Skírnir - 01.01.1915, Síða 6
6
Þorsteinn Erlingsson.
um svo samgróinn, að hann talar við hann eins og upp-
eldisbróður sinn. Hann fagnar með honum sumrinu og
kvíðir með honum vetrinum:
„Enginn vetur mæddi mann | meðan við heyrðum kliðinn.
Það var markið, þegar hann | þaggaði lækjarniðinn.
— Þegar við heyrðum út við á | óma háruhljóðin,
sumarið allir þektu þá | það voru fyrstu ljóðin“.
Hann kvartar ekki um það, að Sjáland sé »neflaust og
augnalaust« eins og Bjarni. En honum flnst sjálenzku
engin — »eins og þau vanti tungu«, en »engir hérna utan
við, eftir þessu taka«. Og loks segir hann:
„Hárra fjalla frægðaróð | fossarnir mínir sungu.
Það hefir enginn þeirra ljóð | þýtt á danska tungu“.
Margir Islendingar hafa kveðið fremur kuldalega um
Danmörku. Þótt hún ljót og leið og kunnað þar illa við
sig. Það gerir Þorsteinn ekki, þrátt fyrir heimþrána.
Hann kveður oft kalt til Dana, en aldrei til Danmerkur.
Það er ekki henni að kenna, að honum líður þar illa.
Hún heflr verið honum svo góð, sem hún gat. Honum
er hlýtt til hennar, en hann elskar Island svo miklu,
miklu meira:
»Þú fékst engin ástarljóð,
eins og þú varst þó kát og góð,
henni söng eg hvern minn óð,
h ú n á að íá þá a 11 a. —
-----Hlakka eg allur til að sjá,
þegar úr boðum bólar á
bungunni hvítra mjalla. --
— Þar við sunginn síðsta þátt
sjái þið tjaldið falla —«.
Nú er síðsti þáttur sunginn og tjaldið fallið. En þó
Island hyrfi af hnettinum, mundu myndir þess lengi lifa i
ljóðum Þorsteins, því að í ástinni til íslands var hann
sannur og einlægur og i þeim ljóðum, sem hún
fæddi af sér, var hann ómetanlegur snillingur.