Skírnir - 01.01.1915, Page 4
4
Þorsteinn Erlingsson.
um, sem voru svo skýrar, að hvert mannsbarn sér þær
með honum.
“Nú kemst ekki nóttin lengra en neðst í dalinn —
Hann sér það ljóma og skína við miðnætursólinni
„— meðan hæðir allar á | aftanklæðumstand a“.
Hann sér þetta fátæklega kjarr kvikt af þröstum, sól-
skríkjum og allskonar glöðum sumarfuglum og heyrir lóu-
kliðinn og svanasönginn ofan af heiðunum. Hann sér
álftina drifhvíta bera í íslenzku hamrabeltin:
„á breiðum vængjum fer hún frjáls
með fjallabeltum háum“.
Og —
»hann harmar i skógunum hrjósturlönd sin,
hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn11.
Hann gleymir ekki heldur vetrardýrðinni. Maður sér
hjá honum
„— 1 o g a n n, | sem sveiflaðist hljótt
á hástirnda bogann | um heiðrika nótt,
og kvikaði á lindum | sem lifandi rós,
og lék sér á tindum | og dansaði á ós,
mitt norðursins inndæla léttfætta ljós.
Og ekki heldur gleymir hann vetrarhörkunum:
„Svo döpruðust hlíðar | í dölum varð hljótt;
nú hamast þar hríðar | um helkalda nóit —
Þó ber langt um minna á vetrarmyndunum, nema þar sem
þær eru settar vegna hluttekningar og vorkunsemi við
þá, sem bágt eiga. Langoftast sér hann landið í sumar-
prýðinni, baðað í sólskini og undir björtum næturhimni,
ómandi af ástarsöng fuglanna og unaðssöng barnanna —
þessa unaðslegu blíðu —
„Þegar vorkvöldið leggur sér barn þitt að hjarta“.
Og inn í þetta alt saman vefast endurminningarnar frá
uppvaxtarárunum, svo fagurlega, svo mjúklega, að alt
rennur saman í hugljúfa heild. Æskudraumarnir og æsku-
tilfinningarnar eru svo nátengdar landinu, fegurð þess og
blíðu, að þær verða ekki frá því skildar. Hvarvetna
gægjast fram myndir úr þjóðsögum eða gömlum, kærum