Skírnir - 01.01.1915, Side 10
10
Þorsteinn ErJingsson.
í gervi valdhafanna. »Ljónið gamla« er skýr og skopleg
mynd þessa hrörnaða, tannlausa og hálffarlama valds, sem
mennirnir enn þá hafa beyg af og ala á sjálfum sér,
þó að þeim væri innan handar að leggja það að velli.
Á námsárum Þorsteins i Kaupmannahöfn var lífsskoð-
unum líkum þessum mjög haldið fram og þá var jafnaðar-
mannastefnan, sem aðallega bar þær fram, hvað mest að
færast í aukana. Þorsteinn hefir gerst fyrsti og einasti
talsmaður þessarar stefnu hér á landi, svo að að nokkuð
kvæði að. Nú er fremur að dofna yfir henni út um heim-
inn og forkólfar hennar farnir að fara sér hægar. Hvern-
ig sem menn líta á hana, verður því ekki neitað, að hún
hefir haft geysi-áhrif, einnig á kirkjuna, og mörgu hrundið
til verulegra bóta. Hér á landi er henni líklega að mestu
lokið með Þorsteini, cn ljóð hans eru óbrotgjarnt minnis-
merki þess, að hún hefir þó náð út hingað, og átt hér
þann talsmann, sem ekki gefur neinum þeirra eftir, sem
hún hefir bezta átt erlendis.
Lang-bezt af öllum heimsádeilukvæðum Þorsteins er
kvæðið »Eden«, og jafnframt langbezta heimsádeilukvæð-
ið, sem ort hefir verið á íslenzka tungu. Því miður leyf-
ir ekki rúmið, sem mér er skamtað að þessu sinni, að
sýna hendingar úr því, en ef til vill gefst mér seinna
tækifæri til að gera það sérstaklega að umtalsefni. Þar
fær alt — a 11, sem honum er illa við, sömu herfilegu út-
reiðina, og þar fá þjóðarbrestir okkar Islendinga þá með-
ferð, sem þeir sannarlega eiga skilið. Nepurðin stnýgur
manni gegn um merg og bein, nærri því í hverri hend-
ingu. Háðið er svo biturt og hittir svo vægðarlaust þar
sem því er ætlað að hitta, og meðferð á rími og formi
svo snildarleg, að það er hreinn gimsteinn í íslenzkum
bókmentum það kvæði, og furða hve hljótt hefir verið
um það. Af því sem eg þekki til í bókmentum Norður-
landa, finst mér það helzt geta komið til samanburðar við
nöprustu kaflana í »Adam Homo«. Handtökin hjá Þor-
steini þar gefa sízt eftir list Paludan-Mullers, en kvæðið
er þó enn þá naprara og beiskara.