Skírnir - 01.01.1915, Side 23
Fólkorustan á Clontarf
23
Brían og koma honum í hel. Njála') lýsir henni svo:
»Hon var allra kvenna fegrst, og bezt at sér orðin um
þat alt, er henni var ósjálfrátt. Enn þat er mál manna,
at henni hafi alt verit illa geflt, þat er henni var sjálfrátt«.
Þau mæðgin sendu nú menn til allra víkingabygða á ír-
landi. An efa hafa þau þá eða síðar sent menn til Mael-
sechlainn, en hann að líkindum svarað tvíræðu. Þau hafa
sent til Norðmandí, Frakklands, Wales, Englands og Skot-
lands. Þaðan sem Austmenn eða Norðmenn voru fyrir
var helzt liðs von. Þau hafa sent til eyjanna fyrir norðan
Skotland, og að líkindum til Noregs og Danmerkur. Hvar
sem Dýflinnar menn hittu sækonunga, eða víkinga, hafa
þeir borið þeim orð Sigtryggs og Kormlaðar. Alt að-
komulið átti að vera komið til Dýflinnar í síðasta lagi á
Pálmasunnudag 1014.
Kormlöð eggjaði mjög Sigtrygg son sinn til að drepa
Brían konung, segir Xjála. Signrður jarl Hlöðvisson hafði
almanna róm á sér fyrir harðfengi og sigursæld. Þangað
sendi Kormlöð Sigtrygg son sinn. Hann þurfti að vinna
til atlögunnar. Þegar Sigurður jarl setti það skilyrði, að
hann fengi konungdóm á Irlandi og Sigtryggur gifti hon-
um Kormlöðu, ef þeir feldi Brían, og Sigtryggur hét hon-
um því, lofaði hann að ganga í málið. Konungdómurinn
sem um var samið hlýtur að hafa verið yfirkonungdómur
Bríans, og svo verið litið á, sem hann væri heimanmundur
Kormlaðar.
Kormlöð lét sér vel líka að giftast Sigurði jarli, en
kvað Sigtrygg þó skyldu draga að meira lið. Sigtryggur
spurði hvaðan þess va ri von. Hún sagði, að fyrir vestan
Mön lægju þeir Bróðir* 2) og Úspakr með 30 skipa, 2000—
3000 manns, alt hið harðfengasta lið, og lagði fyrir hann,
að bjóða hvað sem þeir mæltu til. Sigtrvggur fór til
Manar, bauð Bróður móður sína og konungdóm á Irlandi.
Það stóðst hann ekki og gekk í málið. Það fylgdi, að Sig-
‘) Njála. Rvík 1894 bls. 418.
2) Bróðnr kalla Irar Brodar eða Briötor,