Skírnir - 01.01.1915, Síða 11
Þorsteinn Erlingsson.
11
Stefán Ólafsson, Hallgrímur Pétursson, Þorlákur Þór-
arinsson, Jón Þorláksson og margir, margir fleiri, hafa ort
ágæt heimsádeilukvæði, öll í þeim tilgangi, að sýna mönn-
unum sínar eigin aumkvunarlegu myndir, fietta af þeim
sauðargærunum, kenna þeim að fyrirverða sig, kefja í
þeim sjálfselskuna og eigingirnina og gera þá betri og
mannúðarmeiri. Þorsteinn Erlingsson hefir farið langt
fram úr þeim öllum
III.
Þetta eru í minum augum höfuðþættirnir í bókmenta-
starfsemi Þorsteins. En auk þeirra eru til allmörg kvæði
eftir hann, sem ein út af fyrir sig væru nægileg til að
halda minningu hans á lofti og skipa honum sæmdarsæti
meðal íslenzkra skálda, og sumum finst jafnvel mest til
um þau kvæði af öllum kvæðum hans. Meðal þessara
kvæða eru einkum »Brautin«, »Skilmálarnir«, »Bókin mín«,
»Myndin« og »Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd«. Öll
eru kvæði þessi afbragðs-falleg og vel frá þeim gengið,
en í bókmentalegu tilliti get eg ekki metið þau eins mik-
ils og hin. Mér finst bera að líta á þau sem rímaðar
stefnuskrár höfundarins sjálfs, skýring á honum
sjálfum eða hollræði hans til annara, og vissulega eru
þau nauðsynleg til að skilja hann til fulls. I kvæðinu
»Bókin mín« segir hann:
„Mig langar að sa enga 1 y g i þar finni,
sem lokar að siðustu bókinni minni“.
Og í kvæðinu »Brautin« segir hann um sannleikann:
„Þér vinn eg, konungur, það, sem eg vinn“.
Þetta væru »orð, orð, innantóm«, ef hann hefði ekki sýnt
það sjálfur í öðrum verkum sínum, að honum voru þau
full alvara. Fáir hafa þráð sannleikann meira en einmitt
Þorsteinn. Fáir hafá leitað hans með meiri alvöru og
heitari ást. Alt líf hans og starf var einlæg og látlaus
leit eftir sannleikanum í öllum greinum. Hann var efa-