Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 78
366
Skynfærin og samlífið.
um oss. Sá sem ekki horfir á annan, dregur sig að nokkru leytr
undan sjón hans. Enginn er allur þar sem hann er sóður, meðan-
hann horfist ekki í augu við mann.
Sjaldan gera menn sér fullljóst hvernig öll viðskifti manna
fara eftir vitneskju þeirra hvers um annan, hvort heldur er um
augnabliksástandið eða insta eðlið. Augað beinist fyrst að andlitinu,
en í andlitinu má sjá upplag mannsins og hvað lífernið hefir úr
honum gert, hvernig fortíðin hefir mótað drætti hans. Vér þekkj-
um því manninn af andliti hans, áður en breytni hans kemur í
Ijós. Andlitið er ekki til f r a m k v æ m d a, eins og höndin eða
fóturinn eða líkaminn í heild sinni, heldur segir frá. En það
sem augað nemur í andlitinu, vitneskjan sem það veitir oss, er
fremur kensl en þekking. Þótt vór einhvern veginn, og það furðu
vel, vitum af fyrsta augnakasti við hvern vér eigurn, þá er ekki
svo sem vér gætum komið að því ákveðnum hugtökum eða liðað
það sundur í einstök atriði1); vér getum ef til vill ekki sagt hvort
oss virðist maðurinn hygginn eða heimskur, góðlátlegur eða mein-
bæginn, fjörlegur eða daufingjalegur. Alt þetta eru a 1 m e n n i r
eiginleikar, sem hann gæti átt sameiginlega ótal öðrum möntium.
En það sem fyrsta augnatillitið- fræðir oss um, er einstaklingseðlið
sjálft, er síðan breiðir blæ sinn yfir alt sem vór fáum að vita um
manninn.
Andlitið s/nir oss ekki að eins hið varanlega eðli mannsins,
heldur og augnabliksástand hans. Þar er samtímis og eins og ofið
hvað í annað hið fasta og hið síbreytilega í háttum hans. Hór
kemur fram hinn mikli munur á auga og eyra. Eyrað fræðir oss
að eins um ástand mannsins á líðandi stund, en augað jafnframt
um varanlegt eðli hans, er kemur fram í sviprúnum þeim er for-
tíðin hefir markað í andlitið. Og venjulega er það svo, að vér fá-
um hjá eyranu fræðslu um stundarástandið, en að augað staðnæmist
mest við það sem fast er í svipnum.
Þess vegna er alt annar blær á samlífi blindra manna við aðra
menn, en þeirra sem heyrnarlausir eru. Fyrir blindum manni eru
aðrir eiginlega að eins til á líðandi stund, í orðunum sem líða þeim
af vörum. Blindur maður sór ekki öll þau spor fortíðarinnar sem
*) Smbr. „Yilji eg lýsa vexti og slíku
verða æðstu heiti að lasti.
Og eg mæli í augnakasti
orðlaus drottins verkin riku«.