Skírnir - 01.01.1915, Síða 8
8
Þorsteinn Erlingsson.
ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um efni þeirra
eða réttmæti. En um eitt eru allir sammála: Þau eru
öll afbragðs-yel ort og sýna jafnvel einna bezt hina miklu
skáldhæfileika hans.
Hann lætur sér ekki nægja, að yrkja um það eitt,
sem hann elskar og dáist að. Hann yrkir mest og öflug-
ast um það, sem hann h a t a r og hefir andstygð á, og
það svo, að klaksárt verður undan höggum hans. Og
það er hvorki fátt né smátt, sem hann hatar. Það er
hvorki meira né minna en öll stjórn heimsins, bæði í and-
legum og veraldlegum skilningi, eins og hún kemur hon-
um fyrir sjónir, full af ranglæti og ójöfnuði.
„Allra mest hans instu taugar alt af særðu
þeir er sína þræla b ö r ð u. —
Það var eins á himni og jörðu“.
Hann sér ræningjaskap manna, harðstjórnarlund, hræsni,
yfirdrepskap og allskonar ilsku lang-átakanlegast i guðs-
hugmyndinni, sem menn hafa gert sér til fyrirmyndar, og
í kirkjunni, sem þó á að vera heilög og læst vera það, og
þess vegna veitist hann lang-mest að þessu:
„Á prestana og trúna við treystum þó mest
að tjóðra og reyra ykkur böndum,
þvi það eru vopnin, sem bíta hér bezt,
í böðla og kúgara höndum“.
Ouð kirkjunnar verður ægilegur liarðstjóri í augum hans,
grimmur ofrikisseggur, líkastur hinum hálf-tryltu keisurum
Kómverja, blóðfórnar-guð, sem nærri því hefir gaman af
kvölum mannanna, gerir að minsta kosti ekkert til að af-
stýra þeim.
„Hverjum mun hent nema honum sem skóp,
að horfa á þann traðkaða skara.
Þér blöskrar að heyra það brauðleysisóp
til blágrárra ómálga vara,
og sjá þennan skjögrandi horgrinda hóp
með hungruðum kýraugum stara«.
Mynd hans í manninum þekkist á »broti af vígtönn« og
»ögn af rófubeini«. Og þeirn mun verri er þessi guð en
t. d. Kússakeisari. Honum nægir ekki, að menn láti hann