höf- uð hafa moldu hulist, án þess að hafa unnið sannleikan- um nema lítinn sigur hjá því sem orðið hefði getað, hefðu þeir sem áttu ekki »ráðið svona heimskum her«.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.