Skírnir - 01.01.1915, Page 1
J^orsteinn Erlingsson.
Þorsteinn Erlingsson er dáinn. Ekki minnist eg þess,
að síðan eg kom til vits og ára hafi lát nokkurs manns
vakið meiri og almennari söknuð. Blöðin, sem út komu
næst á eftir, bera þetta bezt með sér. Eg fæ vel skilið
þetta. Að vísu kom mér ekki dánarfregn hans á óvart,
eftir að eg hafði frétt hvað að honum gengi. En þegar
prófessor Gfuðmundur Hannesson sagði mér þetta í talsíma
um hálfri stundu eftir að það var skeð, varð mér þó við
ekki ósvipað og eg hefði mist bróður minn, — bróður,
sem eg að vísu þekti að einhverjum barnabrekum, og
mér hafði ekki ætið fallið jafn-vel við, en var mér samt
kær. Mér hafði ætíð verið hann kær frá því eg fyrst
kyntist ljóðum hans, en síðustu árin höfðu þó fært okkur
enn nær hvorn öðrum.
Æfisaga Þorsteins heflr verið talsvert rakin í blöðun-
um að undanförnu, og innan skamms verður hún eflaust
skrifuð rækilega af einhverjum kunnugum manni, svo að
eg sleppi alveg að minnast á hana hér. Hann var af fá-
tæku fólki kominn, fæddur austur í Fljótshlíð 27. sept.
1858 og var þannig degi betur en 56 ára þegar hann dó,
28. sept. þ. á. Á afmælisdegi hans fyrir 6 árum minnist
eg þess, að gatan, sem við bjuggum þá báðir við, fyltist
af fólki hans vegna. Vinir hans og kunningjar höfðu þá
tekið sig saman um að gleðja hann ofurlítið á fimtugsaf-
mæli hans, og mannfjöldinn tók innilegan þátt í þeirri
glaðningu.
Dómarnir um Þorstein heitinn verða sjálfsagt lengi að
komast í jafnvægi; svo marga átti hann vini, og svo
1