Skírnir - 01.01.1915, Page 22
22
Fólkorustan á Clontarf
menn, að Sigtryggur hafi gift Brían móður sína Kormlöðu,
sem Brian hefir séð í Dýflinni nokkru áður. Aldur Don-
chads, sem var sonur þeirra, bendir til þess, að gifting
þeirra hafi ekki borið að síðar.1)
Giftingar Kormlaðar voru ekki öfundlausar á Irlandi;
um það ber vísan um Komlaðar stökkin vitni. Hún gift-
ist tveim yfirkonungum hvorum eftir annan, sem voru
báðir á lífi samtímis. Það sem hvorki írar, né jafnvel
Hjála geta fyrirgefið henni, er að hún varð Brían að falli.
Maelmordha konungur af Leinster færði Brían skatt
vorið 1013, og hafði þegar hann kom til Kinnkóru mist
silfurhnapp af gulldreglaðri silkikápu, er Brían hafði gefið
honum. Hann bað Kormlöðu systur sína að festa hnapp
á kápuna. Hún kastaði kápunni á eldinn, og ávítaði hann
harðlega fyrir að þola Brían þrælkun og ánauð. Hvorki
faðir þeirra né afi hefði nokkru sinni þolað það. Murchad
elsti sonur Bríans brigzlaði konunginum um flótta hans úr
orustunni við Gflenmama. Maelmordha fór burtu ákaflega
reiður, og byrjaði uppreist gegn Brían og öllu hans veldi
í félagi við Sigtrygg Silkiskegg.
Þeir frændur forðuðust alla höfuðbardaga um sumarið.
9. september settist Brían með óvígan her um Dýflinn.
Borgin varð ekki unnin, en Brían hjó upp og brendi
Þórsskóg milli Liffey og Tolku, og hjó brautir í hann fyr-
ir norðan Clontarf2). Fyrir jól þrutu allar vístir umsáturs-
hersins, og þeir feðgar héldu heim aftur.
3. Liðsafnaður Kormlaðar og Sigtryggs.
Kormlöð er þá í Dýflinni, er umsátin er hafin, og
yfirvegar og vegur, hvað þurfl til þess, að etja kappi við
*) Tigernacs annálar telja dánarár Kormlaðar 1030. Annálar
hinna 4 meistara, taka upp visu um hin 3 stökk Kormlaðar, sem engin
kona ætti að gera. Eitt til Atha-Clíath (Dýflinnar). Annað til Team-
har (Tara) þriðja tit gullkaleiksins í Cashel. Konungarnir í Munster voru
konungar í Cashel, þótt Brían sæti lengst í Kinkora við Shannon fljótið.
2) Clontarf eða Cluanatarbh þýðir: Uxavellir,