Skírnir - 01.01.1915, Page 20
Fólkorustan á Clontarf
eða
Bríans bardagi
23. apríl 1014.
1. TJppgangur Bríans leonungs.
Þegar Irland var í hers höndum fyrir veldi Austmanna,
sem höfðu bygt borgir og bæi á öllum fjörðum landsins,
tekið undir sig búgarða í kringum þær, rænt landið, og
lagt á það skatta og kvaðir, þá reis upp Brian Borumha
konungur í norður hluta Munster ríkisins, og með Dalcass-
íum, sem voru ættkvísl hans, hóf hann styrjöld gegn
Austmannaveldinu, og innanlands íiokkadeilum Ira Hern-
aður hans endaði með bardaganum við Glenmama, þar
sem Brían sigraði algerlega Maelmordha konung af Leinst-
er og Sigtrygg Silkiskegg Norðmanna konung í Dýflinni,
og víkingaherinn frá Leinster árið 998. Maelmordha var
tekinn á flóttanum, og fluttur hertekinn til Kinnkóra, að-
seturs Bríans í Munster. Sigtryggur Silkiskegg var útlæg-
ur ger fyrir endilöngu Irlandi. Eftir 3 mánaða útlegð gekk
hann á vald Bríans konungs. Brían tók honum vel, gaf
honum aftur konungdóm i Dýflinni og gifti honum dóttur
sína. Maelmordha fékk aftur konungdóm yfir Leinster.
Maelsechlainn II, varð yfirkonungur (ardri) í Tara í
Meath. Þar sat jafnan yfirkonungurinn á írlandi. Mael-
sechlainn tók Dýflinn 980 og refsaði henni svo, að Olafur
Quáran1) fór þaðan og dó í klaustri á Icolmkill 981.
‘) Quáran er Cuáran á irsku og þýðir: Ilskór.