Skírnir - 01.01.1915, Page 12
12
Þorsteinn Erlingsson.
gjarn að upplagi og sjálfur vildi hann engan blekkja.
Þetta kom hvarvetna fram, ekki hvað sízt í afskiftum
hans af almennum málum, og í heimsádeilukvæðum hans
er það ætíð og æfinlega frumtónninn. Hann vildi heldur
vera trúlaus en trúa því, sem hann taldi ósannindi ein.
Og vandvirkni hans í öllu, sem hann snerti á, var af rót-
um þessarar sömu sannleiksástar runnin. »Eg legg aldrei
nokkurt verk frá mér, nema með hrópandi samvizku«,
sagði hann við mig einu sinni í sumar. Og kunningjar
hans vissu það bezt, að alt af var hann að breyta verk-
um sinum og reyna að bæta þau. Ætíð efaðist hann um
að þau væru í raun og veru boðleg. Slíkur maður gat
með fullum rétti gert þá kröfu til Islands, sem hann gerði
í »Aldamótaljóðum sínum:
»0, þú fjalldrotning kær, settu saunleikann hátt,
láttn hann sitja yfir t i m a n u m djarfan að völdum,
svo að tungan þin mær beri boð hans og mátt
eins og blikandi norðurljós fjarst eftir öldum.
Það, sem eftir Þorstein liggur, er ekki mikið að vöxt-
um, en það er jafnara að gæðum en hjá nokkurum manni
öðrum. Eiginlega liggur ekki fyrir til umsagnar annað
en »Þyrnar«, 2. útgáfa. »Eiðurinn« er ekki kominn út
allur og ekkert af »Fjalla-Eyvindi«. En menn vita, að
mikið er til eftir hann enn þá óprentað. Og í »Þyrnum«
eru mörg gull falleg kvæði, sem hér hafa ekki verið nefnd
á nafn, t. d. »Ljósálfar«, »Snati og 01i« o. fi. Það, að
ekki liggur meira eftir Þorstein, þrátt fyrir það, þótt hann
væri búinn að hafa þennan svo nefnda skáldstyrk í nokk-
uð mörg ár, mun vera mest því að kenna, hve afarvand-
virkur hann var. Ef til vill hefir honum einnig nokkuð
verið farið að tregast um að yrkja seinni árin: áhyggjur
og heilsubilun og seig-drepandi tímakenslu-þrælkun valdið
þvi. Fáir menn, þótt heilsuhraustir séu, halda æsku
fjöri sínu óskertu fram á sextugsaldur, sízt af öllu andlegu
fjöri. Eftir þann aldur fara skáld venjulega að yrkja sjálf