Skírnir - 01.01.1915, Page 24
24
Fólkorustan á Clontarf.
urður jarl mátti ekkert vita um samninginn. Njála segir
ekki ofsögur af fegurð Kormlaðar. Þó liún sé fimtug
kona, stendur enginn af sér, þegar honum er boðin hönd
Kormlaðar, þótt þeim sé þvernauðugt áður um alla lið-
veizlu.
Lýsing Njálu á Bróðurer svo: »Bróðir hafði verið maðr
kristinn, ok messudjákn at vígslu. Enn hann hafði kastat
trú sinni ok gerðist guðníðingr ok blótaði nú heiðnar vættir,
ok var allra manna fjölkunnugastur. Hann hafði herbún-
að þann er eigi bitu járn. Hann var bæði mikill ok
sterkr, ok hafði hár svo mikit, at hann drap undir belti
sér. Þat var svart«. Vaskleiki víkingsins liggur í fyrstu
línunum af lýsingunni. LýsingÍD á útlitinu mun vera rétt.
Þorsteinn Síðuhallsson sá bæði Bróður og Kormlöðu dag-
inn fyrir orustuna.
4. Atburðir fyrir bardagann.
Sigurður jarl kom til Dýflinnar á Pálmasunnudag
með allan her sinn. I liði hans voru Orkneyingar og
Skotar af Katanesi. Þar var Þorsteinn Síðu-Hallsson,
Halldór sonur Guðmundar hins ríka á Möðruvöllum, og 15
menn sem verið höfðu að Njálsbrennu. Alls voru 17 íslending-
ingar með honum. Færeyingar voru sömuleiðis með jarli,
þótt Erlingur af Straumey muni hafa verið frá Stroma
í Orkneyjum. Bróðir var þar kominn með öllu sínu liði.
í sama mund dreif að skipalið frá Norðmandí. írskir
annálar nefna meðal kappanna sem komu Carlus og Ebric
(Elbric) tvo sonu Frakkakonungs, eða konungsins af Loch-
lann.1) Annálarnir geta um Gioistilin Gall og Amond, tvo
konunga frá Waterford; Amond mun vera Ámundi hviti,
sem Njála talar um. Þeir nefna ennfremur fjóra ríkiserf-
ingja Austmanna: Dubhgall Olafsson, Giillaciarain son
Gluniarainds Olafssonar, Donchad sonarson Herjúlfs og
Ulaf son Lögmanns Goðröðssonar. Annálarnir nefna fjóra
*) Lochlann þýðir Norðurlönd.