Skírnir - 01.01.1915, Page 3
Þorsteinn Erlingsson.
3
fornaldar-frægðarljómans, þó að hann minnist hans hvar-
vetna með virðingu. Þaðan af síður vegna fólksins, sem
þar býr, sem hann heflr æðimargt við að athuga:
„— síðan fjölga fór á vegum minnm
mér finst eg stundum skiftingsaugun* þekkja —“
Við sem höfum orðið á vegi hans, eigum þetta skeytí
ekki síður en aðrar þjóðir, og ef við erum í efa um, að
við okkur sé átt, fáum við skýringuna annars staðar. —
Nei, hann elskar ísland eins og það e r, fátæklegt, en fag-
urt og svipmikið. Og hann elskar það, — ef til vill mest
vegna tungunnar. Hann elskar íslenzkuna, og
alt, sem hún hefir borið gæfu til að fæða af sér fagurt og
heilbrigðt. Hann elskar hvern gimstein, sem á að
skína í höfuðdjásni íslands, hvern minningar-gimstein, sem
skín út um heim allan og aldirnar aldrei geta máð:
„Við öfundum soninn, sem á þig að krýna,
við elskum hvern gimstein, sem þar á að skína“.
segir hann. »Sú »öfund« er af göfugum rótum runnin,
og heitasta ósk hans mun hafa verið sú, að bera gæfu til
að festa þar einn gimsteininn. Það hefir honum líka tek-
ist svo, að fáir skína þar fegri.
Lang-fegurst kveður hann um ísland og til Islands
meðan hann er í Kaupmannahöfn. Aldrei heíir heimþráin
logað eins bjart í ljóðum nokkurs íslendings. Jónas Hall-
grímsson og Bjarni Thorarensen náðu þar ekki eins átak-
anlegum tónum.
„Eftir mega á ýmsum ströndum augu vera,
sem að þreytt og þrútin stara
þegar aðrir norður fara“,
segir hann, þegar hann hugsar til farfuglanna. Kveinstaf-
urinn í þessum hendingum er engin uppgerð. Enda skil
eg varla að nokkur maður fjarri ættjörðu sinni geti haft
þær yfir án þess að komast við. — Hann sér landið í
sýnum, — nærri því spámannlegum opinberunum, — mynd-
*) Allar leturbreytingar í tilvitnuðum hendingam eru eftir mig.
Höf.
1*