Skírnir - 01.01.1915, Síða 13
Þorsteinn Erlingsson,
13
sig upp aftur, en ekkert var Þorsteini fjarstæðara. Maður
varð líka nokkurrar breytingar var á honum síðustu árin.
Hann var farinn að yrkja myrkara, leggja meira af hálf-
sögðum hugsunum í kvæðin, og hugsa meira um að gera
þau fín og fáguð, en jafnframt urðu þau veilli og veiga-
minni. Vel getur einnig verið, að hugur hans hafi farið
nokkuð að hneigjast að dulrænum efnum undir það síðasta.
Þessi breyting kom einkum fram í tækifæriskvæðum hans
og sömuleiðis í breytingum hans á eldri kvæðum, t. d. í
»Eiðnum«, og munu þær breytingar hafa verið til lítilla bóta.
Mjög sjaldan hefi eg séð á það minst, og ef til vill er
öllum almenningi ókunnugt um það, sem Þorsteinn orti í
ó b u n d n u máli. En þessi yndislegu austurlenzku æfin-
týri, sem hvað eftir annað birtust í »Dýravininum«, e r u
eftir hann sjálfan. Hann sagði mér þetta eittsinn
sjálfur, er þessi æfintýri bárust í tal á milli okkar. Enda
stendur hvergi að þau séu þ ý d d. Þessum yflrlætislausu
listaverkum á hreinni og undurfagurri íslenzku má sízt af
öllu gleyma, þegar ritverkum Þorsteins verður safnað í
eina heild.
IV.
Myndir þær, sem kunnar eru almenningi af Þorsteini
heitnum, skýra lítið frá útliti hans, nema að þvi leyti sem
andlitsfallið eitt snertir. Hann var meðalmaður í lægra
lagi á hæð og ekki þrekinn. Þó svaraði hann sér allvel
á allan vöxt. Magur var hann jafnan og vöðvarýr, með
grannar og mjúkar hendur, enda iðkaði hann ekki —
svo að mér væri kunnugt um — neinar likamsæfingar,
sem stælt gætu vöðva hans. Venjulega gekk hann hægt
og var hugsi, og á bak að sjá var hann nokkuð ellilegri
en þegar maður leit framan í hann. Brjóstið var nokkuð
rýrt og innfallið, sem auðvitað stafaði af sjúkleika þeim,
sem hann hafði svo lengi átt við að stríða, og alt útlit
hans bar jafnan vott um veiklaða heilsu. Hár hans var
orðið silfurgrátt og skeggið, sem hafði verið Ijóst, var