Skírnir - 01.01.1915, Page 15
J?or8teinn ErlÍDgsson.
15
og hann gerði ekki lifandi vitund til að hnekkja þvi. —
O-jæja. Maður veit nú aldrei með vissu hverjir eru trú-
aðir og hverjir ekki, því að þeir eru liarla fáir, sein sýna
trú sína af verkunum. Þó er eg á því, að Þorsteinn hafi
ekki verið trúhneigður, og alls ekki trúmaður í venjuleg-
um skilningi. Þó lét hann margsinnis í ljós, og það opin-
berlega, aðdáun sína fyrir Jesú frá Nazaret, og svo mikið
var víst, að hann dáðist innilega að trúmönnum fyrri alda,
t. d. Jóni Vídalín og Hallgrími Péturssyni. Hann unni
einlægninni, hvar sem hún kom fram, og það var enginn
skuggi á mikilmenni í hans augum, þó að maðurinn væri
jafnframt trúmaður. Einkum hafði hann mætur á Hall-
grími Péturssyni. Enda var einhver andlegur skyldleiki
milli þeirra. Báðir fundu sárt til eymdar og rangsleitni
mannfélagsins, báðir hötuðu valdahrokann, ofiætið, yfir-
skinið og hræsnina, báðir vildu bæta úr böli hins van-
máttuga og volaða — og aðferðirnar, sem þeir beittu, voru
hvergí nærri eins ólíkar, og þær sýnast í fijótu bragði.
Enda voru kjör þeirra æði svipuð.
„— Það er ei lánsmerki að lita svo fátt
af lifandi drengskap og gæðum“.
Þorsteinn var mjög heilsubilaður allan seinni hluta
æfi sinnar. Hann hafði fengið brjóstveiki á námsárum
sínum í Kaupmannahöfn, og batnaði hún aldrei til fulls,
svo að jafnvel var furða hvað líf hans treindist Hann
gat aldrei heldur hlíft sér og hlynt að heilsu sinni sem
skyldi. Hann sagði mér sjálfur, að oft hefði blóðhóstinn
komið að sér í kenslustundum í Höfn, en hann verið orð-
inn honum svo vanur, að hann hefði alls ekki hætt við
kenslustundina þess vegna, og ætíð gengið heim. Hér
þurfti hann einnig lengst af að vinna fyrir sér með tíma-
kenslu, og það oft á kvöldstundum, sem hlaut að hafa
verið honum mjög óholt. Lungun munu hafa verið mjög
eydd, og þegar hann fékk lungnabólgu, var svo sem
auðvitað að ekki mundi takast að bjarga honum. Þann-
ig skildi eitt af allra-gáfuðustu skáldum þessarar aldar við